„Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 08:00 Mist með Íslandsmeistarabikarinn 2019, þegar Valur vann eftir níu ára bið, en þá hafði hún sigrast á krabbameini og lent í ítrekuðum krossbandsslitum. vísir/Daníel Fótboltakonan Mist Edvardsdóttir var smám saman að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu þegar henni var kippt hratt niður á jörðina. Hún var 23 ára þegar hún greindist með Hodgkins eitlakrabbamein en segir fótboltann hafa hjálpað sér mikið og meinið ef til vill stuðlað að því að hún fann ástina og eignaðist tvo stráka. Þegar Mist greindist var meinið orðið 14 sentímetrar. Það var í miðmætinu og óx í kringum hjartað, og þá voru einnig komnar krabbameinsfrumur í miltað. Við tók 6-7 mánaða lyfjameðferð þar sem Mist hélt þó áfram að æfa og keppa í fótbolta, sumarið 2014, og missti aðeins af þremur leikjum. „Þegar þú greinist þá googlarðu frá þér allt vit og ég var alltaf að leita af sögum og leita af jákvæðum sögum.“ „Mig vantaði svo að heyra sögu frá einhverjum sem hafði verið í íþróttum líka. En fann aldrei söguna sem mig langaði að heyra, ég var alltaf að horfa á þetta út frá íþróttahliðinni.“ Þetta segir Mist í hlaðvarpinu Klefinn hjá Silju Úlfars, þar sem hún fer yfir greiningarferlið og baráttu sína við krabbameinið. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan eða hlusta á hann á hlaðvarpsveitum. Þegar Mist greindist var hún að flytja heim eftir atvinnumennsku, ekki komin inn í heilbrigðiskerfið á Íslandi og var hún ekki að flýta sér til læknis heldur lét sér nægja að hitta lækni landsliðsins reglulega. „Ég tók þessu ekki alvarlega, þér finnst þú vera ódauðlegur og síðasta sem þig grunar að þú sért með krabbamein,“ segir Mist. Hún lýsir því hvernig hún fann að æfingarnar fóru þó að verða erfiðari úthaldslega og ef hún lyfti höndunum upp þá lokaði æxlið nánast öndunarveginum. Æxlið lokaði nánast öndunarveginum hjá Mist.Aðsend mynd „Fyrsta sem læknirinn sagði þegar hann sagði mér að ég væri krabbamein var að ef þú ættir að velja þér krabbamein þá myndirðu velja þetta. Svo kom að þú gætir þurft að hætta í fótbolta, orðið ófrjó og allskonar hræðilegar staðreyndir. Og lífslíkur þegar hann tilkynnir mér þetta, minnir að hann hafi sagt, að það eru 85% líkur á því að þú verður á lífi eftir 5 ár.“ Fyrstu viðbrögð læknisins sem þótti jákvæður voru að Mist gæti klárað tímabilið, tekið svo meðferðina frá október til desember og þá verið komin á fullt í janúar til að fara með landsliðinu út til Algarve í mars. Hún fékk þó skilaboð frá lækninum að þetta yrði líklega ekki besta fótboltasumarið en hún var ákveðin í að ná sumrinu. Mist var í sambandi við lækni landsliðsins og ætlaði sér að spila áfram þó að hún væri komin með krabbamein.Skjáskot Ætlaði í landsliðsferð en mælir með meiri þolinmæði Mist segist hafa lært af þessu og ráðleggur fólki að stýra væntingum sínum: „Líka pæla í hvað ef „best case scenario“ rætist ekki. Ég ætlaði að vera komin í landsliðsferð í febrúar en er ekki byrjuð að æfa fyrr en í apríl. Hafðu þolinmæðina fyrir því að þetta smellur kannski ekki allt eins og þú vildir. Það væri mitt ráð, því það munu örugglega einhverjir íþróttakrakkar greinast í framtíðinni.“ „Eftir á að hyggja verið betra fyrir mann að hlusta á lækninn og vera meðvitaðri um það sem tæki við og koma skyldi eftir svona lyfjameðferð, að þetta væri ekki dans á rósum og það væri eðlilegt að sýna sér smá mildi og líkaminn væri í hörku recovery.“ Mist lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Val árið 2022. Hún lék 174 leiki í efstu deild hér á landi og 13 A-landsleiki.VÍSIR/VILHELM Mist fékk að lokum lyfjabrunn þar sem það var orðið erfitt að finna æðar í lyfjagjöfinni. Hún hafði seinkað því eins og hún gat því hún gat ekki æft eða keppt með lyfjabrunninn, því hún mátti ekki fá högg. Planið hennar var að hefja æfingar í janúar og fara út með landsliðinu, en það kom bakslag þegar hún fékk blóðtappa í lyfjabrunninn og að endingu þá byrjaði hún ekki að æfa með Val fyrr en í apríl. „Þá var strax undirbúningstímabilið farið og fullt af landsliðsverkefnum og ég dottin úr mixinu.“ En þegar Mist gat á annað borð æft þá harkaði hún alltaf af sér og mætti: „Ég missti ekki af æfingu meðan á þessu stóð. Það var alveg stundum svolítið erfitt, þegar mig langaði að sofna standandi, að rífa sig upp og fara á æfingu. Á sama tíma var fótboltinn það besta sem ég hafði í gegnum þennan tíma. Að mæta og fá að gleyma í smá stund að þú sért krabbameinssjúklingur. Ert að díla við þetta og þú kemur á æfingu og þar er enginn að hlífa þér þegar æfingin er byrjuð. Þú ert bara inn í reit ef þú ert yngst og sama þótt þú sért með krabbamein. Þú ert alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar,“ segir Mist. Fótboltinn alltaf það sem gaf lífinu tilgang Varðandi hugarfarið þegar krabbameinsmeðferðin stóð yfir segir Mist: „Staðan var mjög góð meðan á öllu þessu stóð, ég held ég hafi grætt þvílíkt á því að hafa verið í afreksíþróttamennsku á þessum tíma og í hörkuformi þegar ég greinist. Ég fór langt á því og leið vel fyrstu mánuðina meðan ég var í lyfjameðferðinni. Ég spilaði alla leiki og mætti á alla leiki, spilaði 15 af 18 leikjum. Í september veikist ég, þá var ónæmiskerfið orðið ekkert.“ Fótboltinn átti allan hug Mistar á þessum tíma og öll hennar markmið sneru að honum. Þegar Mist var spurð um að fá greininguna þegar hún var að ná markmiðunum sínum í fótboltanum, að vinna sér fast sæti í landsliðinu, segir hún: „Þú ert bara staddur inn í þessu verkefni, ég fékk gífurlegan stuðning frá öllum í kringum mig. Netið mitt, og stuðningur, fullt af ókunnugu fólki að senda mér skilaboð og peppa mig áfram. Í minningunni átti ég auðvelt með þetta andlega þegar ég var í meðferðinni.“ „Fótboltinn var alltaf… það var án gríns það sem gaf lífinu mínu tilgang. Mig langaði aldrei að sleppa æfingu sama hvað ég var þreytt. Þetta var það sem gladdi mig, félagsskapurinn og fá að gleyma mér. Það tekur yfir hausinn á þér. Ég var aldrei hrædd að deyja, ég hugsaði það aldrei,“ segir Mist. Mist var í lykilhlutverki hjá Val þegar hún var ekki frá keppni vegna meiðsla. Hún sleit krossband í hné alls fjórum sinnum á ferlinum.vísir/Diego Tímabilið eftir meðferð mikið erfiðara Hún segir að fyrsta tímabilið eftir að krabbameinsmeðferðinni lauk hafi í raun verið mikið erfiðara heldur en að spila þegar hún var í meðferðinni: „Þá ertu í þessu verkefni, ert í auga stormsins að takast á við þetta. Erfiðasta í þessu árið eftir voru mínar væntingar, eins og ég var búin að sjá þetta fyrir mér var allt annað en raunveruleikinn. Ég var smá naive yfir hvað myndi taka við.“ Mist endaði á því að hætta í fótbolta en fann svo gleðina aftur og segir frá því. Hún þurfti að takast á við fleiri áföll því hún sleit krossband í hné þrjú ár í röð, 2017, 2018 og 2019, og svo í fjórða sinn 2022 þegar hún varð tvöfaldur meistari með Val. Þá ákvað hún að láta gott heita. „Ég gat hætt og sæst við það hvernig minn ferill fór, en krabbameinið kenndi mér mikið. Ég veit ekki hvort ég myndi vilja breyta þessu í dag, örugglega ekki því ég átti svo góðan tíma í lokin,“ segir Mist sem í Val vann ástina sína, Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ef ég hefði ekki greinst og farið í Val þá hefðum við konan mín kannski ekki náð saman og við kannski ekki átt þessa tvo stráka.” Valur Krabbamein Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira
Þegar Mist greindist var meinið orðið 14 sentímetrar. Það var í miðmætinu og óx í kringum hjartað, og þá voru einnig komnar krabbameinsfrumur í miltað. Við tók 6-7 mánaða lyfjameðferð þar sem Mist hélt þó áfram að æfa og keppa í fótbolta, sumarið 2014, og missti aðeins af þremur leikjum. „Þegar þú greinist þá googlarðu frá þér allt vit og ég var alltaf að leita af sögum og leita af jákvæðum sögum.“ „Mig vantaði svo að heyra sögu frá einhverjum sem hafði verið í íþróttum líka. En fann aldrei söguna sem mig langaði að heyra, ég var alltaf að horfa á þetta út frá íþróttahliðinni.“ Þetta segir Mist í hlaðvarpinu Klefinn hjá Silju Úlfars, þar sem hún fer yfir greiningarferlið og baráttu sína við krabbameinið. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan eða hlusta á hann á hlaðvarpsveitum. Þegar Mist greindist var hún að flytja heim eftir atvinnumennsku, ekki komin inn í heilbrigðiskerfið á Íslandi og var hún ekki að flýta sér til læknis heldur lét sér nægja að hitta lækni landsliðsins reglulega. „Ég tók þessu ekki alvarlega, þér finnst þú vera ódauðlegur og síðasta sem þig grunar að þú sért með krabbamein,“ segir Mist. Hún lýsir því hvernig hún fann að æfingarnar fóru þó að verða erfiðari úthaldslega og ef hún lyfti höndunum upp þá lokaði æxlið nánast öndunarveginum. Æxlið lokaði nánast öndunarveginum hjá Mist.Aðsend mynd „Fyrsta sem læknirinn sagði þegar hann sagði mér að ég væri krabbamein var að ef þú ættir að velja þér krabbamein þá myndirðu velja þetta. Svo kom að þú gætir þurft að hætta í fótbolta, orðið ófrjó og allskonar hræðilegar staðreyndir. Og lífslíkur þegar hann tilkynnir mér þetta, minnir að hann hafi sagt, að það eru 85% líkur á því að þú verður á lífi eftir 5 ár.“ Fyrstu viðbrögð læknisins sem þótti jákvæður voru að Mist gæti klárað tímabilið, tekið svo meðferðina frá október til desember og þá verið komin á fullt í janúar til að fara með landsliðinu út til Algarve í mars. Hún fékk þó skilaboð frá lækninum að þetta yrði líklega ekki besta fótboltasumarið en hún var ákveðin í að ná sumrinu. Mist var í sambandi við lækni landsliðsins og ætlaði sér að spila áfram þó að hún væri komin með krabbamein.Skjáskot Ætlaði í landsliðsferð en mælir með meiri þolinmæði Mist segist hafa lært af þessu og ráðleggur fólki að stýra væntingum sínum: „Líka pæla í hvað ef „best case scenario“ rætist ekki. Ég ætlaði að vera komin í landsliðsferð í febrúar en er ekki byrjuð að æfa fyrr en í apríl. Hafðu þolinmæðina fyrir því að þetta smellur kannski ekki allt eins og þú vildir. Það væri mitt ráð, því það munu örugglega einhverjir íþróttakrakkar greinast í framtíðinni.“ „Eftir á að hyggja verið betra fyrir mann að hlusta á lækninn og vera meðvitaðri um það sem tæki við og koma skyldi eftir svona lyfjameðferð, að þetta væri ekki dans á rósum og það væri eðlilegt að sýna sér smá mildi og líkaminn væri í hörku recovery.“ Mist lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Val árið 2022. Hún lék 174 leiki í efstu deild hér á landi og 13 A-landsleiki.VÍSIR/VILHELM Mist fékk að lokum lyfjabrunn þar sem það var orðið erfitt að finna æðar í lyfjagjöfinni. Hún hafði seinkað því eins og hún gat því hún gat ekki æft eða keppt með lyfjabrunninn, því hún mátti ekki fá högg. Planið hennar var að hefja æfingar í janúar og fara út með landsliðinu, en það kom bakslag þegar hún fékk blóðtappa í lyfjabrunninn og að endingu þá byrjaði hún ekki að æfa með Val fyrr en í apríl. „Þá var strax undirbúningstímabilið farið og fullt af landsliðsverkefnum og ég dottin úr mixinu.“ En þegar Mist gat á annað borð æft þá harkaði hún alltaf af sér og mætti: „Ég missti ekki af æfingu meðan á þessu stóð. Það var alveg stundum svolítið erfitt, þegar mig langaði að sofna standandi, að rífa sig upp og fara á æfingu. Á sama tíma var fótboltinn það besta sem ég hafði í gegnum þennan tíma. Að mæta og fá að gleyma í smá stund að þú sért krabbameinssjúklingur. Ert að díla við þetta og þú kemur á æfingu og þar er enginn að hlífa þér þegar æfingin er byrjuð. Þú ert bara inn í reit ef þú ert yngst og sama þótt þú sért með krabbamein. Þú ert alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar,“ segir Mist. Fótboltinn alltaf það sem gaf lífinu tilgang Varðandi hugarfarið þegar krabbameinsmeðferðin stóð yfir segir Mist: „Staðan var mjög góð meðan á öllu þessu stóð, ég held ég hafi grætt þvílíkt á því að hafa verið í afreksíþróttamennsku á þessum tíma og í hörkuformi þegar ég greinist. Ég fór langt á því og leið vel fyrstu mánuðina meðan ég var í lyfjameðferðinni. Ég spilaði alla leiki og mætti á alla leiki, spilaði 15 af 18 leikjum. Í september veikist ég, þá var ónæmiskerfið orðið ekkert.“ Fótboltinn átti allan hug Mistar á þessum tíma og öll hennar markmið sneru að honum. Þegar Mist var spurð um að fá greininguna þegar hún var að ná markmiðunum sínum í fótboltanum, að vinna sér fast sæti í landsliðinu, segir hún: „Þú ert bara staddur inn í þessu verkefni, ég fékk gífurlegan stuðning frá öllum í kringum mig. Netið mitt, og stuðningur, fullt af ókunnugu fólki að senda mér skilaboð og peppa mig áfram. Í minningunni átti ég auðvelt með þetta andlega þegar ég var í meðferðinni.“ „Fótboltinn var alltaf… það var án gríns það sem gaf lífinu mínu tilgang. Mig langaði aldrei að sleppa æfingu sama hvað ég var þreytt. Þetta var það sem gladdi mig, félagsskapurinn og fá að gleyma mér. Það tekur yfir hausinn á þér. Ég var aldrei hrædd að deyja, ég hugsaði það aldrei,“ segir Mist. Mist var í lykilhlutverki hjá Val þegar hún var ekki frá keppni vegna meiðsla. Hún sleit krossband í hné alls fjórum sinnum á ferlinum.vísir/Diego Tímabilið eftir meðferð mikið erfiðara Hún segir að fyrsta tímabilið eftir að krabbameinsmeðferðinni lauk hafi í raun verið mikið erfiðara heldur en að spila þegar hún var í meðferðinni: „Þá ertu í þessu verkefni, ert í auga stormsins að takast á við þetta. Erfiðasta í þessu árið eftir voru mínar væntingar, eins og ég var búin að sjá þetta fyrir mér var allt annað en raunveruleikinn. Ég var smá naive yfir hvað myndi taka við.“ Mist endaði á því að hætta í fótbolta en fann svo gleðina aftur og segir frá því. Hún þurfti að takast á við fleiri áföll því hún sleit krossband í hné þrjú ár í röð, 2017, 2018 og 2019, og svo í fjórða sinn 2022 þegar hún varð tvöfaldur meistari með Val. Þá ákvað hún að láta gott heita. „Ég gat hætt og sæst við það hvernig minn ferill fór, en krabbameinið kenndi mér mikið. Ég veit ekki hvort ég myndi vilja breyta þessu í dag, örugglega ekki því ég átti svo góðan tíma í lokin,“ segir Mist sem í Val vann ástina sína, Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ef ég hefði ekki greinst og farið í Val þá hefðum við konan mín kannski ekki náð saman og við kannski ekki átt þessa tvo stráka.”
Valur Krabbamein Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira