Enski boltinn

Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bukayo Saka fagnar marki sínu fyrir Arsenal um helgina.
Bukayo Saka fagnar marki sínu fyrir Arsenal um helgina. EPA/TOLGA AKMEN

Heil umferð fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem Arsenal komst á toppinn og Liverpool tapaði öðrum leiknum í röð.

Arsenal tók toppsætið af Liverpool með 2-0 heimasigri á West Ham en Liverpool varð að sætta sig við 2-1 tap á útivelli á móti Chelsea.

Tottenham heldur áfram að gera góða hluti og er í þriðja sætinu með jafnmörg stig og Bournemouth og stigi meira en Manchester City.

Crystal Palace varð aftur á móti að sætta sig við fyrsta tap tímabilsins þegar liðið tapaði á móti Everton. Bikarmeistarar Palace voru síðasta liðið til að tapa leik á tímabilinu.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir það sem gerðist í deildinni um helgina og það á aðeins rétt rúmum fimm mínútum.

Klippa: Sjáðu allt um enska úrvalsdeildina um helgina á fimm mínútum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×