Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2025 23:01 Elín Klara Þorkelsdóttir hefur átt frábært haust í Svíþjóð og tekur það vonandi með sér í komandi landsleiki. vísir/Lýður „Þetta verður krefjandi leikur en við mætum tilbúnar í þetta,“ segir Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta, fyrir slaginn við Færeyinga á miðvikudagskvöld í Lambhagahöllinni. Leikurinn er sá fyrsti í nýrri undankeppni EM en einnig undirbúningur fyrir næsta stórmót því Ísland er svo á leiðinni á HM í Stuttgart undir lok næsta mánaðar. Elín Klara er mætt til Íslands með mikið sjálfstraust því hún hefur verið mögnuð og jafnan markahæst í fyrstu leikjum sínum í atvinnumennsku, með sænska liðinu Sävehof. Hún ræddi við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu landsliðsins. Klippa: Elín Klara klár í krefjandi landsleik „Þetta hefur bara farið vel af stað [í Svíþjóð]. Ég er mjög ánægð þarna. Deildin er bara skemmtileg og frekar jöfn, svo allt getur gerst í öllum leikjum. Það er rosalega skemmtilegt og maður þarf að mæta hundrað prósent í alla leiki. Svo erum við búnar að spila tvo Evrópuleiki, fórum til Portúgals, og þetta byrjar bara mjög vel,“ segir Elín Klara afar hógvær. Ánægð á nýjum stað en tungumálið áskorun Utan vallar hefur einnig gengið vel að koma sér fyrir, þó að vissulega fylgi því áskoranir að flytja að heiman: „Mamma, pabbi og kærastinn minn komu með mér út og hjálpuðu mér. Ég er á mjög þægilegum stað, Gautaborg er ógeðslega flott borg og ég er mjög ánægð. Auðvitað er mjög krefjandi að flytja að heiman en það er ógeðslega gaman að spila í umhverfi þar sem allir vilja verða betri og ná langt. Þær eru eiginlega allar sænskar þarna svo að tungumálið er áskorun, og utan handboltans eru ótrúlega margar áskoranir. Auðvitað líka í handboltanum en í þessu felst svona mesti munurinn,“ segir Elín Klara sem er 21 árs gömul. Eins og fyrr segir er stutt í næsta stórmót en Elín Klara er bjartsýn á framhaldið hjá íslenska landsliðinu, þrátt fyrir breytingar á mannskap: „Við erum margar hérna sem voru á síðasta stórmóti en við erum líka búnar að missa stóra og góða leikmenn. Við þurfum bara að slípa okkur saman og ég hef fulla trú á liðinu.“ Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Leikurinn er sá fyrsti í nýrri undankeppni EM en einnig undirbúningur fyrir næsta stórmót því Ísland er svo á leiðinni á HM í Stuttgart undir lok næsta mánaðar. Elín Klara er mætt til Íslands með mikið sjálfstraust því hún hefur verið mögnuð og jafnan markahæst í fyrstu leikjum sínum í atvinnumennsku, með sænska liðinu Sävehof. Hún ræddi við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu landsliðsins. Klippa: Elín Klara klár í krefjandi landsleik „Þetta hefur bara farið vel af stað [í Svíþjóð]. Ég er mjög ánægð þarna. Deildin er bara skemmtileg og frekar jöfn, svo allt getur gerst í öllum leikjum. Það er rosalega skemmtilegt og maður þarf að mæta hundrað prósent í alla leiki. Svo erum við búnar að spila tvo Evrópuleiki, fórum til Portúgals, og þetta byrjar bara mjög vel,“ segir Elín Klara afar hógvær. Ánægð á nýjum stað en tungumálið áskorun Utan vallar hefur einnig gengið vel að koma sér fyrir, þó að vissulega fylgi því áskoranir að flytja að heiman: „Mamma, pabbi og kærastinn minn komu með mér út og hjálpuðu mér. Ég er á mjög þægilegum stað, Gautaborg er ógeðslega flott borg og ég er mjög ánægð. Auðvitað er mjög krefjandi að flytja að heiman en það er ógeðslega gaman að spila í umhverfi þar sem allir vilja verða betri og ná langt. Þær eru eiginlega allar sænskar þarna svo að tungumálið er áskorun, og utan handboltans eru ótrúlega margar áskoranir. Auðvitað líka í handboltanum en í þessu felst svona mesti munurinn,“ segir Elín Klara sem er 21 árs gömul. Eins og fyrr segir er stutt í næsta stórmót en Elín Klara er bjartsýn á framhaldið hjá íslenska landsliðinu, þrátt fyrir breytingar á mannskap: „Við erum margar hérna sem voru á síðasta stórmóti en við erum líka búnar að missa stóra og góða leikmenn. Við þurfum bara að slípa okkur saman og ég hef fulla trú á liðinu.“
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira