Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2025 22:40 Túfa segir sig og hans lið hafa fengið ómaklega gagnrýni í sumar. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, var að vonum ánægður eftir mikilvægan 3-2 sigur hans manna á Stjörnunni í Bestu deild karla á Hlíðarenda í kvöld. Hann vísar ómaklegri gagnrýni fótboltasérfræðinga á bug. „Ég er mjög ánægður og stoltur af liðinu í dag. Leikurinn byrjar í brekku, að lenda undir eftir fjórar mínútur. Það er týpískt fyrir lið sem er búið að eiga í erfiðleikum. Það eina sem ég bað um í dag var að halda í það identity sem við höfum skapað í sumar,“ sagði Túfa í samtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik. Líkt og hann nefnir lentu Valsmenn undir snemma leiks og virtust ekki líklegir til afreka. Liðið hafði tapað fjórum leikjum af sex í aðdragandanum og sjálfstraust manna minna en ella. Áðurnefnd identity, einkenni liðsins, hafi sýnt sig í dag. „Það identity er samstaða, að allir rói í sömu átt af fullum krafti, að mótlæti sé bara hvatning og reyna að spila leikinn þannig. Mér fannst liðið mitt gera það í dag.“ Valsmenn hafa verið mikið milli tannana á fólki í sumar, líkt og eðlilegt er með eitt stærsta félag landsins. Liðið fór ekkert sérlega vel af stað í deildinni og fóru af stað orðrómar snemmsumars að starf þjálfarans væri í hættu. Þá hafa Valsmenn sætt gagnrýni eftir að hafa tapað bikarúrslitaleik fyrir Vestra en í þeim leik meiddist markahæsti maður liðsins, Patrick Pedersen, og leiðin legið niður á við. Gengið verið brösugt og Valsmenn farið úr toppsætinu í það að vera við það að missa af Víkingi í toppbaráttunni. Hefur þessi umræða legið á Túfa? „Eina sem hefur legið þungt á mér persónulega er að liðið hefur ekki unnið leiki að undanförnu. Það er þungt fyrir mig að missa menn í meiðsli sem voru geggjaðir. Á þeim tímapunkti var ekkert betra lið á Íslandi en Valur – þegar við vorum með alla okkar leikmenn,“ segir Túfa og bætir við: „Í öllum okkar keppnum höfum við farið alla leið. Við unnum Lengjubikarinn, fórum í úrslit í bikarnum og höfum verið eina liðið að veita Víkingi samkeppni – liði sem hefur tekið yfir íslenskan fótbolta ásamt Breiðabliki. Við erum enn í þeirri baráttu,“ „Ég held að ég sé eini þjálfari í heiminum sem hefur verið í slíkri neikvæðri umræðu hjá fólki sem ég veit ekkert hvað þau vita mikið um fótbolta og lið sem er alltaf að gera sitt besta. Lið með identity sem hefur ekki verið til staðar hjá Val undanfarin ár. Lið sem er á öllum vígstöðum að keppa um fyrsta sæti,“ segir Túfa. Valur Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
„Ég er mjög ánægður og stoltur af liðinu í dag. Leikurinn byrjar í brekku, að lenda undir eftir fjórar mínútur. Það er týpískt fyrir lið sem er búið að eiga í erfiðleikum. Það eina sem ég bað um í dag var að halda í það identity sem við höfum skapað í sumar,“ sagði Túfa í samtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik. Líkt og hann nefnir lentu Valsmenn undir snemma leiks og virtust ekki líklegir til afreka. Liðið hafði tapað fjórum leikjum af sex í aðdragandanum og sjálfstraust manna minna en ella. Áðurnefnd identity, einkenni liðsins, hafi sýnt sig í dag. „Það identity er samstaða, að allir rói í sömu átt af fullum krafti, að mótlæti sé bara hvatning og reyna að spila leikinn þannig. Mér fannst liðið mitt gera það í dag.“ Valsmenn hafa verið mikið milli tannana á fólki í sumar, líkt og eðlilegt er með eitt stærsta félag landsins. Liðið fór ekkert sérlega vel af stað í deildinni og fóru af stað orðrómar snemmsumars að starf þjálfarans væri í hættu. Þá hafa Valsmenn sætt gagnrýni eftir að hafa tapað bikarúrslitaleik fyrir Vestra en í þeim leik meiddist markahæsti maður liðsins, Patrick Pedersen, og leiðin legið niður á við. Gengið verið brösugt og Valsmenn farið úr toppsætinu í það að vera við það að missa af Víkingi í toppbaráttunni. Hefur þessi umræða legið á Túfa? „Eina sem hefur legið þungt á mér persónulega er að liðið hefur ekki unnið leiki að undanförnu. Það er þungt fyrir mig að missa menn í meiðsli sem voru geggjaðir. Á þeim tímapunkti var ekkert betra lið á Íslandi en Valur – þegar við vorum með alla okkar leikmenn,“ segir Túfa og bætir við: „Í öllum okkar keppnum höfum við farið alla leið. Við unnum Lengjubikarinn, fórum í úrslit í bikarnum og höfum verið eina liðið að veita Víkingi samkeppni – liði sem hefur tekið yfir íslenskan fótbolta ásamt Breiðabliki. Við erum enn í þeirri baráttu,“ „Ég held að ég sé eini þjálfari í heiminum sem hefur verið í slíkri neikvæðri umræðu hjá fólki sem ég veit ekkert hvað þau vita mikið um fótbolta og lið sem er alltaf að gera sitt besta. Lið með identity sem hefur ekki verið til staðar hjá Val undanfarin ár. Lið sem er á öllum vígstöðum að keppa um fyrsta sæti,“ segir Túfa.
Valur Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira