Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2025 19:17 Bryndís Björnsdóttir, sem er framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtíu ný störf urðu til í Bláskógabyggð í dag þegar nýtt baðlón var opnað í Laugarási. Bygging lónsins kostaði um þrjá milljarða króna en það er allt hið glæsilegasta. Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira