„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 11. október 2025 07:00 Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar