Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2025 10:30 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, ræddi breytingar á vörugjaldi í kvöldfréttum Sýnar í gær. SÝN Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira