Fótbolti

Kviknaði í húsi Vinícius Júnior

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vinícius Júnior eru reglulega kallaður öllum illum nöfnum en ætlar ekki að láta það stöðva sig.
Vinícius Júnior eru reglulega kallaður öllum illum nöfnum en ætlar ekki að láta það stöðva sig. EPA-EFE/Kiko Huesca

Engin slys urðu á fólki þegar eldur kviknaði í húsi brasilíska knattspyrnumannsins Vinícius Júnior í Madríd í gær.

Framherji Real Madrid var ekki heima þegar eldurinn braust út þar sem hann er staddur í Seúl í Suður-Kóreu að undirbúa vináttuleiki Brasilíu gegn Suður-Kóreu og Japan í þessu landsleikjalugga.

„Eldurinn kviknaði í kjallara hússins,“ sagði heimildarmaðurinn við ESPN, í lofti gufubaðs sem eyðilagðist algjörlega.

Starfsfólk og vinir Viníciusar voru inni í húsinu þegar eldurinn braust út og hringdu í neyðarþjónustu um klukkan ellefu að staðartíma.

Atvikið átti sér stað í húsi Viníciusar í La Moraleja, einu af flottustu hverfum Madrídar, sem er í útjaðri spænsku höfuðborgarinnar, skammt frá æfingasvæði Real Madrid í Valdebebas.

Fyrstu rannsóknir bentu til þess að rafmagnsbilun hafi valdið eldinum, sem náðst hafði stjórn á um hádegisbil, þegar slökkviliðið yfirgaf vettvang.

Brasilía spilar við Suður-Kóreu í Seúl í dag, áður en liðið mætir Japan í Tókýó fjórum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×