Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 14:42 Þorbjörg Sigríður kveðst ekki geta sagt til um það hvort hún muni skrifa undir náðun Kouranis. Vísir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Mohamads Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. Líkt og Vísir greindi frá í gær hafa sýrlensk stjórnvöld samþykkt að taka við Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisdóm í fyrra, ef hann verður fluttur úr landi. Honum hefur þegar verið birt ákvörðun um brottvísun og þrjátíu ára endurkomubann. Hann verður því fluttur til Sýrlands að lokinni afplánun helmings fangelsisdómsins. Það er að segja nema náðunarnefnd fallist á beiðni hans um náðun af heilbrigðisástæðum. Hann lagði beiðnina inn fyrir rúmum mánuði síðan en að sögn kunnugra getur málsmeðferðartími nefndarinnar verið langur. Nefndin alveg sjálfstæð Þorbjörg Sigríður ræddi við Odd Ævar Gunnarsson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Náðunarnefnd er sjálfstæð nefnd sem fær til sín umsóknir fanga í alls konar málum. Á meðan mál eru þar til meðferðar er dómsmálaráðherra ekki að vasast í þeim. Varðandi Sýrland, þá er það auðvitað þannig að í Evrópu allri er alltaf verið að rýna lönd sem hafa verið metin þannig að það sé ekki öruggt að senda fólk þangað aftur. Það er mat á landi í hverju tilviki fyrir sig, hvort það sé verið að send fólk þangað almennt séð.“ Þannig snúi ákvörðunin að því frekar en að taka við tilteknum manni. Þá sé það mat Útlendingastofnunar hverju sinni hvenær þær aðstæður í landinu, sem hefur verið metið ótryggt, hafi breyst með þeim þeim hætti að matið verði annað. Nýlegt dæmi er afstaða Útlendingastofnunar og kærunefndarinnar til Venesúela. Það var ákveðið mat þar en svo breyttist matið og kerfið vinnur í samræmi við það. Ekki í stöðu til að svara núna Náðunarnefnd leggur mat á beiðnir um náðanir og leggur eftir atvikum tillögu fyrir dómsmálaráðherra um afgreiðslu málsins. Ef fallist er á náðunarbeiðni er gerð tillaga til forseta Íslands. Því þurfa bæði dómsmálaráðherra og forseti að samþykkja náðun. Muntu kvitta undir náðun Kouranis? „Ég er augljóslega ekki í stöðu til þess að segja neitt um það núna. Af því að kæmi eitthvert slíkt mál til mín, þetta mál eða annað, þá fylgir einhver ákvörðun og einhver rökstuðningur um að aðstæður í því máli séu með þeim hætti að þessi skipaða nefnd sérfræðinga hafi komist að því að það eigi að náða. Engin slík ákvörðun liggur fyrir þannig að ég get ekkert sagt til um það hvernig ég myndi líta einhver verðandi mál.“ Forsvaranlegt? Margir myndu vafalítið spyrja sig hvort það væri forsvaranlegt í máli Kouranis og öðrum að náða dæmda ofbeldismenn til þess eins að flytja þá úr landi. „Ég hef allan skilning á þessari umræðu en ég hef einfaldlega ekki forsendur og veit ekki einu sinni hvað nefndin mun gera í þessu máli. Þannig að einhver comment um það eru einfaldlega ekki tímabær,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum. Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Sýrland Fangelsismál Tengdar fréttir Kourani fluttur á Klepp Mohamad Kourani hefur verið fluttur á réttargeðdeild á Kleppi þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Síðastliðnu ári hefur hann varið í einangrunarklefa vegna árásargjarnar og ofbeldisfullar hegðunar. 10. október 2025 20:27 Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. 20. september 2025 11:18 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær hafa sýrlensk stjórnvöld samþykkt að taka við Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisdóm í fyrra, ef hann verður fluttur úr landi. Honum hefur þegar verið birt ákvörðun um brottvísun og þrjátíu ára endurkomubann. Hann verður því fluttur til Sýrlands að lokinni afplánun helmings fangelsisdómsins. Það er að segja nema náðunarnefnd fallist á beiðni hans um náðun af heilbrigðisástæðum. Hann lagði beiðnina inn fyrir rúmum mánuði síðan en að sögn kunnugra getur málsmeðferðartími nefndarinnar verið langur. Nefndin alveg sjálfstæð Þorbjörg Sigríður ræddi við Odd Ævar Gunnarsson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Náðunarnefnd er sjálfstæð nefnd sem fær til sín umsóknir fanga í alls konar málum. Á meðan mál eru þar til meðferðar er dómsmálaráðherra ekki að vasast í þeim. Varðandi Sýrland, þá er það auðvitað þannig að í Evrópu allri er alltaf verið að rýna lönd sem hafa verið metin þannig að það sé ekki öruggt að senda fólk þangað aftur. Það er mat á landi í hverju tilviki fyrir sig, hvort það sé verið að send fólk þangað almennt séð.“ Þannig snúi ákvörðunin að því frekar en að taka við tilteknum manni. Þá sé það mat Útlendingastofnunar hverju sinni hvenær þær aðstæður í landinu, sem hefur verið metið ótryggt, hafi breyst með þeim þeim hætti að matið verði annað. Nýlegt dæmi er afstaða Útlendingastofnunar og kærunefndarinnar til Venesúela. Það var ákveðið mat þar en svo breyttist matið og kerfið vinnur í samræmi við það. Ekki í stöðu til að svara núna Náðunarnefnd leggur mat á beiðnir um náðanir og leggur eftir atvikum tillögu fyrir dómsmálaráðherra um afgreiðslu málsins. Ef fallist er á náðunarbeiðni er gerð tillaga til forseta Íslands. Því þurfa bæði dómsmálaráðherra og forseti að samþykkja náðun. Muntu kvitta undir náðun Kouranis? „Ég er augljóslega ekki í stöðu til þess að segja neitt um það núna. Af því að kæmi eitthvert slíkt mál til mín, þetta mál eða annað, þá fylgir einhver ákvörðun og einhver rökstuðningur um að aðstæður í því máli séu með þeim hætti að þessi skipaða nefnd sérfræðinga hafi komist að því að það eigi að náða. Engin slík ákvörðun liggur fyrir þannig að ég get ekkert sagt til um það hvernig ég myndi líta einhver verðandi mál.“ Forsvaranlegt? Margir myndu vafalítið spyrja sig hvort það væri forsvaranlegt í máli Kouranis og öðrum að náða dæmda ofbeldismenn til þess eins að flytja þá úr landi. „Ég hef allan skilning á þessari umræðu en ég hef einfaldlega ekki forsendur og veit ekki einu sinni hvað nefndin mun gera í þessu máli. Þannig að einhver comment um það eru einfaldlega ekki tímabær,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum.
Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Sýrland Fangelsismál Tengdar fréttir Kourani fluttur á Klepp Mohamad Kourani hefur verið fluttur á réttargeðdeild á Kleppi þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Síðastliðnu ári hefur hann varið í einangrunarklefa vegna árásargjarnar og ofbeldisfullar hegðunar. 10. október 2025 20:27 Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. 20. september 2025 11:18 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Kourani fluttur á Klepp Mohamad Kourani hefur verið fluttur á réttargeðdeild á Kleppi þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Síðastliðnu ári hefur hann varið í einangrunarklefa vegna árásargjarnar og ofbeldisfullar hegðunar. 10. október 2025 20:27
Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. 20. september 2025 11:18