„Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2025 19:31 Jóhanna, María og Ingibjörg sækja sér styrk hjá hver annarri og reyna að hjálpast að í erfiðum aðstæðum. Jóhanna og Ingibjörg ætla að halda saman með syni sína til Suður-Afríku á næstu dögum. Vísir/Margrét Helga Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. Þær Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ráku í Bítinu sögu sína af þeim ógöngum sem fjórtán ára synir þeirra hafa lent í innan íslenskra meðferðarúrræða. Á næstu dögum munu þær senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku en þær höfðu heyrt af úrræðinu frá Maríu Ericsdóttur sem sendi sautján ára son sinn suður á bóginn fyrir tveimur mánuðum. Sjálf frétti María síðan af meðferðarúrræðinu í Suður-Afríku í kvöldfréttum Sýnar fyrir um ári síðan þegar við sögðum frá móður sem sendi dóttur sína til Suður-Afríku eftir að hún gafst upp á úrræðunum hér heima. „Vegna þess hversu léleg úrræðin eru, ef úrræði mætti kalla,“ segir Ingibjörg. María var búin að tæma öll úrræði Barna- og fjölskyldustofu. Ákvörðunin um að senda son sinn svo langt í burtu var ekki auðveld. „Þetta var ógeðslega erfitt. Ég var bara í taugaáfalli þegar ég var að skoða pappírana. Á þessum tíma var ég með hann í öndunar stoppi í fanginu, hjartastopp og finnast úti meðvitundarlausan. Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi,“ segir María. Sonur Jóhönnu byrjaði í neyslu í ársbyrjun. Ástandið fari hratt versnandi og að líf hans sé hreinlega í húfi. „hann er að fikta við það sterk efni og langar bara til þess að sleppa þessum kafla sem þær hafa upplifað að halda á börnunum sínum nánast dánum og koma honum út bara strax,“ segir Jóhanna. Í meðferðarúrræðunum á Íslandi hafi drengirnir komist í fíkniefni. Ingibjörg og Jóhanna segja að ekki einu sinni hafi mælst hrein fíkniefnaprufa hjá drengjunum í úrræðum. Stanslaust flæði fíkniefna „Það er bara stanslaust flæði af fíkniefnum inn og út – og úr báðum úrræðunum,“ segir Ingibjörg. Drengirnir hafi strokið tugum skipta. „Það er jafnmikið álag á manni þegar barnið manns er inni á stofnun og þegar maður er úti að leita að honum eða sitjandi yfir honum inni á spítala eða svoleiðis,“ segir María. María heimsótti son sinn til Suður-Afríku í síðasta mánuði og sér mikinn mun á drengnum. „Það er þvílík breyting á barninu, það er einlægt bros og magnað að sjá hann,“ lýsir María. Himinhár kostnaður og langt ferðalag Kostnaðurinn við níu mánaða meðferð í Suður-Afríku, með ferðakostnaði og gistingu hleypur á fjórum og hálfri milljón króna. Þeim finnst lágmark að stjórnvöld styrki þær eftir allt sem á undan er gengið. „Ef Barna-og fjölskyldustofa væri ekki að fegra hlutina og segði hvernig þetta væri þá myndum við mögulega geta fengið einhvern styrk,“ sagði Jóhanna. Þær voru spurðar hvað amaði að íslenska kerfinu að þeirra mati. „Ég segi að þetta séu stjórnendur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Að þetta liggi algjörlega í þeirra höndum en líka sitjandi ráðherra á hverjum tíma,“ segir Ingibjörg og hinar tvær taka heilshugar undir. Heilbrigðismál Fíkn Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7. október 2025 17:21 Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7. október 2025 09:26 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þær Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ráku í Bítinu sögu sína af þeim ógöngum sem fjórtán ára synir þeirra hafa lent í innan íslenskra meðferðarúrræða. Á næstu dögum munu þær senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku en þær höfðu heyrt af úrræðinu frá Maríu Ericsdóttur sem sendi sautján ára son sinn suður á bóginn fyrir tveimur mánuðum. Sjálf frétti María síðan af meðferðarúrræðinu í Suður-Afríku í kvöldfréttum Sýnar fyrir um ári síðan þegar við sögðum frá móður sem sendi dóttur sína til Suður-Afríku eftir að hún gafst upp á úrræðunum hér heima. „Vegna þess hversu léleg úrræðin eru, ef úrræði mætti kalla,“ segir Ingibjörg. María var búin að tæma öll úrræði Barna- og fjölskyldustofu. Ákvörðunin um að senda son sinn svo langt í burtu var ekki auðveld. „Þetta var ógeðslega erfitt. Ég var bara í taugaáfalli þegar ég var að skoða pappírana. Á þessum tíma var ég með hann í öndunar stoppi í fanginu, hjartastopp og finnast úti meðvitundarlausan. Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi,“ segir María. Sonur Jóhönnu byrjaði í neyslu í ársbyrjun. Ástandið fari hratt versnandi og að líf hans sé hreinlega í húfi. „hann er að fikta við það sterk efni og langar bara til þess að sleppa þessum kafla sem þær hafa upplifað að halda á börnunum sínum nánast dánum og koma honum út bara strax,“ segir Jóhanna. Í meðferðarúrræðunum á Íslandi hafi drengirnir komist í fíkniefni. Ingibjörg og Jóhanna segja að ekki einu sinni hafi mælst hrein fíkniefnaprufa hjá drengjunum í úrræðum. Stanslaust flæði fíkniefna „Það er bara stanslaust flæði af fíkniefnum inn og út – og úr báðum úrræðunum,“ segir Ingibjörg. Drengirnir hafi strokið tugum skipta. „Það er jafnmikið álag á manni þegar barnið manns er inni á stofnun og þegar maður er úti að leita að honum eða sitjandi yfir honum inni á spítala eða svoleiðis,“ segir María. María heimsótti son sinn til Suður-Afríku í síðasta mánuði og sér mikinn mun á drengnum. „Það er þvílík breyting á barninu, það er einlægt bros og magnað að sjá hann,“ lýsir María. Himinhár kostnaður og langt ferðalag Kostnaðurinn við níu mánaða meðferð í Suður-Afríku, með ferðakostnaði og gistingu hleypur á fjórum og hálfri milljón króna. Þeim finnst lágmark að stjórnvöld styrki þær eftir allt sem á undan er gengið. „Ef Barna-og fjölskyldustofa væri ekki að fegra hlutina og segði hvernig þetta væri þá myndum við mögulega geta fengið einhvern styrk,“ sagði Jóhanna. Þær voru spurðar hvað amaði að íslenska kerfinu að þeirra mati. „Ég segi að þetta séu stjórnendur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Að þetta liggi algjörlega í þeirra höndum en líka sitjandi ráðherra á hverjum tíma,“ segir Ingibjörg og hinar tvær taka heilshugar undir.
Heilbrigðismál Fíkn Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7. október 2025 17:21 Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7. október 2025 09:26 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7. október 2025 17:21
Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7. október 2025 09:26