Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Árni Sæberg skrifar 6. október 2025 12:21 Sigfús Aðalsteinsson fer fyrir samtökunum Ísland, þvert á flokka. Vísir Nýr stjórnmálaflokkur, Okkar borg – Þvert á flokka, hefur boðað framboð í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Forsvarsmaður flokksins hefur staðið fyrir umdeildum mótmælum gegn útlendingastefnu stjórnvalda. Í fréttatilkynningu, sem Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður Íslands, þvert á flokka, sendir, segir að undanfarið hafi fjölmargar áskoranir borist til forsvarsmanna félagsskaparins um að stofna stjórnmálaflokk, sem hafi að markmiði gagngerar breytingar á hælisleitendamálum og leggi áherslu á að tekið sé mark á vilja borgarbúa. „Krafan hefur verið skýr: að taka þessi mál föstum tökum og af alvöru.“ Reykjavíkurborg sé stór og mikilvæg breyta í málaflokknum, auk annarra mála sem þar séu í algjörum ólestri. Af þeim ástæðum hafi þeir tekið ákvörðun um að verða við þessari beiðni og bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Hér að neðan má sjá stefnuskrá flokksins: 160 meðmæli til að bjóða fram í Reykjavík Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga þann 16. maí næstkomandi. Til að bjóða fram þarf að skila inn framboðslista til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins fyrir klukkan 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, þ.e. 10. apríl. Gögn sem þarf að skila með framboði: Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna. Framboðslisti, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð. Tiltaka þarf nafn frambjóðenda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti. Frambjóðendur þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Á framboðslistum þurfa að vera a.m.k. jafn mörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn og ekki fleiri en tvöföld sú tala. Í Reykjavík eru þetta því að lágmarki 23 og að hámarki 46. Upplýsingar um umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra. Meðmæli frá kjósendum í sveitarfélaginu. Í mörgum sveitarfélögum verður rafræn meðmælasöfnun í boði. Lágmarksfjöldi meðmælenda er: í sveitarfélagi með 101–500 íbúa 10 meðmælendur, í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa 20 meðmælendur, í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa 40 meðmælendur, í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur, í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur. Hámarkstala er tvöföld tilskilin lágmarkstala, þ.e. 320 meðmælendur í Reykjavík. Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Í fréttatilkynningu, sem Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður Íslands, þvert á flokka, sendir, segir að undanfarið hafi fjölmargar áskoranir borist til forsvarsmanna félagsskaparins um að stofna stjórnmálaflokk, sem hafi að markmiði gagngerar breytingar á hælisleitendamálum og leggi áherslu á að tekið sé mark á vilja borgarbúa. „Krafan hefur verið skýr: að taka þessi mál föstum tökum og af alvöru.“ Reykjavíkurborg sé stór og mikilvæg breyta í málaflokknum, auk annarra mála sem þar séu í algjörum ólestri. Af þeim ástæðum hafi þeir tekið ákvörðun um að verða við þessari beiðni og bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Hér að neðan má sjá stefnuskrá flokksins: 160 meðmæli til að bjóða fram í Reykjavík Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga þann 16. maí næstkomandi. Til að bjóða fram þarf að skila inn framboðslista til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins fyrir klukkan 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, þ.e. 10. apríl. Gögn sem þarf að skila með framboði: Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna. Framboðslisti, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð. Tiltaka þarf nafn frambjóðenda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti. Frambjóðendur þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Á framboðslistum þurfa að vera a.m.k. jafn mörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn og ekki fleiri en tvöföld sú tala. Í Reykjavík eru þetta því að lágmarki 23 og að hámarki 46. Upplýsingar um umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra. Meðmæli frá kjósendum í sveitarfélaginu. Í mörgum sveitarfélögum verður rafræn meðmælasöfnun í boði. Lágmarksfjöldi meðmælenda er: í sveitarfélagi með 101–500 íbúa 10 meðmælendur, í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa 20 meðmælendur, í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa 40 meðmælendur, í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur, í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur. Hámarkstala er tvöföld tilskilin lágmarkstala, þ.e. 320 meðmælendur í Reykjavík.
Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira