Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Árni Sæberg skrifar 6. október 2025 12:21 Sigfús Aðalsteinsson fer fyrir samtökunum Ísland, þvert á flokka. Vísir Nýr stjórnmálaflokkur, Okkar borg – Þvert á flokka, hefur boðað framboð í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Forsvarsmaður flokksins hefur staðið fyrir umdeildum mótmælum gegn útlendingastefnu stjórnvalda. Í fréttatilkynningu, sem Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður Íslands, þvert á flokka, sendir, segir að undanfarið hafi fjölmargar áskoranir borist til forsvarsmanna félagsskaparins um að stofna stjórnmálaflokk, sem hafi að markmiði gagngerar breytingar á hælisleitendamálum og leggi áherslu á að tekið sé mark á vilja borgarbúa. „Krafan hefur verið skýr: að taka þessi mál föstum tökum og af alvöru.“ Reykjavíkurborg sé stór og mikilvæg breyta í málaflokknum, auk annarra mála sem þar séu í algjörum ólestri. Af þeim ástæðum hafi þeir tekið ákvörðun um að verða við þessari beiðni og bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Hér að neðan má sjá stefnuskrá flokksins: 160 meðmæli til að bjóða fram í Reykjavík Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga þann 16. maí næstkomandi. Til að bjóða fram þarf að skila inn framboðslista til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins fyrir klukkan 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, þ.e. 10. apríl. Gögn sem þarf að skila með framboði: Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna. Framboðslisti, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð. Tiltaka þarf nafn frambjóðenda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti. Frambjóðendur þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Á framboðslistum þurfa að vera a.m.k. jafn mörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn og ekki fleiri en tvöföld sú tala. Í Reykjavík eru þetta því að lágmarki 23 og að hámarki 46. Upplýsingar um umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra. Meðmæli frá kjósendum í sveitarfélaginu. Í mörgum sveitarfélögum verður rafræn meðmælasöfnun í boði. Lágmarksfjöldi meðmælenda er: í sveitarfélagi með 101–500 íbúa 10 meðmælendur, í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa 20 meðmælendur, í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa 40 meðmælendur, í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur, í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur. Hámarkstala er tvöföld tilskilin lágmarkstala, þ.e. 320 meðmælendur í Reykjavík. Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Í fréttatilkynningu, sem Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður Íslands, þvert á flokka, sendir, segir að undanfarið hafi fjölmargar áskoranir borist til forsvarsmanna félagsskaparins um að stofna stjórnmálaflokk, sem hafi að markmiði gagngerar breytingar á hælisleitendamálum og leggi áherslu á að tekið sé mark á vilja borgarbúa. „Krafan hefur verið skýr: að taka þessi mál föstum tökum og af alvöru.“ Reykjavíkurborg sé stór og mikilvæg breyta í málaflokknum, auk annarra mála sem þar séu í algjörum ólestri. Af þeim ástæðum hafi þeir tekið ákvörðun um að verða við þessari beiðni og bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Hér að neðan má sjá stefnuskrá flokksins: 160 meðmæli til að bjóða fram í Reykjavík Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga þann 16. maí næstkomandi. Til að bjóða fram þarf að skila inn framboðslista til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins fyrir klukkan 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, þ.e. 10. apríl. Gögn sem þarf að skila með framboði: Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna. Framboðslisti, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð. Tiltaka þarf nafn frambjóðenda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti. Frambjóðendur þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Á framboðslistum þurfa að vera a.m.k. jafn mörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn og ekki fleiri en tvöföld sú tala. Í Reykjavík eru þetta því að lágmarki 23 og að hámarki 46. Upplýsingar um umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra. Meðmæli frá kjósendum í sveitarfélaginu. Í mörgum sveitarfélögum verður rafræn meðmælasöfnun í boði. Lágmarksfjöldi meðmælenda er: í sveitarfélagi með 101–500 íbúa 10 meðmælendur, í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa 20 meðmælendur, í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa 40 meðmælendur, í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur, í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur. Hámarkstala er tvöföld tilskilin lágmarkstala, þ.e. 320 meðmælendur í Reykjavík.
Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira