Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 12:03 Manuel Akanji og Erling Haaland með Meisataradeildarbikarinn. Getty/Tom Flathers Knattspyrnusamband Evrópu hafnar þeim fréttum að breyta eigi Meistaradeildinni á ný í næstu framtíð eftir viðræður á milli yfirstjórnar evrópskrar knattspyrnu og Ofurdeildarinnar þar sem breytingar á keppninni voru ræddar. Um helgina sagði spænska blaðið Mundo Deportivo frá því að á undanförnum mánuðum hefði UEFA fundað nokkrum sinnum með A22, fyrirtækinu á bak við Ofurdeildarverkefnið, og fulltrúum Real Madrid og Barcelona. Á fundunum hefðu verið ræddar mögulegar umbætur til að færa Meistaradeildina nær ofurdeildarlíkaninu, þar á meðal fleiri leikir milli „stórra“ félaga og að leikir væru í opinni dagskrá. Á mánudag staðfesti heimildarmaður náinn í ofurdeildarverkefninu við ESPN að viðræður hefðu átt sér stað við UEFA. „Við getum staðfest fréttir um að [aðalritari UEFA] Theodore Theodoridis hafi fundað með [meðstofnanda A22] hr. Anas Laghrari nokkrum sinnum,“ sagði UEFA í yfirlýsingu til ESPN.„Þessir fundir fóru fram á opinberum vettvangi og allar fullyrðingar um að þeir hafi verið „leynilegir“ eru algjörlega rangar. Engar formlegar niðurstöður komu út úr þessum samtölum. Við ítrekum afdráttarlaust að engin áform eru um að breyta fyrirkomulagi Meistaradeildar UEFA.“ Núverandi fyrirkomulag Meistaradeildarinnar var tekið upp fyrir tímabilið 2024-25, þegar gamla riðlakeppnin var lögð af og deildarkeppni tekin upp með 36 liðum. Á laugardag greindi Mundo Deportivo frá því að eftir röð funda með UEFA á undanförnum mánuðum væri Ofurdeildin nú að leggja til málamiðlun, með breytingum á Meistaradeildinni frá 2027. Keppnin myndi halda nafninu „Meistaradeildin“, að því er fram kemur í fréttinni, og þeim 36 liðum sem taka þátt yrði skipt í tvo riðla samkvæmt styrkleikaröðun UEFA fyrir deildarkeppnina, sem tryggir fleiri viðureignir milli efstu liða. Samkvæmt svari UEFA eru engar slíkar breytingar í farvatninu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Um helgina sagði spænska blaðið Mundo Deportivo frá því að á undanförnum mánuðum hefði UEFA fundað nokkrum sinnum með A22, fyrirtækinu á bak við Ofurdeildarverkefnið, og fulltrúum Real Madrid og Barcelona. Á fundunum hefðu verið ræddar mögulegar umbætur til að færa Meistaradeildina nær ofurdeildarlíkaninu, þar á meðal fleiri leikir milli „stórra“ félaga og að leikir væru í opinni dagskrá. Á mánudag staðfesti heimildarmaður náinn í ofurdeildarverkefninu við ESPN að viðræður hefðu átt sér stað við UEFA. „Við getum staðfest fréttir um að [aðalritari UEFA] Theodore Theodoridis hafi fundað með [meðstofnanda A22] hr. Anas Laghrari nokkrum sinnum,“ sagði UEFA í yfirlýsingu til ESPN.„Þessir fundir fóru fram á opinberum vettvangi og allar fullyrðingar um að þeir hafi verið „leynilegir“ eru algjörlega rangar. Engar formlegar niðurstöður komu út úr þessum samtölum. Við ítrekum afdráttarlaust að engin áform eru um að breyta fyrirkomulagi Meistaradeildar UEFA.“ Núverandi fyrirkomulag Meistaradeildarinnar var tekið upp fyrir tímabilið 2024-25, þegar gamla riðlakeppnin var lögð af og deildarkeppni tekin upp með 36 liðum. Á laugardag greindi Mundo Deportivo frá því að eftir röð funda með UEFA á undanförnum mánuðum væri Ofurdeildin nú að leggja til málamiðlun, með breytingum á Meistaradeildinni frá 2027. Keppnin myndi halda nafninu „Meistaradeildin“, að því er fram kemur í fréttinni, og þeim 36 liðum sem taka þátt yrði skipt í tvo riðla samkvæmt styrkleikaröðun UEFA fyrir deildarkeppnina, sem tryggir fleiri viðureignir milli efstu liða. Samkvæmt svari UEFA eru engar slíkar breytingar í farvatninu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira