Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2025 20:16 „Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“ Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira