Íslenski boltinn

Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markus Lund Nakkim, leikmaður Vals, fær að spila næsta leik liðsins eftir allt saman.
Markus Lund Nakkim, leikmaður Vals, fær að spila næsta leik liðsins eftir allt saman. Vísir/Pawel Cieslikiewic

Markus Lund Nakkim, leikmaður Vals, verður ekki í leikbanni í næsta leik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í bann á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands.

KSÍ hefur nú leiðrétt þann dóm með sérstakri frétt á heimasíðu sinni.

Nakkim hafði verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra áminninga.

Úrskurðurinn var aftur á móti leiðréttur og leikbann Markus Lund Nakkim afturkallað með vísan til þess að hann átti að fá eina áminningu dregna frá uppsöfnuðum áminningum að loknum 22 umferðum í samræmi við ákvæði greinar 13.1.1 reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar hefur einnig verið leiðréttur á heimasíðu KSÍ.

Enginn Valsmaður verður því í leikbanni í næsta leik sem er á móti FH eftir landsleikjahléið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×