„Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2025 11:04 Einhverjir stuðningsmenn Íslands hafa ekki fengið miða á HM kvenna í handbolta. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri HSÍ segir að sambandið hafi ekki haft ráð á því að taka frá fjölda miða fyrir HM í handbolta kvenna sem hefst í næsta mánuði. HSÍ hafa borist óskir um miða og reynir eftir fremsta megni að koma til móts við þá sem vilja komast á mótið. Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 26. nóvember til 14. desember. Ísland er í C-riðli ásamt Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Leikirnir í C-riðli fara fram í Porsche-Arena í Stuttgart. „Við fengum forsölu á HM í júlí sem var auglýst rækilega á okkar miðlum, eins og við gerum karlamegin, nema það var styttri tími sem við fengum kvennamegin. Síðan seldist upp á mótið,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi. „HSÍ hefur ekki fjármuni til að kaupa og taka frá hundruði miða og liggja með þá upp á von og óvon. Þess vegna höfum við auglýst forsölu þannig að það voru ekki nein mistök í því. Ef þú tekur 250 miða frá hleypur það á milljónum. Fjárhagsstaða sambandsins býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda.“ Aðspurður hvort allir sem vildu fá miða á HM hafi fengið miða segir Róbert að svo hafi verið í sumar en tímasetningin á forsölunni hafi ekki verið sú heppilegasta. „Þetta er bara óheppilegur tími upp á það að gera að þetta er í miðju sumarfríi hjá fólki og það er kannski almennt ekki byrjað að skipuleggja haustið. En miðasalan var auglýst og það eru enn til miðar á milliriðla en það er uppselt á riðlakeppnina,“ sagði Róbert. En geta þeir sem vilja fá miða á leiki Íslands í riðlakeppninni því ekkert gert? „Við höfum fengið fyrirspurnir og verið að sjá hvort við getum orðið okkur út um miða, mögulega í gegnum önnur sérsambönd, en það hefur ekki gengið. En við munum að sjálfsögðu halda áfram,“ svaraði Róbert. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn heimaliði Þýskalands 26. nóvember. Tveimur dögum seinna mæta Íslendingar Serbum og svo Úrúgvæum 30. nóvember. HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 26. nóvember til 14. desember. Ísland er í C-riðli ásamt Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Leikirnir í C-riðli fara fram í Porsche-Arena í Stuttgart. „Við fengum forsölu á HM í júlí sem var auglýst rækilega á okkar miðlum, eins og við gerum karlamegin, nema það var styttri tími sem við fengum kvennamegin. Síðan seldist upp á mótið,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi. „HSÍ hefur ekki fjármuni til að kaupa og taka frá hundruði miða og liggja með þá upp á von og óvon. Þess vegna höfum við auglýst forsölu þannig að það voru ekki nein mistök í því. Ef þú tekur 250 miða frá hleypur það á milljónum. Fjárhagsstaða sambandsins býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda.“ Aðspurður hvort allir sem vildu fá miða á HM hafi fengið miða segir Róbert að svo hafi verið í sumar en tímasetningin á forsölunni hafi ekki verið sú heppilegasta. „Þetta er bara óheppilegur tími upp á það að gera að þetta er í miðju sumarfríi hjá fólki og það er kannski almennt ekki byrjað að skipuleggja haustið. En miðasalan var auglýst og það eru enn til miðar á milliriðla en það er uppselt á riðlakeppnina,“ sagði Róbert. En geta þeir sem vilja fá miða á leiki Íslands í riðlakeppninni því ekkert gert? „Við höfum fengið fyrirspurnir og verið að sjá hvort við getum orðið okkur út um miða, mögulega í gegnum önnur sérsambönd, en það hefur ekki gengið. En við munum að sjálfsögðu halda áfram,“ svaraði Róbert. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn heimaliði Þýskalands 26. nóvember. Tveimur dögum seinna mæta Íslendingar Serbum og svo Úrúgvæum 30. nóvember.
HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira