Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Orkusalan 8. október 2025 08:45 Sigtryggur Kristjánsson og Pálmi Sigurðsson, stöðvarstjórar í Skeiðsfossvirkjun og Lagarfossvirkjun. Orkusalan Orkusalan var í afmælisskapi í sumar en tvær af virkjunum hennar stóðu á tímamótum, annars vegar fyrir norðan í Skeiðsfossvirkjun í Fljótum sem starfað hefur í 80 ár og hins vegar fyrir austan í Lagarfossvirkjun á Fljótsdalshéraði sem fyllir 50 ára sögu. Fullt var úr dyrum í báðum afmælum sem haldin voru fyrir norðan í tengslum við Síldarævintýrið um verslunarmannahelgina og hins vegar fyrir austan á Ormsteiti aðra helgina í september. Þessir viðburðir sýndu að virkjanirnar eru meira en túrbínur, vatnsstraumar og lón, þær eru hluti af sögu og hjarta svæðanna. Skeiðsfossvirkjun, knúin af krafti Fljótaár, var lykilstoð í þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem fylgdi síldarævintýrinu á Siglufirði eftir 1945. Hún tryggði rafmagn til verksmiðja, heimila og fyrirtækja og lagði grunn að því samfélagi sem þá byggðist upp. Á Austurlandi á sjöunda áratugnum var raforka að mestu framleidd með dísilvélum. Rekstur þeirra var bæði dýr og mengandi, og eftirspurn eftir öruggari og hagkvæmari orku orðin mikil. Með byggingu Lagarfossvirkjunar, sem var formlega opnuð 1975, var stigið mikilvægt skref í átt að sjálfbærri raforkuframleiðslu fyrir heimilin og atvinnulífið á svæðinu. Séð yfir fallegt umhverfi virkjunarsvæðisins við Lagarfljótið á Austurlandi. Orkusalan Við tókum þá Pálma Sigurðsson, stöðvarstjóra Lagarfossvirkjunar, og Sigtrygg Kristjánsson, stöðvarstjóra Skeiðsfossvirkjunar tali og fengum innsýn í virkjanalífið. Nú eru þetta mikil tímamót, hvaða þýðingu höfðu þessar virkjanir fyrir svæðin á sínum tíma? „Þegar Skeiðsfossvirkjun fór í gang 1945 voru það mikil tímamót," segir Sigtryggur. „Hún tryggði rafmagn til síldarbræðslunnar á Siglufirði og heimilanna í Fljótunum. Það má segja að hún hafi verið forsenda þess að byggðin gæti dafnað og tekið þátt í uppgangi síldaráranna," bætir hann við. „Lagarfossvirkjun tók til starfa árið 1975 og var fyrsta stórvirkjunin á Austurlandi," segir Pálmi. „Hún færði svæðinu stöðugt orkuöryggi og skapaði grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs og daglegt líf heimilanna. Hún var mikilvæg stoð í því að Austurland gæti staðið jafnfætis öðrum landsvæðum.“ Stíflan í SkeiðsfossvirkjunOrkusalan Hvað eru þetta stórar virkjanir og hvað geta þær knúið mörg heimili sem dæmi? „Lagarfossvirkjun er 27 MW og getur knúið um 14.000 heimili. Hún er því stór og burðarmikil virkjun á landsvísu," segir Pálmi. „Skeiðsfossvirkjun er minni, um 5 MW, en getur engu að síður knúið um 2.500 heimili. Þannig séð er hún stór á sínu svæði og hefur veitt byggðinni mikinn stöðugleika," segir Sigtryggur. Margt um manninn í 50 ára afmæli Lagarfossvirkjunar nýverið Orkusalan Nú var fullt út úr dyrum á báðum viðburðum, virkjanirnar hljóta að hafa ákveðinn sess í hjarta fólks á svæðinu? „Já algjörlega, stemningin var frábær," segir Sigtryggur. „Fólk tengir virkjunina beint við eigin sögu, hvort sem það er vegna fjölskyldna sem unnu þar eða vegna þess að hún hefur verið hluti af daglegu lífi í áratugi. Saga síldarvinnslunnar á Siglufirði er algjörlega samofin tilkomu virkjunarinnar og þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem var á svæðinu, sem allir þekkja. Þetta auðvitað fylgir fólki og eldri kynslóðin sem man tímana tvenna tengir enn við þessa sögu með stolti," segir hann og Pálmi tekur í sama streng. „Fólk var forvitið og ánægt að sjá virkjunina. Það var greinilegt að virkjunin á stóran sess í hugum Austfirðinga. Hingað mættu sem dæmi góðkunningjar virkjunarinnar sem annað hvort byggðu hana eða hafa starfað við hana í gegnum tíðina. Við settum t.a.m. upp myndasýningu af starfsemi hennar og uppbyggingu undanfarna áratugi sem vakti mjög mikla lukku hjá eldri kynslóðinni. Svo var auðvitað gaman að mikið af yngra fólki og foreldrum af svæðinu mætti til að fræðast, krakkarnir höfðu gaman af hoppuköstulum sem við settum upp og allir voru glaðir að fá pylsu, köku og kaffi,“ segir Pálmi. Auk þessara tveggja virkjana – hvað rekur Orkusalan margar virkjanir og hversu stórar eru þær? Hve mörg heimili geta þær knúið? „Orkusalan rekur alls sex vatnsaflsvirkjanir," útskýrir Pálmi. „Auk framangreindra tveggja rekum við, fyrir austan Grímsárvirkjun, Búðarárvirkjun, Smyrlabjargaárvirkjun og fyrir vestan Rjúkandavirkjun á Snæfellsnesi. Þær eru samanlagt um 38 MW og geta framleitt rafmagn sem nægir fyrir um 24.000 heimili. Þetta sýnir að við höfum bæði smærri og stærri virkjanir sem tryggja fjölbreytta orkuöflun.“ Gestir 80 ára afmælisins í Skeiðsfossvirkjun biðu í röðum eftir að fá að skoða virkjuninaOrkusalan En aðeins á persónulegri nótum, nú eru ákveðin fjölskyldubönd í kringum þessar virkjanir. Þið hafið alist upp með þeim og unnið í tengslum við þær mest alla ævi ekki satt? „Ég er fæddur og uppalinn á Skeiðsfossi, sonur Kristjáns Sigtryggssonar sem sinnti stöðvarstjórn þar í áratugi. Ég bý hér við virkjunina með Katrínu eiginkonu minni, þremur börnum og tveimur hundum. Það er dásamlegt að búa með fjölskyldu hér," segir Sigtryggur og Pálmi segir það sama eiga við um hann. „Það sama gildir í raun um mig, faðir minn Sigurður Óttar Jónsson vann lengst af hjá Rarik og var ráðinn stöðvarstjóri í Lagarfossvirkjun 1986, þannig að ég og bróðir minn Óttar Fjölnir Sigurðsson, sem er líka starfsmaður Orkusölunnar, vorum viðloðandi Lagarfoss allar götur síðan, amk um helgar og á sumrin. Lolli (Þórhallur Ásmundsson) fær svo að fljóta með okkur bræðrum,” segir Pálmi í gamansömum tón. „Það fylgir því ákveðið stolt að sjá virkjunina standa sterka í dag og vita að maður hefur átt þátt í því.” Bræðurnir Pálmi og Fjölnir ásamt föður þeirra Sigurði Óttari sem stýrði virkjuninni um árabil, eða þangað til Pálmi tók við keflinu af föður sínumOrkusalan Hvað ber framtíðin síðan í skauti sér, hver verður þróun þessara virkjana og mikilvægi þeirra næstu árin og áratugina að ykkar mati? „Eins og staðan er núna er verið að undirbúa aðra vatnsaflsvirkjun við Lagarfoss og nýta umframrennsli sem fer í sjóinn í dag til að auka afl virkjunarinnar," útskýrir Pálmi. „Hugmyndin er talin raunhæf og gæti aukið heildarafl töluvert. Þetta myndi auka framleiðslugetu og styrkja orkukerfið til framtíðar.“ Sigtryggur segir einnig frekari þróun framundan fyrir Austan. „Við höfum uppfært stýrikerfið í Skeiðsfossi og styrkt sjálfbærni hennar. Þróunin mun áfram snúast um nýtingu, sjálfvirkni og viðhald, svo virkjunin verði áfram traust uppspretta orku," segir hann. Þannig að það er ekkert nema stanslaust stuð framundan í Skeiðsfossvirkjun og Lagarfossvirkjun? „Það þýðir nú lítið annað! Það verður að vera gaman í vinnunni og mikilvægt að halda uppi stuðinu, sem er jú það sem Orkusalan færir landsmönnum,” segir Sigtryggur að lokum eiturhress! Orkumál Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Fullt var úr dyrum í báðum afmælum sem haldin voru fyrir norðan í tengslum við Síldarævintýrið um verslunarmannahelgina og hins vegar fyrir austan á Ormsteiti aðra helgina í september. Þessir viðburðir sýndu að virkjanirnar eru meira en túrbínur, vatnsstraumar og lón, þær eru hluti af sögu og hjarta svæðanna. Skeiðsfossvirkjun, knúin af krafti Fljótaár, var lykilstoð í þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem fylgdi síldarævintýrinu á Siglufirði eftir 1945. Hún tryggði rafmagn til verksmiðja, heimila og fyrirtækja og lagði grunn að því samfélagi sem þá byggðist upp. Á Austurlandi á sjöunda áratugnum var raforka að mestu framleidd með dísilvélum. Rekstur þeirra var bæði dýr og mengandi, og eftirspurn eftir öruggari og hagkvæmari orku orðin mikil. Með byggingu Lagarfossvirkjunar, sem var formlega opnuð 1975, var stigið mikilvægt skref í átt að sjálfbærri raforkuframleiðslu fyrir heimilin og atvinnulífið á svæðinu. Séð yfir fallegt umhverfi virkjunarsvæðisins við Lagarfljótið á Austurlandi. Orkusalan Við tókum þá Pálma Sigurðsson, stöðvarstjóra Lagarfossvirkjunar, og Sigtrygg Kristjánsson, stöðvarstjóra Skeiðsfossvirkjunar tali og fengum innsýn í virkjanalífið. Nú eru þetta mikil tímamót, hvaða þýðingu höfðu þessar virkjanir fyrir svæðin á sínum tíma? „Þegar Skeiðsfossvirkjun fór í gang 1945 voru það mikil tímamót," segir Sigtryggur. „Hún tryggði rafmagn til síldarbræðslunnar á Siglufirði og heimilanna í Fljótunum. Það má segja að hún hafi verið forsenda þess að byggðin gæti dafnað og tekið þátt í uppgangi síldaráranna," bætir hann við. „Lagarfossvirkjun tók til starfa árið 1975 og var fyrsta stórvirkjunin á Austurlandi," segir Pálmi. „Hún færði svæðinu stöðugt orkuöryggi og skapaði grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs og daglegt líf heimilanna. Hún var mikilvæg stoð í því að Austurland gæti staðið jafnfætis öðrum landsvæðum.“ Stíflan í SkeiðsfossvirkjunOrkusalan Hvað eru þetta stórar virkjanir og hvað geta þær knúið mörg heimili sem dæmi? „Lagarfossvirkjun er 27 MW og getur knúið um 14.000 heimili. Hún er því stór og burðarmikil virkjun á landsvísu," segir Pálmi. „Skeiðsfossvirkjun er minni, um 5 MW, en getur engu að síður knúið um 2.500 heimili. Þannig séð er hún stór á sínu svæði og hefur veitt byggðinni mikinn stöðugleika," segir Sigtryggur. Margt um manninn í 50 ára afmæli Lagarfossvirkjunar nýverið Orkusalan Nú var fullt út úr dyrum á báðum viðburðum, virkjanirnar hljóta að hafa ákveðinn sess í hjarta fólks á svæðinu? „Já algjörlega, stemningin var frábær," segir Sigtryggur. „Fólk tengir virkjunina beint við eigin sögu, hvort sem það er vegna fjölskyldna sem unnu þar eða vegna þess að hún hefur verið hluti af daglegu lífi í áratugi. Saga síldarvinnslunnar á Siglufirði er algjörlega samofin tilkomu virkjunarinnar og þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem var á svæðinu, sem allir þekkja. Þetta auðvitað fylgir fólki og eldri kynslóðin sem man tímana tvenna tengir enn við þessa sögu með stolti," segir hann og Pálmi tekur í sama streng. „Fólk var forvitið og ánægt að sjá virkjunina. Það var greinilegt að