Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2025 18:00 Tómas Bent Magnússon vann Lengjudeildina með ÍBV, fór á toppinn með Val í Bestu deildinni og er núna á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Getty/Mark Scates Fyrir um ári síðan var Tómas Bent Magnússon lítið þekktur leikmaður í Lengjudeildinni í fótbolta. Síðan þá hefur hann farið í titilbaráttu í Bestu deildinni og þaðan í titilbaráttu í skosku úrvalsdeildinni. Tómas fór frá ÍBV til Vals síðasta vetur og varð að afar mikilvægum hlekk á miðju liðsins, og hann var svo seldur í byrjun ágúst til Hearts í Skotlandi. Hann er núna á toppnum í skosku úrvalsdeildinni og hefur Hearts ekki tapað leik á leiktíðinni – er tveimur stigum fyrir ofan Celtic eftir sjö umferðir. „Þetta er búið að vera skrýtið ár. Maður er búinn að vera í þremur liðum á einu ári. Fór í Val og í Evrópukeppni og er svo núna mættur hingað út, allt á innan við ári. Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið því þetta er allt búið að gerast á svo stuttum tíma,“ sagði Tómas í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Það eru tvö og hálft ár síðan maður var að spila á Týsvellinum heima og svo var maður á Ibrox um daginn fyrir framan 50.000 manns. Þetta er geðveikt og mjög skrýtið á sama tíma,“ sagði Tómas en hann lék síðasta korterið í 2-0 sigri Hearts gegn Rangers á Ibrox-leikvanginum fyrir mánuði síðan. Eftir að Tómas fór frá Val missti liðið af bæði bikarmeistaratitlinum og Íslandsmeistaratitlinum og hafa ýmsir sparkspekingar haft á orði að salan á Tómasi hafi reynst Val of dýrkeypt. Engin sérstök klásúla var í samningi hans við Val um að hann mætti fara en forráðamenn Vals sýndu því skilning að Tómas vildi nýta tækifærið sem gafst hjá Hearts. En er hann sammála því að brotthvarf hans hafi skipt sköpum fyrir Val? „Ég held að það sé nú ekki hægt að setja þetta á einhvern einn eða tvo. Það er frábær hópur á Hlíðarenda – allt frábærir leikmenn. Það er ekkert hægt að segja að þetta hafi verið vegna þess að Patrick eða Frederik meiddist, eða af því ég fór úr liðinu. Þetta er bara fótbolti og þetta riðlaðist svona,“ sagði Tómas eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla Valur Skoski boltinn ÍBV Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Tómas fór frá ÍBV til Vals síðasta vetur og varð að afar mikilvægum hlekk á miðju liðsins, og hann var svo seldur í byrjun ágúst til Hearts í Skotlandi. Hann er núna á toppnum í skosku úrvalsdeildinni og hefur Hearts ekki tapað leik á leiktíðinni – er tveimur stigum fyrir ofan Celtic eftir sjö umferðir. „Þetta er búið að vera skrýtið ár. Maður er búinn að vera í þremur liðum á einu ári. Fór í Val og í Evrópukeppni og er svo núna mættur hingað út, allt á innan við ári. Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið því þetta er allt búið að gerast á svo stuttum tíma,“ sagði Tómas í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Það eru tvö og hálft ár síðan maður var að spila á Týsvellinum heima og svo var maður á Ibrox um daginn fyrir framan 50.000 manns. Þetta er geðveikt og mjög skrýtið á sama tíma,“ sagði Tómas en hann lék síðasta korterið í 2-0 sigri Hearts gegn Rangers á Ibrox-leikvanginum fyrir mánuði síðan. Eftir að Tómas fór frá Val missti liðið af bæði bikarmeistaratitlinum og Íslandsmeistaratitlinum og hafa ýmsir sparkspekingar haft á orði að salan á Tómasi hafi reynst Val of dýrkeypt. Engin sérstök klásúla var í samningi hans við Val um að hann mætti fara en forráðamenn Vals sýndu því skilning að Tómas vildi nýta tækifærið sem gafst hjá Hearts. En er hann sammála því að brotthvarf hans hafi skipt sköpum fyrir Val? „Ég held að það sé nú ekki hægt að setja þetta á einhvern einn eða tvo. Það er frábær hópur á Hlíðarenda – allt frábærir leikmenn. Það er ekkert hægt að segja að þetta hafi verið vegna þess að Patrick eða Frederik meiddist, eða af því ég fór úr liðinu. Þetta er bara fótbolti og þetta riðlaðist svona,“ sagði Tómas eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla Valur Skoski boltinn ÍBV Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira