Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2025 21:44 Kvikugangur liggur undir þeim hluta varnargarðanna sem til stendur að hækka. Vísir/Vilhelm Varnargarðar norðan Grindavíkur verða hækkaðir um tvo til þrjá metra á um 450 metra kafla. Vinna við framkvæmdirnar eru hafnar og áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 80 til 120 milljónir króna. Í fréttatilkynningu segir að dómsmálaráðherra hafi samþykkt tillögu ríkislögreglustjóra þess efnis. Varnargarðarnir verði hækkaðir til að tryggja virkni hans og auka vernd bæjarins gagnvart mögulegu hraunflæði. „Það er skýrt markmið stjórnvalda að tryggja öryggi íbúa og innviði. Við höfum séð að varnargarðarnir hafa reynst vel. Með þessari ákvörðun tryggjum við áframhaldandi vörn Kvikugangur liggur undir þeim hluta varnargarðanna sem til stendur að hækka. Vísir/Vilhelm Varnargarðar norðan Grindavíkur verða hækkaðir um tvo til þrjá metra á um 450 metra kafla. Vinna við framkvæmdirnar er hafin og áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 80–120 milljónir króna. Í fréttatilkynningu segir að dómsmálaráðherra hafi samþykkt tillögu ríkislögreglustjóra þess efnis. Varnargarðarnir verði hækkaðir til að tryggja virkni hans og auka vernd bæjarins gagnvart mögulegu hraunflæði. „Það er skýrt markmið stjórnvalda að tryggja öryggi íbúa og innviði. Við höfum séð að varnargarðarnir hafa reynst vel. Með þessari ákvörðun tryggjum við áframhaldandi vörn og öryggi á svæðinu,“ er haft eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Hraun lækkað virkni garðanna Fram kemur í tilkynningu að allt frá því að jarðhræringar hófust á Reykjanesskaga í árslok 2019 hafi almannavarnakerfið unnið að gerð sviðsmynda eldgoss og hraunflæðis. Markmið þeirrar vinnu sé að greina með hvaða hætti sé unnt og best að vernda íbúa og mikilvæga innviði fyrir hraunrennsli ef eldgos hefst. Framkvæmdirnar eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að verja Grindavík og mikilvæga innviði á Reykjanesskaga vegna áframhaldandi jarðhræringa á svæðinu og varnargarðarnir hafa gegnt lykilhlutverki við að verja bæinn og dregið úr hættu á tjóni á mannvirkjum og innviðum. Að mati ríkislögreglustjóra sé varnargarðshlutinn sem um ræðir einn helsti átakapunkturinn í vörnum Grindavíkur, þar sem kvikugangur liggi undir garðinum og kvika hafi tvisvar runnið innan hans. Hraun hafi einnig lækkað virkni garðsins á um 430 metra kafla og því sé nauðsynlegt að endurheimta fyrri hæð til að tryggja öryggi byggðar og innviða. „Ráðherra leggur áherslu á að fylgst verði áfram náið með þróun jarðhræringa og að ekki verði gengið lengra en nauðsynlegt er við framkvæmdina. Þá verði fyllsta öryggis gætt á verkstað og leitast við að lágmarka áhrif á umhverfi og náttúru.“ Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að dómsmálaráðherra hafi samþykkt tillögu ríkislögreglustjóra þess efnis. Varnargarðarnir verði hækkaðir til að tryggja virkni hans og auka vernd bæjarins gagnvart mögulegu hraunflæði. „Það er skýrt markmið stjórnvalda að tryggja öryggi íbúa og innviði. Við höfum séð að varnargarðarnir hafa reynst vel. Með þessari ákvörðun tryggjum við áframhaldandi vörn Kvikugangur liggur undir þeim hluta varnargarðanna sem til stendur að hækka. Vísir/Vilhelm Varnargarðar norðan Grindavíkur verða hækkaðir um tvo til þrjá metra á um 450 metra kafla. Vinna við framkvæmdirnar er hafin og áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 80–120 milljónir króna. Í fréttatilkynningu segir að dómsmálaráðherra hafi samþykkt tillögu ríkislögreglustjóra þess efnis. Varnargarðarnir verði hækkaðir til að tryggja virkni hans og auka vernd bæjarins gagnvart mögulegu hraunflæði. „Það er skýrt markmið stjórnvalda að tryggja öryggi íbúa og innviði. Við höfum séð að varnargarðarnir hafa reynst vel. Með þessari ákvörðun tryggjum við áframhaldandi vörn og öryggi á svæðinu,“ er haft eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Hraun lækkað virkni garðanna Fram kemur í tilkynningu að allt frá því að jarðhræringar hófust á Reykjanesskaga í árslok 2019 hafi almannavarnakerfið unnið að gerð sviðsmynda eldgoss og hraunflæðis. Markmið þeirrar vinnu sé að greina með hvaða hætti sé unnt og best að vernda íbúa og mikilvæga innviði fyrir hraunrennsli ef eldgos hefst. Framkvæmdirnar eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að verja Grindavík og mikilvæga innviði á Reykjanesskaga vegna áframhaldandi jarðhræringa á svæðinu og varnargarðarnir hafa gegnt lykilhlutverki við að verja bæinn og dregið úr hættu á tjóni á mannvirkjum og innviðum. Að mati ríkislögreglustjóra sé varnargarðshlutinn sem um ræðir einn helsti átakapunkturinn í vörnum Grindavíkur, þar sem kvikugangur liggi undir garðinum og kvika hafi tvisvar runnið innan hans. Hraun hafi einnig lækkað virkni garðsins á um 430 metra kafla og því sé nauðsynlegt að endurheimta fyrri hæð til að tryggja öryggi byggðar og innviða. „Ráðherra leggur áherslu á að fylgst verði áfram náið með þróun jarðhræringa og að ekki verði gengið lengra en nauðsynlegt er við framkvæmdina. Þá verði fyllsta öryggis gætt á verkstað og leitast við að lágmarka áhrif á umhverfi og náttúru.“
Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira