Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2025 20:04 Leikarar sýningarinnar, sem standa sig frábærlega en Leikfélag Hveragerðis er áhugaleikfélag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar snýst allt um fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku og allskonar misskilning í kringum töskuna og peninga í henni. Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis Hveragerði Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira
Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis
Hveragerði Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira