Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2025 06:02 Yaqubu er þreyttur á því að haldið sé vöku fyrir fjölskyldunni. Íbúi í Sandgerði er langþreyttur á áreiti skólakrakka í smábænum. Tvær nætur í röð hefur verið barið á hurðina hjá honum seint um kvöld og segist hann auk þess hafa upplifað kynþáttafordóma af hálfu krakkanna. Athæfið segir hann vera komið af samfélagsmiðlinum TikTok. „Það hefur oft verið gert dyraat heima hjá mér en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Yaqubu Oriri íbúi í Sandgerði og starfsmaður Isavia. „Núna hefur það gerst í tvígang að tólf ára gömul dóttir mín er sofnuð þegar þeir hlamma sér á hurðina hjá mér, þrír unglingspiltar.“ Segir Yaqubu þetta hafa valdið mikilli skelfingu á heimilinu. Í eitt skiptið hafi hann opnað hurðina örskömmu eftir að strákarnir létu til skarar skríða og þeir þá sent honum fingurinn og auk þess látið hann heyra það með rasískum ummælum um hann og fjölskyldu hans. „Það er ástæða þess að ég ákvað að tilkynna þetta til lögreglu. Stuttu síðar fór ég á röltið að athuga hvort ég myndi sjá þá, og viti menn þeir voru staddir á skólalóðinni við Sandgerðisskóla og mig langaði að ná tali af þeim til að biðja þá um að hætta þessu en þeir flúðu bara af vettvangi.“ Allt af TikTok Yaqubu segist vegna þessa hafa ákveðið að láta skólastjórn vita af málinu. Hann hafi áhyggjur af dóttur sinni í skólanum og því að hún verði fyrir fordómum. Þar hafi hann fengið þau svör að dyraat á borð við þetta væri nú í tísku á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður. Að þetta væri víst orðið mjög algengt á TikTok, líkt og um TikTok dans sé að ræða. Ég veit ekki hvað verður í kvöld en ég er að vona að við fjölskyldan getum fengið eitt rólegt kvöld, í friði.“ Suðurnesjabær Kynþáttafordómar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
„Það hefur oft verið gert dyraat heima hjá mér en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Yaqubu Oriri íbúi í Sandgerði og starfsmaður Isavia. „Núna hefur það gerst í tvígang að tólf ára gömul dóttir mín er sofnuð þegar þeir hlamma sér á hurðina hjá mér, þrír unglingspiltar.“ Segir Yaqubu þetta hafa valdið mikilli skelfingu á heimilinu. Í eitt skiptið hafi hann opnað hurðina örskömmu eftir að strákarnir létu til skarar skríða og þeir þá sent honum fingurinn og auk þess látið hann heyra það með rasískum ummælum um hann og fjölskyldu hans. „Það er ástæða þess að ég ákvað að tilkynna þetta til lögreglu. Stuttu síðar fór ég á röltið að athuga hvort ég myndi sjá þá, og viti menn þeir voru staddir á skólalóðinni við Sandgerðisskóla og mig langaði að ná tali af þeim til að biðja þá um að hætta þessu en þeir flúðu bara af vettvangi.“ Allt af TikTok Yaqubu segist vegna þessa hafa ákveðið að láta skólastjórn vita af málinu. Hann hafi áhyggjur af dóttur sinni í skólanum og því að hún verði fyrir fordómum. Þar hafi hann fengið þau svör að dyraat á borð við þetta væri nú í tísku á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður. Að þetta væri víst orðið mjög algengt á TikTok, líkt og um TikTok dans sé að ræða. Ég veit ekki hvað verður í kvöld en ég er að vona að við fjölskyldan getum fengið eitt rólegt kvöld, í friði.“
Suðurnesjabær Kynþáttafordómar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira