Þriðji deildarsigur Villa í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matty Cash og Morgan Rogers fagna með Emiliano Buendía eftir að hann skoraði seinna mark Aston Villa gegn Tottenham.
Matty Cash og Morgan Rogers fagna með Emiliano Buendía eftir að hann skoraði seinna mark Aston Villa gegn Tottenham. getty/Harry Murphy

Aston Villa vann sinn fimmta sigur í röð í öllum keppnum þegar liðið lagði Tottenham að velli í dag, 1-2. Emiliano Buendía skoraði sigurmark Villa.

Eftir afleita byrjun á tímabilinu er Villa búið að vinna þrjá deildarleiki í röð auk tveggja í Evrópudeildinni. Villa er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig, tveimur stigum á eftir Spurs sem er í 6. sætinu.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og strax á 5. mínútu kom Úrúgvæinn Rodrigo Bentancur þeim yfir.

Á 37. mínútu jafnaði Morgan Rogers fyrir Villa með laglegu skoti. Þetta var fyrsta mark enska landsliðsmannsins á tímabilinu.

Buendía kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og sextán mínútum síðar skoraði hann sigurmark Villa með vinstri fótar skoti fyrir utan vítateig eftir undirbúning bakvarðanna Mattys Cash og Lucas Digne.

Buendía hefur skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í síðustu fjórum leikjum Villa.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira