Handbolti

Háspenna þegar Sel­foss fékk sín fyrstu stig

Sindri Sverrisson skrifar
Selfyssingar eru komnir með sín fyrstu stig í Olís-deild kvenna þennan veturinn.
Selfyssingar eru komnir með sín fyrstu stig í Olís-deild kvenna þennan veturinn. @selfosshandbolti/Sigurður Ástgeirsson

Selfoss og Stjarnan mættust í kvöld í leik einu liðanna í Olís-deild kvenna í handbolta sem enn voru stigalaus eftir fjórar umferðir. Selfyssingar skildu Stjörnuna eftir á botninum með 29-28 sigri í háspennuleik.

Heimakonur skoruðu síðustu tvö mörk leiksins, eftir að hafa lent marki undir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir.

Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið og endaði með fjögur mörk en Mia Kristin Syverud varð markahæst hjá Selfyssingum með átta mörk úr átta skotum, samkvæmt HB Statz. Aníta Björk Valgeirsdóttir var markahæst Stjörnunnar með sjö mörk úr níu skotum en Inga Maria Roysdóttir og Natasja Hammer skoruðu sex mörk hvor.

Þrátt fyrir sigurinn er Selfoss þremur stigum á eftir næstu liðum, Fram og Haukum, nú þegar fimmtu umferðinni er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×