Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2025 21:21 Frá Arctic Light-heræfingunni í síðasta mánuði. Hermenn síga úr þyrlu niður á herskip við Grænland. AP Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. Í kvöldfréttum Sýnar mátti sjá aðflug að stærsta flugvelli Grænlands, Kangerlussuaq, sem áður kallaðist Syðri-Straumfjörður. Bandaríkjamenn gerðu flugvöllinn í síðari heimsstyrjöld og voru áfram með fjölmennt herlið þar á árum kalda stríðsins. Þar var bandarísk herstöð í hálfa öld, allt til ársins 1992. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést flugvöllurinn úr flugmælingavél Isavia.Egill Aðalsteinsson En núna er Kangerslussuaq að verða danskur herflugvöllur. Forsmekkinn mátti sjá í síðasta mánuði þegar danski herinn mætti með F-16 herþotur á flugvöllinn og efndi til Nato-heræfingar með þátttöku Frakka, Þjóðverja, Norðmanna og Svía. Æfingin, sem nefndist Arctic Light 2025, fór einnig fram á sjó og var utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, meðal viðstaddra um borð í danskri freigátu. Dönsk F-16 orustuþota á Kangerlussuaq-flugvelli þann 17. september síðastliðinn.AP Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin höfðu í byrjun sumars kynnt ákvörðun um að varnarbúnaður danska hersins á Grænlandi yrði efldur á næstu mánuðum. F-16 herþotur yrðu staðsettar í Kangerlussuaq, tvær stórar herþyrlur staðsettar í Nuuk, heræfingar yrðu auknar auk þess sem grænlenskum ungmennum yrði boðin grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum en í fréttinni mátti sjá ungmennahóp á slökkviliðsæfingu í bænum Sisimiut. Höfnin í Nuuk verður stækkuð til að skapa betra rými fyrir dönsku herskipin.Egill Aðalsteinsson Í byrjun mánaðarins var kynnt samkomulag um frekari styrkingu innviða Grænlands með gerð stórskipahafnar í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi og gerð nýs flugvallar í Ittoqqortoormiit við Scoresbysund á Austur-Grænlandi. Og síðastliðinn föstudag tilkynntu Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, um enn einn pakkann. Núverandi höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Meðal annars yrðu fimm nýjar freigátur smíðaðar fyrir norðurslóðir, höfnin í Nuuk stækkuð til að skapa herskipum Dana þar betri aðstöðu, nýjar höfuðstöðvar danska hersins, Arktisk Kommando, yrðu byggðar í Nuuk, loftvarnaratsjá reist á Austur- Grænlandi og nýr sæstrengur yrði lagður milli Grænlands og Danmerkur. Hér má sjá frétt Sýnar: Grænland Danmörk Norðurslóðir NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20 Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. 8. júní 2025 07:07 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar mátti sjá aðflug að stærsta flugvelli Grænlands, Kangerlussuaq, sem áður kallaðist Syðri-Straumfjörður. Bandaríkjamenn gerðu flugvöllinn í síðari heimsstyrjöld og voru áfram með fjölmennt herlið þar á árum kalda stríðsins. Þar var bandarísk herstöð í hálfa öld, allt til ársins 1992. Flugbrautin í Kangerlussuaq er 2.800 metra löng. Hér sést flugvöllurinn úr flugmælingavél Isavia.Egill Aðalsteinsson En núna er Kangerslussuaq að verða danskur herflugvöllur. Forsmekkinn mátti sjá í síðasta mánuði þegar danski herinn mætti með F-16 herþotur á flugvöllinn og efndi til Nato-heræfingar með þátttöku Frakka, Þjóðverja, Norðmanna og Svía. Æfingin, sem nefndist Arctic Light 2025, fór einnig fram á sjó og var utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, meðal viðstaddra um borð í danskri freigátu. Dönsk F-16 orustuþota á Kangerlussuaq-flugvelli þann 17. september síðastliðinn.AP Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin höfðu í byrjun sumars kynnt ákvörðun um að varnarbúnaður danska hersins á Grænlandi yrði efldur á næstu mánuðum. F-16 herþotur yrðu staðsettar í Kangerlussuaq, tvær stórar herþyrlur staðsettar í Nuuk, heræfingar yrðu auknar auk þess sem grænlenskum ungmennum yrði boðin grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum en í fréttinni mátti sjá ungmennahóp á slökkviliðsæfingu í bænum Sisimiut. Höfnin í Nuuk verður stækkuð til að skapa betra rými fyrir dönsku herskipin.Egill Aðalsteinsson Í byrjun mánaðarins var kynnt samkomulag um frekari styrkingu innviða Grænlands með gerð stórskipahafnar í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi og gerð nýs flugvallar í Ittoqqortoormiit við Scoresbysund á Austur-Grænlandi. Og síðastliðinn föstudag tilkynntu Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, um enn einn pakkann. Núverandi höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Meðal annars yrðu fimm nýjar freigátur smíðaðar fyrir norðurslóðir, höfnin í Nuuk stækkuð til að skapa herskipum Dana þar betri aðstöðu, nýjar höfuðstöðvar danska hersins, Arktisk Kommando, yrðu byggðar í Nuuk, loftvarnaratsjá reist á Austur- Grænlandi og nýr sæstrengur yrði lagður milli Grænlands og Danmerkur. Hér má sjá frétt Sýnar:
Grænland Danmörk Norðurslóðir NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20 Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. 8. júní 2025 07:07 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40
Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. 9. september 2025 22:20
Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands. 8. júní 2025 07:07