Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2025 19:16 Christian Horner vill komast aftur inn í Formúlu 1. epa/ANNA SZILAGYI Christian Horner, sem var rekinn sem liðsstjóri Red Bull í sumar, hefur látið eigendur liðanna í Formúlu 1 vita af áhuga sínum að starfa áfram í keppninni. Horner var látinn fara frá Red Bull í júlí eftir tuttugu ár við stjórnvölinn hjá liðinu. Engin ástæða var gefin fyrir brottrekstrinum en hneyklismál tengd Horner og hegðun hans í garð starfsmanna komu upp fyrir rúmu ári. Horner vill starfa áfram í Formúlu 1 og samkvæmt framkvæmdastjóra Aston Martin, Andy Cowell, hefur hann ekki farið leynt með þann áhuga sinn. „Það lítur út fyrir að Christian sé að hringja í nánast alla eigendurna um þessar mundir,“ sagði Cowell sem þvertekur fyrir að Aston Martin ætli að ráða Horner í starf hjá liðinu. Liðsstjóri Haas staðfesti einnig að Horner hefði sett sig í samband við liðið. Þá eru þeir Flavio Briatore, eigandi Alpine, gamlir vinir. Horner má taka til starfa hjá nýju liði í Formúlu 1 um mitt næsta ár. Samkvæmt BBC fékk hann starfslokagreiðslu frá Red Bull upp á 52 milljónir punda, eða næstum því átta og hálfan milljarð íslenskra króna. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Horner var látinn fara frá Red Bull í júlí eftir tuttugu ár við stjórnvölinn hjá liðinu. Engin ástæða var gefin fyrir brottrekstrinum en hneyklismál tengd Horner og hegðun hans í garð starfsmanna komu upp fyrir rúmu ári. Horner vill starfa áfram í Formúlu 1 og samkvæmt framkvæmdastjóra Aston Martin, Andy Cowell, hefur hann ekki farið leynt með þann áhuga sinn. „Það lítur út fyrir að Christian sé að hringja í nánast alla eigendurna um þessar mundir,“ sagði Cowell sem þvertekur fyrir að Aston Martin ætli að ráða Horner í starf hjá liðinu. Liðsstjóri Haas staðfesti einnig að Horner hefði sett sig í samband við liðið. Þá eru þeir Flavio Briatore, eigandi Alpine, gamlir vinir. Horner má taka til starfa hjá nýju liði í Formúlu 1 um mitt næsta ár. Samkvæmt BBC fékk hann starfslokagreiðslu frá Red Bull upp á 52 milljónir punda, eða næstum því átta og hálfan milljarð íslenskra króna.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira