Vesturport fær lóð í Gufunesi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2025 15:16 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gísli Örn Garðarsson skrifa undir vilyrði fyrir lóð handa Vesturport í Gufunesi. Reykjavík Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði undir lóðarvilyrði með Gísla Erni Garðarssyni, forsvarsmanni Vesturports, á kynningarfundi um Athafnaborgina á föstudag. „Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging í Gufunesi, bæði í atvinnustarfsemi sem og íbúðarhúsnæði. Sú uppbygging hvílir á grunni hugmyndasamkeppni um heildarskipulag svæðisins frá 2016 og nú áratug síðar má sjá miklar breytingar. Þetta misserið er í vinnslu næstu áfangar deiliskipulags og tengist lóðavilyrðið þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gufunesið úr lofti.Ragnar Th. „Það er gleðiefni fyrir okkur að fá að taka þátt í uppbyggingu menningarstarfssemi á jafn spennandi svæði og Gufunesið er. Að reisa okkur rými til lífs, leiks og lista í beinni tengingu við verðandi íbúa. Það er vissulega tilhlökkunarefni að ganga til liðs við þá grósku sem nú þegar blómstrar í hverfinu og fá að setja mark okkar á áframhaldandi menningarstarf í borginni,“ sagði Gísli Örn við undirritunina. Við tilefnið rifjaði Gísli Örnu upp að á næsta ári yrðu liðin 25 ár frá því Vesturport hóf starfsemi sína í litlum skúr á Vesturgötu og tók hópurinn nafn sitt af því. Kvikmyndaþorp í gerjun frá aldamótum Hugmyndir og umræður um kvikmyndaþorp í Gufunesi hafa verið í gerjun frá því fyrir aldamót og snemma árið 2008 kallaði Baltasar Kormákur eftir byggingu slíks þorps sem allt væri tils er viðkæmi kvikmyndagerð. Sjá einnig: Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Fyrirtækið GN Studios, sem er meðal annars í eigu Baltasars Kormáks, keypti síðan lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg á 1,6 milljarð króna í lok árs 2017. Í apríl 2018 opnaði kvikmyndaver RVK Studios, sem er um 3.200 fermetrar að stærð, í Gufunesi í einni skemmu Áburðaverksmiðjunnar. Fjórum árum síðar, 2022, hafði RVK Studios betur gegn True North í sölusamkeppni um kaup á annarrri skemmu Áburðaverksmiðjunnar og festu kaup á henni fyrir 320 milljónir. Árið 2023 var samþykkt í borgarráði að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðir fyrirtækjanna í þeim tilgangi að tvöfölda kvikmyndaverin í Gufunesi. Fyrirtækin hugðust þá reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Nú bætist Vesturport við í hópinn þó ekki liggi fyrir nákvæm útfærsla á þeirri uppbyggingu. Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Bíó og sjónvarp Borgarstjórn Tengdar fréttir Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. 28. apríl 2023 16:09 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði undir lóðarvilyrði með Gísla Erni Garðarssyni, forsvarsmanni Vesturports, á kynningarfundi um Athafnaborgina á föstudag. „Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging í Gufunesi, bæði í atvinnustarfsemi sem og íbúðarhúsnæði. Sú uppbygging hvílir á grunni hugmyndasamkeppni um heildarskipulag svæðisins frá 2016 og nú áratug síðar má sjá miklar breytingar. Þetta misserið er í vinnslu næstu áfangar deiliskipulags og tengist lóðavilyrðið þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gufunesið úr lofti.Ragnar Th. „Það er gleðiefni fyrir okkur að fá að taka þátt í uppbyggingu menningarstarfssemi á jafn spennandi svæði og Gufunesið er. Að reisa okkur rými til lífs, leiks og lista í beinni tengingu við verðandi íbúa. Það er vissulega tilhlökkunarefni að ganga til liðs við þá grósku sem nú þegar blómstrar í hverfinu og fá að setja mark okkar á áframhaldandi menningarstarf í borginni,“ sagði Gísli Örn við undirritunina. Við tilefnið rifjaði Gísli Örnu upp að á næsta ári yrðu liðin 25 ár frá því Vesturport hóf starfsemi sína í litlum skúr á Vesturgötu og tók hópurinn nafn sitt af því. Kvikmyndaþorp í gerjun frá aldamótum Hugmyndir og umræður um kvikmyndaþorp í Gufunesi hafa verið í gerjun frá því fyrir aldamót og snemma árið 2008 kallaði Baltasar Kormákur eftir byggingu slíks þorps sem allt væri tils er viðkæmi kvikmyndagerð. Sjá einnig: Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Fyrirtækið GN Studios, sem er meðal annars í eigu Baltasars Kormáks, keypti síðan lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg á 1,6 milljarð króna í lok árs 2017. Í apríl 2018 opnaði kvikmyndaver RVK Studios, sem er um 3.200 fermetrar að stærð, í Gufunesi í einni skemmu Áburðaverksmiðjunnar. Fjórum árum síðar, 2022, hafði RVK Studios betur gegn True North í sölusamkeppni um kaup á annarrri skemmu Áburðaverksmiðjunnar og festu kaup á henni fyrir 320 milljónir. Árið 2023 var samþykkt í borgarráði að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðir fyrirtækjanna í þeim tilgangi að tvöfölda kvikmyndaverin í Gufunesi. Fyrirtækin hugðust þá reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Nú bætist Vesturport við í hópinn þó ekki liggi fyrir nákvæm útfærsla á þeirri uppbyggingu.
Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Bíó og sjónvarp Borgarstjórn Tengdar fréttir Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. 28. apríl 2023 16:09 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hollywood muni laðast að Gufunesi Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. 28. apríl 2023 16:09
Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30