Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2025 08:33 Kristín Þórhallsdóttir er margfaldur verðlaunahafi á heims- og Evrópumeistaramótum. @kristin_thorhallsdottir Kristín Þórhallsdóttir varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum um helgina og stimplaði sig aftur inn eftir erfitt og krefjandi ár. Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir) Lyftingar Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir)
Lyftingar Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira