Enn veldur Britney áhyggjum Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2025 13:31 Britney Spears sýndi fylgjendum ýmis dansspor. Tónlistarkonan Britney Spears veldur aðdáendum sínum enn á ný áhyggjum. Nú segist hún hafa dottið niður stiga heima hjá vini sínum og er ekki viss hvort hún sé fótbrotin eða ekki. Eftir að hafa sprottið fram á sjónarsviðið sem barnastjarna hjá Disney og svo orðið stærsta tónlistarkona heims hefur Britney ekki átt sjö dagana sæla. Hún hefur lengi glímt við andleg veikindi, missti forræði yfir báðum sonum sínum og var undir forsjá föður síns, Jamie Spears, í þrettán ár. Eftir áralangar deilur við föður sinn fyrir dómstólum öðlaðist Britney loksins forræði yfir eigin fjármálum. Síðan þá hefur fólk hins vegar haft töluverðar áhyggjur af söngkonunni vegna furðulegrar hegðunar hennar á samfélagsmiðlum.. Ýmsar samsæriskenningar skutu upp kollinum í tengslum við hegðun Britney. Ein útbreidd kenning sem fór í dreifingu árið 2022 gekk út á að Britney væri í raun lokuð inni á geðdeild og að þáverandi eiginmaður hennar, Sam Asghari, væri með Britney-staðgengil sem kæmi fram á samfélagsmiðlum. Auðvitað er það algjört bull en er þó til marks um hversu undarleg hegðun söngkonunnar er orðin (og hvað fólk á netinu getur verið ruglað). Síðan þá hefur Britney skilið við eiginmann sinn, gefið út The Woman in Me, sína aðra ævisögu og býr nú ein í Thousand Oaks í Kaliforníu. Hún er þó eiginlega alveg hætt að gefa út tónlist.Sjá einnig: Britney hafi haldið framhjá með starfsmanni Fréttir og sögusagnir af versnandi ástandi Spears hafa þó haldið áfram að berast, nektarmyndir sem hún birti á Instagram ullu fjaðrafoki fyrir ekki svo löngu og einnig mynd sem hún birti af sér haldandi á hnífum. Nýverið hafði Daily Mail eftir heimildarmanni sínum að vinir og vandamenn söngkonunnar hefðu mikla áhyggjur, heimili hennar væri grútskítugt og allt í hundaskít. Dansandi marin með sárabindi Britney birti í gær myndband á Instagram af sér að dansa í gegnsæjum bleikum kjól með sáraumbúðir á hægra hné sínu. Jafnframt mátti sjá marbletti á báðum handleggjum hennar. „Strákarnir mínir þurftu að fara og snúa aftur til Maui... þetta er leið mín til að tjá mig og biðja gegnum list... faðir vor á himnum... ég þarf ekki umhyggjusemi eða vorkunn, ég vil bara vera góð kona og vera betri... og ég fæ mikinn stuðning, svo eigið frábæran dag!!!“ skrifaði hún við færsluna. „Psss ég datt niður stiga heima hjá vini... það var hræðilegt...“ sagði einnig í færslunni. Jafnframt sagðist hún ekki viss hvort hún væri fótbrotin og notaði orðalagið „it snaps out now and then“ sem er erfitt að skilja öðruvísi en að hún hafi hrökkið nokkrum sinnum úr lið. Miðað við hvað hún gat hreyft sig þægilega án þess að haltra virðist þó sem hún sé ekki brotin. View this post on Instagram A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears) Hollywood Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Hætti með Britney í textaskilaboðum Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. 24. október 2023 11:24 Britney greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. Athæfið vakti heimsathygli en söngkonan segir nú í væntanlegri ævisögu sinni að það hafi verið sín viðbrögð við ofsafengnum útlitskröfum. 17. október 2023 16:31 Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. 8. júlí 2023 08:49 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Eftir að hafa sprottið fram á sjónarsviðið sem barnastjarna hjá Disney og svo orðið stærsta tónlistarkona heims hefur Britney ekki átt sjö dagana sæla. Hún hefur lengi glímt við andleg veikindi, missti forræði yfir báðum sonum sínum og var undir forsjá föður síns, Jamie Spears, í þrettán ár. Eftir áralangar deilur við föður sinn fyrir dómstólum öðlaðist Britney loksins forræði yfir eigin fjármálum. Síðan þá hefur fólk hins vegar haft töluverðar áhyggjur af söngkonunni vegna furðulegrar hegðunar hennar á samfélagsmiðlum.. Ýmsar samsæriskenningar skutu upp kollinum í tengslum við hegðun Britney. Ein útbreidd kenning sem fór í dreifingu árið 2022 gekk út á að Britney væri í raun lokuð inni á geðdeild og að þáverandi eiginmaður hennar, Sam Asghari, væri með Britney-staðgengil sem kæmi fram á samfélagsmiðlum. Auðvitað er það algjört bull en er þó til marks um hversu undarleg hegðun söngkonunnar er orðin (og hvað fólk á netinu getur verið ruglað). Síðan þá hefur Britney skilið við eiginmann sinn, gefið út The Woman in Me, sína aðra ævisögu og býr nú ein í Thousand Oaks í Kaliforníu. Hún er þó eiginlega alveg hætt að gefa út tónlist.Sjá einnig: Britney hafi haldið framhjá með starfsmanni Fréttir og sögusagnir af versnandi ástandi Spears hafa þó haldið áfram að berast, nektarmyndir sem hún birti á Instagram ullu fjaðrafoki fyrir ekki svo löngu og einnig mynd sem hún birti af sér haldandi á hnífum. Nýverið hafði Daily Mail eftir heimildarmanni sínum að vinir og vandamenn söngkonunnar hefðu mikla áhyggjur, heimili hennar væri grútskítugt og allt í hundaskít. Dansandi marin með sárabindi Britney birti í gær myndband á Instagram af sér að dansa í gegnsæjum bleikum kjól með sáraumbúðir á hægra hné sínu. Jafnframt mátti sjá marbletti á báðum handleggjum hennar. „Strákarnir mínir þurftu að fara og snúa aftur til Maui... þetta er leið mín til að tjá mig og biðja gegnum list... faðir vor á himnum... ég þarf ekki umhyggjusemi eða vorkunn, ég vil bara vera góð kona og vera betri... og ég fæ mikinn stuðning, svo eigið frábæran dag!!!“ skrifaði hún við færsluna. „Psss ég datt niður stiga heima hjá vini... það var hræðilegt...“ sagði einnig í færslunni. Jafnframt sagðist hún ekki viss hvort hún væri fótbrotin og notaði orðalagið „it snaps out now and then“ sem er erfitt að skilja öðruvísi en að hún hafi hrökkið nokkrum sinnum úr lið. Miðað við hvað hún gat hreyft sig þægilega án þess að haltra virðist þó sem hún sé ekki brotin. View this post on Instagram A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears)
Hollywood Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Hætti með Britney í textaskilaboðum Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. 24. október 2023 11:24 Britney greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. Athæfið vakti heimsathygli en söngkonan segir nú í væntanlegri ævisögu sinni að það hafi verið sín viðbrögð við ofsafengnum útlitskröfum. 17. október 2023 16:31 Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. 8. júlí 2023 08:49 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Hætti með Britney í textaskilaboðum Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. 24. október 2023 11:24
Britney greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. Athæfið vakti heimsathygli en söngkonan segir nú í væntanlegri ævisögu sinni að það hafi verið sín viðbrögð við ofsafengnum útlitskröfum. 17. október 2023 16:31
Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. 8. júlí 2023 08:49
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein