Handbolti

Lovísa Thompson kemur aftur inn í ís­lenska A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lovísa Thompson fagnar sigri með Valsliðinu.
Lovísa Thompson fagnar sigri með Valsliðinu. Vísir/Anton Brink

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, valdi Lovísu Thompson í landsliðshóp sinn fyrir leiki í undankeppni Evrópumótsins.

Arnar opinberaði landsliðshóp sinn á miðlum Handknattleikssambands Íslands í dag.

Lovísa hefur ekki verið í landsliðinu síðustu ár. Hún var lengi lykilmaður í íslenska liðinu og það er gaman að sjá hana snúa aftur í landsliðið.

Auk Lovísu koma þær Harpa María Friðgeirsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir inn í hópinn frá því í síðasta verkefni liðsins í september. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var með þá en er ekki í hópnum að þessu sinni.

Harpa María er rétthentur hornamaður úr Fram en Sonja Lind er örvhent og spilar sem skytta eða hornamaður hjá Haukum. 

Arnar valdi nítján leikmenn í hópinn en landsliðið kemur saman til æfinga mánudaginn 13. október.

Leikirnir eru gegn Færeyjum heima, 15. október, og Portúgal ytra, 19. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×