Enski boltinn

Guardiola ætlar að skipu­leggja kvöld­verð með Wenger og Fergu­son

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það væru örugglega margir tilbúnir að borga vel fyrir það að snæða kvöldverð með þem Pep Guardiola, Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger.
Það væru örugglega margir tilbúnir að borga vel fyrir það að snæða kvöldverð með þem Pep Guardiola, Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. EPA/SEBASTIEN NOGIER

Pep Guardiola fagnaði tímamótasigri í ensku úrvalsdeildinni í gær og hann vill halda upp á hann með sérstökum hætti.

Guardiola vann þarna sinn 250. sigur sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni og náði því í leik númer 349.

Goðsagnirnar Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger þurftu báðir meira en fjögur hundruð leiki til þess að ná því.

„Það er heiður fyrir mig að vera í hópi með þeim Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. Ég ætla að bjóða þeim báðum í góðan kvöldverð,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-0 sigur Manchester City á Brentford í gær.

Það væru örugglega margir tilbúnir að borga vel fyrir það að snæða kvöldverð með þem Pep Guardiola, Ferguson og Wenger. Fótboltaumræður þessara þriggja snillinga væru samt eflaust að á allt öðru stigi en þekkist í boltanum.

„Það er mikil ánægja fyrir mig að vera hluti af sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ég er mjög ánægður. Nú er bara að reyna að vinna 250 leiki til viðbótar,“ sagði Guardiola.

Guardiola kom í ensku úrvalsdeildina árið 2016 og á níu árum hefur hann gert City sex sinnum að Englandsmeisturum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×