virkjunin á stóran sess í hugum Austfirðinga. Hingað mættu sem dæmi góðkunningjar virkjunarinnar sem annað hvort byggðu hana eða hafa starfað við hana í gegnum tíðina. Við settum t.a.m. upp myndasýningu af starfsemi hennar og uppbyggingu undanfarna áratugi sem vakti mjög mikla lukku hjá eldri kynslóðinni. Svo var auðvitað gaman að mikið af yngra fólki og foreldrum af svæðinu mætti til að fræðast, krakkarnir höfðu gaman af hoppuköstulum sem við settum upp og allir voru glaðir að fá pylsu, köku og kaffi,“ segir Pálmi. Auk þessara tveggja virkjana – hvað rekur Orkusalan margar virkjanir og hversu stórar eru þær? Hve mörg heimili geta þær knúið? „Orkusalan rekur alls sex vatnsaflsvirkjanir," útskýrir Pálmi. „Auk framangreindra tveggja rekum við, fyrir austan Grímsárvirkjun, Búðarárvirkjun, Smyrlabjargaárvirkjun og fyrir vestan Rjúkandavirkjun á Snæfellsnesi. Þær eru samanlagt um 38 MW og geta framleitt rafmagn sem nægir fyrir um 24.000 heimili. Þetta sýnir að við höfum bæði smærri og stærri virkjanir sem tryggja fjölbreytta orkuöflun.“ Gestir 80 ára afmælisins í Skeiðsfossvirkjun biðu í röðum eftir að fá að skoða virkjuninaOrkusalan En aðeins á persónulegri nótum, nú eru ákveðin fjölskyldubönd í kringum þessar virkjanir. Þið hafið alist upp með þeim og unnið í tengslum við þær mest alla ævi ekki satt? „Ég er fæddur og uppalinn á Skeiðsfossi, sonur Kristjáns Sigtryggssonar sem sinnti stöðvarstjórn þar í áratugi. Ég bý hér við virkjunina með Katrínu eiginkonu minni, þremur börnum og tveimur hundum. Það er dásamlegt að búa með fjölskyldu hér," segir Sigtryggur og Pálmi segir það sama eiga við um hann. „Það sama gildir í raun um mig, faðir minn Sigurður Óttar Jónsson vann lengst af hjá Rarik og var ráðinn stöðvarstjóri í Lagarfossvirkjun 1986, þannig að ég og bróðir minn Óttar Fjölnir Sigurðsson, sem er líka starfsmaður Orkusölunnar, vorum viðloðandi Lagarfoss allar götur síðan, amk um helgar og á sumrin. Lolli (Þórhallur Ásmundsson) fær svo að fljóta með okkur bræðrum,” segir Pálmi í gamansömum tón. „Það fylgir því ákveðið stolt að sjá virkjunina standa sterka í dag og vita að maður hefur átt þátt í því.” Bræðurnir Pálmi og Fjölnir ásamt föður þeirra Sigurði Óttari sem stýrði virkjuninni um árabil, eða þangað til Pálmi tók við keflinu af föður sínumOrkusalan Hvað ber framtíðin síðan í skauti sér, hver verður þróun þessara virkjana og mikilvægi þeirra næstu árin og áratugina að ykkar mati? „Eins og staðan er núna er verið að undirbúa aðra vatnsaflsvirkjun við Lagarfoss og nýta umframrennsli sem fer í sjóinn í dag til að auka afl virkjunarinnar," útskýrir Pálmi. „Hugmyndin er talin raunhæf og gæti aukið heildarafl töluvert. Þetta myndi auka framleiðslugetu og styrkja orkukerfið til framtíðar.“ Sigtryggur segir einnig frekari þróun framundan fyrir Austan. „Við höfum uppfært stýrikerfið í Skeiðsfossi og styrkt sjálfbærni hennar. Þróunin mun áfram snúast um nýtingu, sjálfvirkni og viðhald, svo virkjunin verði áfram traust uppspretta orku," segir hann. Þannig að það er ekkert nema stanslaust stuð framundan í Skeiðsfossvirkjun og Lagarfossvirkjun? „Það þýðir nú lítið annað! Það verður að vera gaman í vinnunni og mikilvægt að halda uppi stuðinu, sem er jú það sem Orkusalan færir landsmönnum,” segir Sigtryggur að lokum eiturhress!
Orkumál Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira