Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 23:13 FIFA hóf rannsókn sína eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam. Hér er einn hinna seku, Joao Vitor Figueiredo, með boltann í þeim leik. Getty/How Foo Yeen FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett sjö fótboltamenn í árs bann og veitt malasíska knattspyrnusambandinu háa sekt fyrir að falsa fæðingarvottorð leikmannanna svo að þeir mættu spila fyrir hönd Malasíu. Rannsókn FIFA leiddi í ljós að malasíska knattspyrnusambandið hefði breytt fæðingarvottorðum til þess að láta líta út fyrir að afar eða ömmur leikmannanna hefðu fæðst í Malasíu. Segir FIFA að þannig hafi verið um hreint og klárt svindl að ræða. Reglur FIFA leyfa það að leikmenn spili landsleiki fyrir þjóð foreldra sinna eða þá þjóð sem að afar þeirra eða ömmur eru frá. Landslið geta hins vegar ekki sótt sér hvaða leikmann sem er, það er að segja leikmenn sem ekki eiga nánustu ættir að rekja til viðkomandi lands, eins og malasíska sambandið virðist þarna hafa gert. FIFA hóf rannsóknina eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam í júní í sumar, þegar grunur vaknaði um að leikmennirnir sjö væru ólöglegir. Þeir heita Gabriel Felipe Arrocha, Facundo Tomas Garces og Jon Irazabal Iraurgui, allir þrír fæddir á Spáni, Rodrigo Julian Holgado og Imanol Javier Machuca fæddir í Argentínu, Hector Alejandro Hevel Serrano fæddur í Hollandi og Joao Vitor Brandao Figueiredo fæddur í Brasilíu. Þeir voru dæmdir í árs bann í september og fengu hver um sig sekt upp á 2.000 svissneska franka, eða jafnvirði um 300.000 króna. FIFA beið hins vegar þar til nú með að skýra nákvæmlega frá því hverju bannið sætti. Malasíska knattspyrnusambandið, sem hefur hafnað sök og sagst ætla að áfrýja dómnum, var sektað um 350.000 franka eða um rúmar 50 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Rannsókn FIFA leiddi í ljós að malasíska knattspyrnusambandið hefði breytt fæðingarvottorðum til þess að láta líta út fyrir að afar eða ömmur leikmannanna hefðu fæðst í Malasíu. Segir FIFA að þannig hafi verið um hreint og klárt svindl að ræða. Reglur FIFA leyfa það að leikmenn spili landsleiki fyrir þjóð foreldra sinna eða þá þjóð sem að afar þeirra eða ömmur eru frá. Landslið geta hins vegar ekki sótt sér hvaða leikmann sem er, það er að segja leikmenn sem ekki eiga nánustu ættir að rekja til viðkomandi lands, eins og malasíska sambandið virðist þarna hafa gert. FIFA hóf rannsóknina eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam í júní í sumar, þegar grunur vaknaði um að leikmennirnir sjö væru ólöglegir. Þeir heita Gabriel Felipe Arrocha, Facundo Tomas Garces og Jon Irazabal Iraurgui, allir þrír fæddir á Spáni, Rodrigo Julian Holgado og Imanol Javier Machuca fæddir í Argentínu, Hector Alejandro Hevel Serrano fæddur í Hollandi og Joao Vitor Brandao Figueiredo fæddur í Brasilíu. Þeir voru dæmdir í árs bann í september og fengu hver um sig sekt upp á 2.000 svissneska franka, eða jafnvirði um 300.000 króna. FIFA beið hins vegar þar til nú með að skýra nákvæmlega frá því hverju bannið sætti. Malasíska knattspyrnusambandið, sem hefur hafnað sök og sagst ætla að áfrýja dómnum, var sektað um 350.000 franka eða um rúmar 50 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti