Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 14:10 Kay Shemirani á mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum í London árið 2020. Hún hefur borið út alls kyns lygar og samsæriskenningar um faraldurinn og bóluefnin gegn veirunni. Vísir/EPA Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn. Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn.
Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira