Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. október 2025 21:00 Ofbeldi gegn öldruðum er oft dulið og þeir sem verða fyrir því upplifa oft á tíðum skömm. Vísir/Vilhelm Erfitt getur reynst að stöðva ofbeldi gegn öldruðum þar sem úrræði skortir. Þetta segir deildarstjóri heimaþjónustu sem kallar eftir þeim. Þá fer vanræksla og fjárhagslegt ofbeldi aldraðra vaxandi og dæmi um að tugir milljóna króna hafi verið hafðir af eldra fólki. Flókið er að ná utan um umfang ofbeldis gegn öldruðum á Íslandi er sérfræðingar sem tóku þátt í málþingi Landssambands eldri borgara um málið í dag eru á því að það fari vaxandi. „Ég held að almenningur hafi ekki hugmynd um hvernig aðstæður margir af okkar eldri borgurum búa við og hvernig ofbeldi þeir búa við,“ segir Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð sem er ein þeirra sem hélt erindi á málþinginu. Ragnheiður segir þá sem sinna heimahjúkrun oft verða vara við ofbeldi í hinum ýmsu myndum. „Ég er að fá alltof mörg mál inn á borð til mín og bara eins og vanræksla sem að flokkast undir ofbeldi er mjög algengt. Það að það vanti mat í ísskáp hjá viðkomandi sem við erum beðin um að sjá um að gefa mat. Við þurfum bókstaflega að ganga á eftir einhverjum að kaupa mat í ísskápinn til að gefa hinum aldraðra þetta er bara einn hluti af ofbeldinu. Þetta er vanræksla.“ Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð segir mörg mál hafa ratað á sitt borð er varða ofbeldi gegn öldruðum. Vísir/Sigurjón Fjárhagslegt ofbeldi gegn öldruðum er einnig vaxandi vandamál og eru aldraðir líklegri en þeir yngri til að falla fyrir netsvikum. Um eitt þúsund netsvikamál hafa komið upp hjá Landsbankanum á þessu ári og snúa mörg þeirra að eldra fólki en allt að fimmtíu milljónir hafa tapast í einstaka málum. „Í þessum málum eru fjártjónin miklu hærri. Þetta er fjártjón hjá eldra fólk sem hefur jafnvel verið alla starfsævina að safna sér inn fyrir eldri árunum og ætlar að njóta lífsins að það fellur fyrir svikum og er jafnvel að tapa öllum sínum peningum á einu bragði fyrir svikara sem hefur samband við það,“ segir Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum sem einnig hélt erindi á málþinginu. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum segir aldraða oft verða fyrir barðinu á netsvikurum. vísir Ragnheiður segir að þegar komi að alvarlegustu málunum sem komi upp út frá heimaþjónustu, þar sem aldraðir séu beittir andlegu og líkamlegu ofbeldi, skorti úrræði. „Okkar úrræði eru stundum mjög takmörkuð og við komum oft að lokuðum dyrum sem kæra sig ekki um að við séum að skipta okkur að.“ Hún kallar eftir úrræðum og segir dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til í alvarlegum málum en úrræðaleysi hafi háð henni líka. Erfitt sé vegna aðstæðna að fara með konur sem þurfa hjúkrun í Kvennaathvarfið og ekkert athvarf sé til fyrir aldraða veika karlmenn sem verða fyrir ofbeldi. „Við höfum nýtt hvíldarinnlagnarúrræði en Landspítalinn hefur verið að taka þau núna sem biðpláss út af skorti á hjúkrunarrýmum fyrir þá sem bíða eftir hjúkrunarrými og þar af leiðandi fækkar hvíldarinnlagnarplássunum sem við höfum til þess að grípa í, til þess mögulega að taka skjólstæðinginn út af heimili, út úr aðstæðum og setja hann í öruggt skjól.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Flókið er að ná utan um umfang ofbeldis gegn öldruðum á Íslandi er sérfræðingar sem tóku þátt í málþingi Landssambands eldri borgara um málið í dag eru á því að það fari vaxandi. „Ég held að almenningur hafi ekki hugmynd um hvernig aðstæður margir af okkar eldri borgurum búa við og hvernig ofbeldi þeir búa við,“ segir Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð sem er ein þeirra sem hélt erindi á málþinginu. Ragnheiður segir þá sem sinna heimahjúkrun oft verða vara við ofbeldi í hinum ýmsu myndum. „Ég er að fá alltof mörg mál inn á borð til mín og bara eins og vanræksla sem að flokkast undir ofbeldi er mjög algengt. Það að það vanti mat í ísskáp hjá viðkomandi sem við erum beðin um að sjá um að gefa mat. Við þurfum bókstaflega að ganga á eftir einhverjum að kaupa mat í ísskápinn til að gefa hinum aldraðra þetta er bara einn hluti af ofbeldinu. Þetta er vanræksla.“ Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð segir mörg mál hafa ratað á sitt borð er varða ofbeldi gegn öldruðum. Vísir/Sigurjón Fjárhagslegt ofbeldi gegn öldruðum er einnig vaxandi vandamál og eru aldraðir líklegri en þeir yngri til að falla fyrir netsvikum. Um eitt þúsund netsvikamál hafa komið upp hjá Landsbankanum á þessu ári og snúa mörg þeirra að eldra fólki en allt að fimmtíu milljónir hafa tapast í einstaka málum. „Í þessum málum eru fjártjónin miklu hærri. Þetta er fjártjón hjá eldra fólk sem hefur jafnvel verið alla starfsævina að safna sér inn fyrir eldri árunum og ætlar að njóta lífsins að það fellur fyrir svikum og er jafnvel að tapa öllum sínum peningum á einu bragði fyrir svikara sem hefur samband við það,“ segir Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum sem einnig hélt erindi á málþinginu. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum segir aldraða oft verða fyrir barðinu á netsvikurum. vísir Ragnheiður segir að þegar komi að alvarlegustu málunum sem komi upp út frá heimaþjónustu, þar sem aldraðir séu beittir andlegu og líkamlegu ofbeldi, skorti úrræði. „Okkar úrræði eru stundum mjög takmörkuð og við komum oft að lokuðum dyrum sem kæra sig ekki um að við séum að skipta okkur að.“ Hún kallar eftir úrræðum og segir dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til í alvarlegum málum en úrræðaleysi hafi háð henni líka. Erfitt sé vegna aðstæðna að fara með konur sem þurfa hjúkrun í Kvennaathvarfið og ekkert athvarf sé til fyrir aldraða veika karlmenn sem verða fyrir ofbeldi. „Við höfum nýtt hvíldarinnlagnarúrræði en Landspítalinn hefur verið að taka þau núna sem biðpláss út af skorti á hjúkrunarrýmum fyrir þá sem bíða eftir hjúkrunarrými og þar af leiðandi fækkar hvíldarinnlagnarplássunum sem við höfum til þess að grípa í, til þess mögulega að taka skjólstæðinginn út af heimili, út úr aðstæðum og setja hann í öruggt skjól.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira