Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 14:10 Kay Shemirani á mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum í London árið 2020. Hún hefur borið út alls kyns lygar og samsæriskenningar um faraldurinn og bóluefnin gegn veirunni. Vísir/EPA Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn. Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Sjá meira
Paloma Shemirani var 23 ára gömul þegar úr lést af völdum eitilfrumuæxlis í fyrra eftir að hún hafnaði því að gangast undir lyfjameðferð þrátt fyrir að læknar teldu batahorfur hennar góðar með henni. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Bræður Shemirani hafa sakað móður þeirra, Kay Shemirani, um að bera ábyrgð á dauða hennar. Kay „Kate“ Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Hún var svipt starfsleyfi fyrir að dreifa ósannindum í kórónuveirufaraldrinum. Niðurstaða dánardómstjóra í opinberri rannsókn á dauða Palomu Shemirani er að foreldrar hennar, Kay og Faramarz Shemirani, hafi átt „meira en lítinn“ þátt í dauða dóttur þeirra, að því er kemur fram í frétt breska blaðsins The Guardian. Kay hefði haft frumkvæði að því að halda óhefðbundnum meðferðum að Palomu. Hefði hún nálgast lyfjameðferð af opnum hug og gengist undir hana hefði hún líklega lifað. Þá sagði læknir sem bar vitni í rannsókninni að hann hefði haft áhyggjur af því að Kay hefði áhrif á það að Paloma hafnaði meðferðinni sem henni var boðin. Paloma hefði þó sjálf verið eindregið á því að það væri hennar eigin ákvörðun. Fórnað fyrir hugsjónir móðurinnar Gabriel, bróðir Palomu, sagði við rannsóknina að hann kenndi móður sinni alfarið um dauða systur hans vegna þess að hún hefði komið í veg fyrir að hún fengi viðeigandi meðferð. „Ég trúi því að hún hafi fórnað lífi Palomu fyrir hennar eigin hugsjónir, ég trúi því að það ætti að draga hana til ábyrgðar fyrir dauða Palomu,“ sagði bróðirinn. Sjálf heldur Kay Shemirani því fram að dóttir hennar hafi látist af völdum stórfelldrar vanrækslu sjúkraliða sem sinntu henni þegar hún hneig niður á heimili þeirra. Henni hafi hrakað gríðarlega við inngrip þeirra. Við rannsóknina kom fram að Kay hringdi ekki strax á sjúkrabíl þegar Paloma hneig niður. Þess í stað hringi hún í vin sem hafði samband við neyðarlínu á meðan þau hófu endurlífgunartilraunir. Á upptöku af símtalinu mátti heyra Kay öskra „hún er að deyja“ þrátt fyrir að hún haldi því nú fram að allt hafi farið úrskeiðis þegar sjúkraliðar komu á staðinn.
Bretland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð