Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. október 2025 13:51 Steinefnadrykkir hafa komið af miklum krafti inn á íslenskan markað. Getty/Aðsend Hópur næringarfræðinga gagnrýnir markaðssetningu steinefnadrykkja sem ætlaðir eru börnum. Hann segir frá rangfærslum um sætuefni og næringargildi í markaðssetningu slíks drykkjar og hvetur foreldra til að láta markaðsöfl ekki afvegaleiða sig. Eigendur fyrirtækis sem markaðssetur steinefni fyrir börn taka umræðunni alvarlega og segja engan þurfa nauðsynlega á vörunum þeirra að halda. Drykkurinn sé hugsaður sem viðbót við vatn og að magn næringarefna sé innan ráðlagðra marka fyrir börn. „Undanfarið hefur steinefnadrykkur ætlaður börnum verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem jafnvel börn eru nýtt til þess að auglýsa vöruna af hálfu áhrifavalda. Þessi drykkur hefur verið kynntur sem næringarríkur valkostur með áherslu á salt og önnur steinefni, en vekur upp spurningar um ábyrgð í markaðssetningu gagnvart yngri neytendum,“ segir í aðsendri grein hóps næringarfræðinga á Vísi í morgun. Steinefni fyrir fjögurra ára og eldri Í samtali við fréttastofu segir Dögg Guðmundsdóttir, næringarfræðingur í hópnum, að gagnrýni og tilmæli í greininni beinist ekki að tilteknum steinefnaframleiðanda heldur framleiðendum almennt. Þó má leiða líkur að því að drykkurinn sem næringarfræðingarnir lýsa í greininni sé frá Happy Hydrate, fyrirtæki sem hefur haslað sér völl á íslenskum steinefnamarkaði undanfarin tvö ár. Í september kynnti Happy Hydrate inn steinefnahylki fyrir börn, „Hydration Kids“. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að hylkin séu ætluð börnum fjögurra ára og eldri. Í greininni bendir hópurinn á að utan á pakkningunni sem um ræðir séu ýmsir þættir taldir upp sem gætu stuðlað að því að börn þurfi aukin sölt, meðal annars svefn og leikur. Næringarfræðingarnir Agnes Hrund, Berglind Lilja, Berglind Soffía, Dagmar Björk, Daría Lind, Dögg, Elsa Katrín, Eva Björg, Geir Gunnar, Guðrún Nanna, Hadda Margrét, Hafdís, Heiðdís, Jenný Rut, Karen Ruth, Kristín Elísabet, Sara Mist og Vilborg Kolbrún. „Hér er vert að staldra aðeins við og spyrja hvaðan fyrirtækið hefur gögn um það að slíkir þættir hafi neikvæð áhrif á vökvajafnvægi barna svo að sérstakrar uppbótar sé þörf. Vökvaójafnvægi myndast í líkamanum þegar ójafnvægi er milli vökvainntöku og vökvataps (svo sem vegna svitamyndunar eða veikinda), sem getur þá valdið röskun á söltum,“ segir í greininni. Þar af leiðandi þyrftu aðstæður til leiks hjá börnum að vera ansi ákafar og svefn fulllangur til að framkalla slíkt ójafnvægi hjá líkamanum. „Blessunarlega stunda börn þó sjaldan mjög ákafar líkamsæfingar eða sofa dögum saman.“ Segja næringargildi rangt útreiknuð Næringarfræðingarnir segja mikilvægt að taka fram að samkvæmt fyrirliggjandi, en þó gömlum gögnum, neyti Íslendingar, þar með talið börn, almennt meira af salti en mælt er með. Börn séu viðkvæmur hópur sem treysti á foreldra sína til að velja það sem er þeim fyrir bestu, sem sé svo sannarlega ekki að auka saltneyslu enn fremur, „sama hversu sannfærandi skilaboð fyrirtæki setja frá sér.“ „Undirrituðum næringarfræðingum þykir því skylda okkar að vera mótvægi við þeirri markaðssetningu sem hefur átt sér stað og benda á mögulega skaðsemi.“ Þá telja næringarfræðingarnir upp ýmis atriði í markaðssetningunni sem veki upp vangaveltur. Til dæmis sé varan auglýst sem tannvæn þrátt fyrir að innihalda bæði sykur og sítrónusýru, þætti sem almennt einkenni ótannvæna drykki. Þar að auki sé hún merkt án sætuefna, en innihaldi samt stevíu, sem er sætuefni. Loks innihaldi drykkurinn óþarflega háa skammta af vítamínum, en börn sem borða fjölbreytta fæðu þurfi ekki fjölvítamín. Á sölusíðu Hydration Kids segir, undir „Nánar um vöruna“, að hún sé án sykurs og gervisætuefna. Ef skrunað er neðar á síðuna, undir „FAQ“ (nýlegar spurningar), kemur aftur á móti fram að lítið sykurmagn sé í einni stiku, eða 0,5 grömm. „Þá vekur þar að auki athygli að næringargildismerkingar á drykknum eru ekki rétt reiknaðar en útreikningur á hitaeiningum stenst ekki hlutfallsleg gildi næringarefna,“ segir í greininni. Vilja fagleg svör við gagnrýni Hópurinn áréttir að steinefnadrykkir geti þjónað sínum tilgangi við mikið vökvatap, til dæmis við uppköst, niðurgang eða mikla hreyfingu. Hann hvetur þó fyrirtæki til að vanda til verka með því að skoða markaðssetninguna sína, greina rétt frá fullyrðingum um sætuefni og gæta þess að merkingar á næringargildi ættu að vera rétt reiknaðar, sérstaklega á vörum ætluðum börnum. „Ennfremur hvetjum við fyrirtæki til að gæta þess að starfsfólk sýni fagleg samskipti þegar komið er með uppbyggilega gagnrýni, bæði opinberlega og í einkaskilaboðum. Öll viljum við börnunum það besta og ættum því að vera saman í liði að stuðla að heilbrigði þeirra,“ segir í greininni. Aðspurð nánar út í þessa gagnrýni segir Dögg að dæmi séu um að vegið sé að næringarfræðingum sem gagnrýni vörur út frá næringarfræðilegum sjónarmiðum. Tjáningarfrelsið á samfélagsmiðlum sé oft meira en góðu hófi gegnir. „Það eru stundum persónulegar árásir á næringarfræðinga af því að það eru svo miklir peningar undir,“ segir Dögg. „Að lokum viljum við valdefla foreldra ungra barna í því að láta ekki markaðsöfl afvegaleiða sig frá því sem skiptir mestu máli í samhengi við næringu barna, en það mun alltaf vera maturinn sjálfur og vatn sem helsti drykkur en ekki einhverskonar fæðuviðbót nema við sérstakar aðstæður, að undanskildu D-vítamíni sem allir þurfa að taka inn,“ segir loks í greininni. Svara fyrir sig Happy Hydrate er í eigu athfanamannanna Arnars Gauta Arnarssonar áhrifavalds og Bjarka Geirs Logasonar. Þeir hafa vakið athygli á vörumerkinu með vönduðum auglýsingum, oft prýddum frægum andlitum á borð við Örn Árnason, Kötlu Margréti Þorsteinsdóttur og Herra hnetusmjör. Happy Hydrate leggur mikinn metnað í auglýsingar. Instagram Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segjast þeir taka umræðu um heilsu barna alvarlega og að þeir kunni að meta framlag næringarfræðinga í því samtali. Markmiðið með Happy Hydrate Kids sé að styðja við betri drykkjarvenjur með mildum, öruggum og hóflegum innihaldsefnum, og það að börn drekki meira vatn í leiðinni. „Fólk hefur alltaf val. Það eru ekki skilaboð okkar megin að fólk „þurfi“ eða að börn „þurfi“ á Hydrate Kids að halda, en að fólk hafi val á vöru sem er ekki stútfull af sykri eða gervisætuefnum í aðstæðum eins og við veikindi, á ferðalögum eða við æfingar,“ segir í svarinu. Þeir árétta að drykkurinn sé hugsaður um viðbót við vatn og ekki sem staðgengill fyrir fjölbryetta fæðu. Þá benda þeir á að magn næringarefnanna sé innan ráðlagðra marka fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Drykkurinn innihaldi stevíu, náttúrulegt sætuefni unnið úr plöntu, ásamt 0,5 grömmum af náttúrulegum sykri. „Við leggjum áherslu á gagnsæi og skýrar upplýsingar um innihald og næringargildi. Við hlustum á ábendingar og tökum þeim alvarlega,“ segir í svari Bjarka og Arnars. Loks halda þeir til haga innihaldsefnum Happy Hydrate sem eru eftirfarandi. Saltmagn (natríum) í einni stiku = ca. ein brauðsneið (125 mg) Sykur í einni stiku = 0,5 g → allt að 30 sinnum minna en í glasi af safa Kalíum í einni stiku = svipað magn og í hluta af kartöflu (190 mg) Magnesíum í einni stiku = svipað magn og í handfylli af hnetum (40 mg) Engin rotvarnarefni eða gervisætuefni Drykkir Matur Neytendur Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Eigendur fyrirtækis sem markaðssetur steinefni fyrir börn taka umræðunni alvarlega og segja engan þurfa nauðsynlega á vörunum þeirra að halda. Drykkurinn sé hugsaður sem viðbót við vatn og að magn næringarefna sé innan ráðlagðra marka fyrir börn. „Undanfarið hefur steinefnadrykkur ætlaður börnum verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem jafnvel börn eru nýtt til þess að auglýsa vöruna af hálfu áhrifavalda. Þessi drykkur hefur verið kynntur sem næringarríkur valkostur með áherslu á salt og önnur steinefni, en vekur upp spurningar um ábyrgð í markaðssetningu gagnvart yngri neytendum,“ segir í aðsendri grein hóps næringarfræðinga á Vísi í morgun. Steinefni fyrir fjögurra ára og eldri Í samtali við fréttastofu segir Dögg Guðmundsdóttir, næringarfræðingur í hópnum, að gagnrýni og tilmæli í greininni beinist ekki að tilteknum steinefnaframleiðanda heldur framleiðendum almennt. Þó má leiða líkur að því að drykkurinn sem næringarfræðingarnir lýsa í greininni sé frá Happy Hydrate, fyrirtæki sem hefur haslað sér völl á íslenskum steinefnamarkaði undanfarin tvö ár. Í september kynnti Happy Hydrate inn steinefnahylki fyrir börn, „Hydration Kids“. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að hylkin séu ætluð börnum fjögurra ára og eldri. Í greininni bendir hópurinn á að utan á pakkningunni sem um ræðir séu ýmsir þættir taldir upp sem gætu stuðlað að því að börn þurfi aukin sölt, meðal annars svefn og leikur. Næringarfræðingarnir Agnes Hrund, Berglind Lilja, Berglind Soffía, Dagmar Björk, Daría Lind, Dögg, Elsa Katrín, Eva Björg, Geir Gunnar, Guðrún Nanna, Hadda Margrét, Hafdís, Heiðdís, Jenný Rut, Karen Ruth, Kristín Elísabet, Sara Mist og Vilborg Kolbrún. „Hér er vert að staldra aðeins við og spyrja hvaðan fyrirtækið hefur gögn um það að slíkir þættir hafi neikvæð áhrif á vökvajafnvægi barna svo að sérstakrar uppbótar sé þörf. Vökvaójafnvægi myndast í líkamanum þegar ójafnvægi er milli vökvainntöku og vökvataps (svo sem vegna svitamyndunar eða veikinda), sem getur þá valdið röskun á söltum,“ segir í greininni. Þar af leiðandi þyrftu aðstæður til leiks hjá börnum að vera ansi ákafar og svefn fulllangur til að framkalla slíkt ójafnvægi hjá líkamanum. „Blessunarlega stunda börn þó sjaldan mjög ákafar líkamsæfingar eða sofa dögum saman.“ Segja næringargildi rangt útreiknuð Næringarfræðingarnir segja mikilvægt að taka fram að samkvæmt fyrirliggjandi, en þó gömlum gögnum, neyti Íslendingar, þar með talið börn, almennt meira af salti en mælt er með. Börn séu viðkvæmur hópur sem treysti á foreldra sína til að velja það sem er þeim fyrir bestu, sem sé svo sannarlega ekki að auka saltneyslu enn fremur, „sama hversu sannfærandi skilaboð fyrirtæki setja frá sér.“ „Undirrituðum næringarfræðingum þykir því skylda okkar að vera mótvægi við þeirri markaðssetningu sem hefur átt sér stað og benda á mögulega skaðsemi.“ Þá telja næringarfræðingarnir upp ýmis atriði í markaðssetningunni sem veki upp vangaveltur. Til dæmis sé varan auglýst sem tannvæn þrátt fyrir að innihalda bæði sykur og sítrónusýru, þætti sem almennt einkenni ótannvæna drykki. Þar að auki sé hún merkt án sætuefna, en innihaldi samt stevíu, sem er sætuefni. Loks innihaldi drykkurinn óþarflega háa skammta af vítamínum, en börn sem borða fjölbreytta fæðu þurfi ekki fjölvítamín. Á sölusíðu Hydration Kids segir, undir „Nánar um vöruna“, að hún sé án sykurs og gervisætuefna. Ef skrunað er neðar á síðuna, undir „FAQ“ (nýlegar spurningar), kemur aftur á móti fram að lítið sykurmagn sé í einni stiku, eða 0,5 grömm. „Þá vekur þar að auki athygli að næringargildismerkingar á drykknum eru ekki rétt reiknaðar en útreikningur á hitaeiningum stenst ekki hlutfallsleg gildi næringarefna,“ segir í greininni. Vilja fagleg svör við gagnrýni Hópurinn áréttir að steinefnadrykkir geti þjónað sínum tilgangi við mikið vökvatap, til dæmis við uppköst, niðurgang eða mikla hreyfingu. Hann hvetur þó fyrirtæki til að vanda til verka með því að skoða markaðssetninguna sína, greina rétt frá fullyrðingum um sætuefni og gæta þess að merkingar á næringargildi ættu að vera rétt reiknaðar, sérstaklega á vörum ætluðum börnum. „Ennfremur hvetjum við fyrirtæki til að gæta þess að starfsfólk sýni fagleg samskipti þegar komið er með uppbyggilega gagnrýni, bæði opinberlega og í einkaskilaboðum. Öll viljum við börnunum það besta og ættum því að vera saman í liði að stuðla að heilbrigði þeirra,“ segir í greininni. Aðspurð nánar út í þessa gagnrýni segir Dögg að dæmi séu um að vegið sé að næringarfræðingum sem gagnrýni vörur út frá næringarfræðilegum sjónarmiðum. Tjáningarfrelsið á samfélagsmiðlum sé oft meira en góðu hófi gegnir. „Það eru stundum persónulegar árásir á næringarfræðinga af því að það eru svo miklir peningar undir,“ segir Dögg. „Að lokum viljum við valdefla foreldra ungra barna í því að láta ekki markaðsöfl afvegaleiða sig frá því sem skiptir mestu máli í samhengi við næringu barna, en það mun alltaf vera maturinn sjálfur og vatn sem helsti drykkur en ekki einhverskonar fæðuviðbót nema við sérstakar aðstæður, að undanskildu D-vítamíni sem allir þurfa að taka inn,“ segir loks í greininni. Svara fyrir sig Happy Hydrate er í eigu athfanamannanna Arnars Gauta Arnarssonar áhrifavalds og Bjarka Geirs Logasonar. Þeir hafa vakið athygli á vörumerkinu með vönduðum auglýsingum, oft prýddum frægum andlitum á borð við Örn Árnason, Kötlu Margréti Þorsteinsdóttur og Herra hnetusmjör. Happy Hydrate leggur mikinn metnað í auglýsingar. Instagram Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segjast þeir taka umræðu um heilsu barna alvarlega og að þeir kunni að meta framlag næringarfræðinga í því samtali. Markmiðið með Happy Hydrate Kids sé að styðja við betri drykkjarvenjur með mildum, öruggum og hóflegum innihaldsefnum, og það að börn drekki meira vatn í leiðinni. „Fólk hefur alltaf val. Það eru ekki skilaboð okkar megin að fólk „þurfi“ eða að börn „þurfi“ á Hydrate Kids að halda, en að fólk hafi val á vöru sem er ekki stútfull af sykri eða gervisætuefnum í aðstæðum eins og við veikindi, á ferðalögum eða við æfingar,“ segir í svarinu. Þeir árétta að drykkurinn sé hugsaður um viðbót við vatn og ekki sem staðgengill fyrir fjölbryetta fæðu. Þá benda þeir á að magn næringarefnanna sé innan ráðlagðra marka fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Drykkurinn innihaldi stevíu, náttúrulegt sætuefni unnið úr plöntu, ásamt 0,5 grömmum af náttúrulegum sykri. „Við leggjum áherslu á gagnsæi og skýrar upplýsingar um innihald og næringargildi. Við hlustum á ábendingar og tökum þeim alvarlega,“ segir í svari Bjarka og Arnars. Loks halda þeir til haga innihaldsefnum Happy Hydrate sem eru eftirfarandi. Saltmagn (natríum) í einni stiku = ca. ein brauðsneið (125 mg) Sykur í einni stiku = 0,5 g → allt að 30 sinnum minna en í glasi af safa Kalíum í einni stiku = svipað magn og í hluta af kartöflu (190 mg) Magnesíum í einni stiku = svipað magn og í handfylli af hnetum (40 mg) Engin rotvarnarefni eða gervisætuefni
Saltmagn (natríum) í einni stiku = ca. ein brauðsneið (125 mg) Sykur í einni stiku = 0,5 g → allt að 30 sinnum minna en í glasi af safa Kalíum í einni stiku = svipað magn og í hluta af kartöflu (190 mg) Magnesíum í einni stiku = svipað magn og í handfylli af hnetum (40 mg) Engin rotvarnarefni eða gervisætuefni
Drykkir Matur Neytendur Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira