Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 10:30 DeAndre Kane skorar fyrir Grindavík á móti Njarðvík í endurkomuleiknum til Grindavíkur og það var mikil stemmning í stúkunni. Vísir/Anton Brink Grindavík spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli sínum í Grindavík í 694 daga á föstudagskvöldið. Leiðtogi liðsins, DeAndre Kane, vill bæði búa og spila alla heimaleiki í Grindavík. Fólk fjölmennti á leikinn og Grindavíkurliðið fór á kostum í stórsigri á nágrönnunum úr Njarðvík. Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur. Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira