Innlent

Leggja til tæp­lega 44 þúsund tonna loðnu­kvóta

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá loðnuveiðum.
Frá loðnuveiðum. Vísir/Sigurjón

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvóti verði að hámarki tæp 44 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2025 til 2026. Ráðgjöfin byggir á mælingum sem á loðnustofninum sem voru gerðar í síðasta mánuði. Endurmeta á ráðgjöfina eftir áramót.

Mælingarnar sem skip Hafró gerðu í síðasta mánuði bentu til þess að 2024 árgangur loðni væri stór. Magn ókynþroska fiska var það fimmta hæsta frá því að mælingar hófust, að því er kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Ráðlegging Hafró er aðeins lægri en aflamark á loðnu á síðasta fiskveiðiári en hún nam rúmum 44 þúsund tonnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×