Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2025 20:25 Atvikið átti sér stað á Litla-Hrauni en aðbúnaður þar hefur lengi verið gagnrýndur. Vísir/Vilhelm Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra. Annar þeirra fékk skurð á hendi en fangaverðir slösuðust ekki. Lögregla rannsakar nú málið og verður atvikið tekið til skoðunar hjá stjórn fangelsisins, að sögn Kristínar Evu Sveinsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns. Ekki hafi verið um að ræða alvarlega áverka. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir erfitt að koma alveg í veg fyrir að fangar beri vopn innan fangelsisins og yfirfull fangelsi auki bæði hættuna á átökum og geri fangavörðum erfiðara að bregðast við. „Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn eins og maður segir. Þetta tengist því sem við höfum verið að tala um að það er erfitt að aðskilja fanga innan fangelsiskerfisins í dag sem er yfirfullt. Það eru alls konar menn og konur sem virka illa saman og það koma þá oft upp einhver átök á milli hópa. Þetta er því miður það sem við búum svolítið við í dag og getum átt von á,“ segir Kristín Eva í samtali við fréttastofu. Hún þekki ekki til tölfræði um tíðni hnífaárása í fangelsinu en þær hafi ekki verið algengar í hennar stjórnartíð. Fangarnir sem um ræðir hafi verið aðskildir og settir tímabundið í sérstakt einangrunarúrræði. „Fangaverðir brugðust skjótt og vel við og sem betur varð enginn alvarleg atburðarás út frá þessu.“ RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildum að árásarmaðurinn hafi verið einn þeirra sem réðust á fangaverði í sumar. Kristín Eva segist ekki geta staðfest það eða veitt upplýsingar um fangana. Ekki liggi fyrir hvers vegna átökin brutust út. Það sé lögreglunnar að kanna það og ræða við umrædda fanga og vitni. Kallaði eftir aðgerðum Kristín Eva, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna skoruðu nýverið á stjórnvöld að bregðast við „langvinnri kerfislægri krísu“ í fangelsismálum hér á landi. Þau sögðu ástand málaflokksins vera óásættanlegt. „Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu hópsins. Fréttin hefur verið uppfærð.. Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Lögregla rannsakar nú málið og verður atvikið tekið til skoðunar hjá stjórn fangelsisins, að sögn Kristínar Evu Sveinsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns. Ekki hafi verið um að ræða alvarlega áverka. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir erfitt að koma alveg í veg fyrir að fangar beri vopn innan fangelsisins og yfirfull fangelsi auki bæði hættuna á átökum og geri fangavörðum erfiðara að bregðast við. „Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn eins og maður segir. Þetta tengist því sem við höfum verið að tala um að það er erfitt að aðskilja fanga innan fangelsiskerfisins í dag sem er yfirfullt. Það eru alls konar menn og konur sem virka illa saman og það koma þá oft upp einhver átök á milli hópa. Þetta er því miður það sem við búum svolítið við í dag og getum átt von á,“ segir Kristín Eva í samtali við fréttastofu. Hún þekki ekki til tölfræði um tíðni hnífaárása í fangelsinu en þær hafi ekki verið algengar í hennar stjórnartíð. Fangarnir sem um ræðir hafi verið aðskildir og settir tímabundið í sérstakt einangrunarúrræði. „Fangaverðir brugðust skjótt og vel við og sem betur varð enginn alvarleg atburðarás út frá þessu.“ RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildum að árásarmaðurinn hafi verið einn þeirra sem réðust á fangaverði í sumar. Kristín Eva segist ekki geta staðfest það eða veitt upplýsingar um fangana. Ekki liggi fyrir hvers vegna átökin brutust út. Það sé lögreglunnar að kanna það og ræða við umrædda fanga og vitni. Kallaði eftir aðgerðum Kristín Eva, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna skoruðu nýverið á stjórnvöld að bregðast við „langvinnri kerfislægri krísu“ í fangelsismálum hér á landi. Þau sögðu ástand málaflokksins vera óásættanlegt. „Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu hópsins. Fréttin hefur verið uppfærð..
Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira