Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. október 2025 07:33 Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókun 35 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun