Lífið

Herra stal hundinum hennar Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlægja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sunneva trúði varla eigin augum.
Sunneva trúði varla eigin augum.

Í fyrsta þættinum af nýrri þáttaröð af Bannað að hlægja börðust þau Patrekur Jaime, Herra Hnetusmjör, Sunneva Einars og tvíhöfðabræðurnir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans.

Eitt af því sem gestirnir átti að gera var að koma með hlut að heima til að sýna gestum matarboðsins.

Herra Hnetusmjör kom með nokkuð frumlegan hlut. Hann stal hundinum hennar Sunnevu og mættu óvænt með hann í matarboðið, og urðu viðbrögð hennar spaugileg eins og sjá má her að neðan.

Þetta er önnur þáttaröðinni af Bannað að hlægja en þættirnir eru í umsjón Auðuns Blöndal. Reglurnar eru einfaldar, en það er einfaldlega bannað að hlægja en þátttakendur eiga aftur á móti að reyna fá sessunauta sína til að hlægja.

Klippa: Herra stal hundinum hennar Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlægja





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.