Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 11:31 Cristiano Ronaldo er ekkert að fara hætta þótt hann sé kominn yfir fertugt. Getty Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í fótbolta þrátt fyrir pressu frá fjölskyldu sinni. Hann ætlar sér að ná þúsund mörkum fyrstur allra í opinberum keppnisleikjum. Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“ HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“
HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira