Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2025 20:04 Leikarar sýningarinnar, sem standa sig frábærlega en Leikfélag Hveragerðis er áhugaleikfélag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar snýst allt um fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku og allskonar misskilning í kringum töskuna og peninga í henni. Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis Hveragerði Menning Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis
Hveragerði Menning Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira