Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2025 22:40 Túfa segir sig og hans lið hafa fengið ómaklega gagnrýni í sumar. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, var að vonum ánægður eftir mikilvægan 3-2 sigur hans manna á Stjörnunni í Bestu deild karla á Hlíðarenda í kvöld. Hann vísar ómaklegri gagnrýni fótboltasérfræðinga á bug. „Ég er mjög ánægður og stoltur af liðinu í dag. Leikurinn byrjar í brekku, að lenda undir eftir fjórar mínútur. Það er týpískt fyrir lið sem er búið að eiga í erfiðleikum. Það eina sem ég bað um í dag var að halda í það identity sem við höfum skapað í sumar,“ sagði Túfa í samtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik. Líkt og hann nefnir lentu Valsmenn undir snemma leiks og virtust ekki líklegir til afreka. Liðið hafði tapað fjórum leikjum af sex í aðdragandanum og sjálfstraust manna minna en ella. Áðurnefnd identity, einkenni liðsins, hafi sýnt sig í dag. „Það identity er samstaða, að allir rói í sömu átt af fullum krafti, að mótlæti sé bara hvatning og reyna að spila leikinn þannig. Mér fannst liðið mitt gera það í dag.“ Valsmenn hafa verið mikið milli tannana á fólki í sumar, líkt og eðlilegt er með eitt stærsta félag landsins. Liðið fór ekkert sérlega vel af stað í deildinni og fóru af stað orðrómar snemmsumars að starf þjálfarans væri í hættu. Þá hafa Valsmenn sætt gagnrýni eftir að hafa tapað bikarúrslitaleik fyrir Vestra en í þeim leik meiddist markahæsti maður liðsins, Patrick Pedersen, og leiðin legið niður á við. Gengið verið brösugt og Valsmenn farið úr toppsætinu í það að vera við það að missa af Víkingi í toppbaráttunni. Hefur þessi umræða legið á Túfa? „Eina sem hefur legið þungt á mér persónulega er að liðið hefur ekki unnið leiki að undanförnu. Það er þungt fyrir mig að missa menn í meiðsli sem voru geggjaðir. Á þeim tímapunkti var ekkert betra lið á Íslandi en Valur – þegar við vorum með alla okkar leikmenn,“ segir Túfa og bætir við: „Í öllum okkar keppnum höfum við farið alla leið. Við unnum Lengjubikarinn, fórum í úrslit í bikarnum og höfum verið eina liðið að veita Víkingi samkeppni – liði sem hefur tekið yfir íslenskan fótbolta ásamt Breiðabliki. Við erum enn í þeirri baráttu,“ „Ég held að ég sé eini þjálfari í heiminum sem hefur verið í slíkri neikvæðri umræðu hjá fólki sem ég veit ekkert hvað þau vita mikið um fótbolta og lið sem er alltaf að gera sitt besta. Lið með identity sem hefur ekki verið til staðar hjá Val undanfarin ár. Lið sem er á öllum vígstöðum að keppa um fyrsta sæti,“ segir Túfa. Valur Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Ég er mjög ánægður og stoltur af liðinu í dag. Leikurinn byrjar í brekku, að lenda undir eftir fjórar mínútur. Það er týpískt fyrir lið sem er búið að eiga í erfiðleikum. Það eina sem ég bað um í dag var að halda í það identity sem við höfum skapað í sumar,“ sagði Túfa í samtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik. Líkt og hann nefnir lentu Valsmenn undir snemma leiks og virtust ekki líklegir til afreka. Liðið hafði tapað fjórum leikjum af sex í aðdragandanum og sjálfstraust manna minna en ella. Áðurnefnd identity, einkenni liðsins, hafi sýnt sig í dag. „Það identity er samstaða, að allir rói í sömu átt af fullum krafti, að mótlæti sé bara hvatning og reyna að spila leikinn þannig. Mér fannst liðið mitt gera það í dag.“ Valsmenn hafa verið mikið milli tannana á fólki í sumar, líkt og eðlilegt er með eitt stærsta félag landsins. Liðið fór ekkert sérlega vel af stað í deildinni og fóru af stað orðrómar snemmsumars að starf þjálfarans væri í hættu. Þá hafa Valsmenn sætt gagnrýni eftir að hafa tapað bikarúrslitaleik fyrir Vestra en í þeim leik meiddist markahæsti maður liðsins, Patrick Pedersen, og leiðin legið niður á við. Gengið verið brösugt og Valsmenn farið úr toppsætinu í það að vera við það að missa af Víkingi í toppbaráttunni. Hefur þessi umræða legið á Túfa? „Eina sem hefur legið þungt á mér persónulega er að liðið hefur ekki unnið leiki að undanförnu. Það er þungt fyrir mig að missa menn í meiðsli sem voru geggjaðir. Á þeim tímapunkti var ekkert betra lið á Íslandi en Valur – þegar við vorum með alla okkar leikmenn,“ segir Túfa og bætir við: „Í öllum okkar keppnum höfum við farið alla leið. Við unnum Lengjubikarinn, fórum í úrslit í bikarnum og höfum verið eina liðið að veita Víkingi samkeppni – liði sem hefur tekið yfir íslenskan fótbolta ásamt Breiðabliki. Við erum enn í þeirri baráttu,“ „Ég held að ég sé eini þjálfari í heiminum sem hefur verið í slíkri neikvæðri umræðu hjá fólki sem ég veit ekkert hvað þau vita mikið um fótbolta og lið sem er alltaf að gera sitt besta. Lið með identity sem hefur ekki verið til staðar hjá Val undanfarin ár. Lið sem er á öllum vígstöðum að keppa um fyrsta sæti,“ segir Túfa.
Valur Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira