„Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Kári Mímisson skrifar 6. október 2025 22:29 Tindastóll vann fyrsta deildarleikinn undir stjórn Arnars Guðjónssonar. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum sáttur með sigur liðsins gegn Val á Hlíðarenda nú í kvöld. Leikurinn var afar spennandi en úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Dedrick Basile skoraði sigurkörfuna. „Það er gott að byrja þetta á sigri. Það er mikilvægt að byrja mótið vel og ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar strax að leik loknum. Spurður að því hvað svona sigur gefi liðinu aukalega segir Arnar það vissulega gefa trú á verkefnið en á sama tíma þá þurfi liðið að halda áfram að bæta sig burt séð frá sigrinum í kvöld. „Það gefur okkur trú að við getum unnið leiki þegar þeir eru jafnir og að við getum haldið áfram að sýna góða frammistöðu, það er ákveðinn lærdómur í því. Svo er það nú bara þannig að við þurfum að vakna á morgun og halda áfram að verða betri alveg sama hvort við höfum hitt hérna í lokin eða ekki.“ Tindastóll náði frábærum kafla í fyrri hálfleik sem gaf liðinu mest 17 stiga forystu en heimamenn í Val tókst að jafna leikinn hægt og bítandi en Tindastóll hafði rúmlega sex sekúndur til að skora þessa sigurkörfu hér undir lok leiksins. Hvað er það sem gerist hér í seinni hálfleik? „Þeir læstu okkur svolítið varnarlega og á sama tíma náðum við ekki að hreyfa boltann nógu vel. Undir lokinn eru þeir eiginlega aðeins á vítalínunni og við það verður leikurinn rosalega hægur og við náum ekki að skora í bakið á þeim ásamt því að þeir fengu rosalega mikið af sóknarfráköstum á þessum tíma. Það að við séum að spila við lið sem er annálað fyrir að leika góðan varnarleik, tekst ekki að ná nógu mörgum fráköstum og svo að þeir voru að skjóta úr einhverjum 40 vítum eða eitthvað gerði þetta aðeins erfiðar fyrir okkur í seinni hálfleik.“ Eftir að hafa látið fara hægt um sig var Dedrick Basile stórkostlegur í fjórða leikhlutanum og gerði 15 stig. Hvernig metur þú frammistöðu hans hér undir lokin? „Hann gerði vel. Við náðum að opna vel fyrir hann með einhverjum hlutum hér undir lokin. Hann gerði svo sitt enda þurftum við á honum að halda hér í kvöld.“ Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
„Það er gott að byrja þetta á sigri. Það er mikilvægt að byrja mótið vel og ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar strax að leik loknum. Spurður að því hvað svona sigur gefi liðinu aukalega segir Arnar það vissulega gefa trú á verkefnið en á sama tíma þá þurfi liðið að halda áfram að bæta sig burt séð frá sigrinum í kvöld. „Það gefur okkur trú að við getum unnið leiki þegar þeir eru jafnir og að við getum haldið áfram að sýna góða frammistöðu, það er ákveðinn lærdómur í því. Svo er það nú bara þannig að við þurfum að vakna á morgun og halda áfram að verða betri alveg sama hvort við höfum hitt hérna í lokin eða ekki.“ Tindastóll náði frábærum kafla í fyrri hálfleik sem gaf liðinu mest 17 stiga forystu en heimamenn í Val tókst að jafna leikinn hægt og bítandi en Tindastóll hafði rúmlega sex sekúndur til að skora þessa sigurkörfu hér undir lok leiksins. Hvað er það sem gerist hér í seinni hálfleik? „Þeir læstu okkur svolítið varnarlega og á sama tíma náðum við ekki að hreyfa boltann nógu vel. Undir lokinn eru þeir eiginlega aðeins á vítalínunni og við það verður leikurinn rosalega hægur og við náum ekki að skora í bakið á þeim ásamt því að þeir fengu rosalega mikið af sóknarfráköstum á þessum tíma. Það að við séum að spila við lið sem er annálað fyrir að leika góðan varnarleik, tekst ekki að ná nógu mörgum fráköstum og svo að þeir voru að skjóta úr einhverjum 40 vítum eða eitthvað gerði þetta aðeins erfiðar fyrir okkur í seinni hálfleik.“ Eftir að hafa látið fara hægt um sig var Dedrick Basile stórkostlegur í fjórða leikhlutanum og gerði 15 stig. Hvernig metur þú frammistöðu hans hér undir lokin? „Hann gerði vel. Við náðum að opna vel fyrir hann með einhverjum hlutum hér undir lokin. Hann gerði svo sitt enda þurftum við á honum að halda hér í kvöld.“
Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira