Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2025 20:04 Leikarar sýningarinnar, sem standa sig frábærlega en Leikfélag Hveragerðis er áhugaleikfélag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar snýst allt um fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku og allskonar misskilning í kringum töskuna og peninga í henni. Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis Hveragerði Menning Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hér erum við að tala um leikritið „Viltu finna milljón“, sem Leikfélag Hveragerðis er með í sýningu þar sem leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Verkið er eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnar Jónsson. Það er oftast mikið fjör á sviðinu í kringum 400 milljónirnar í svörtu skjalatöskunni með tilheyrandi misskilningi og látum. „Ég er bara með mjög stórt hlutverk, næst stærsta aðalhlutverkið og Hrafnhildur hér við hliðina á mér, sem leikur hana Gunnu er líka með svolítið stór hlutverk,“ segir Maria Araceli Quintana leikari í sýningunni. María, sem leikur Ingibjörgu er frekar drykkfelld í sýningunni. „Já, mér þykir sopinn rosa góður svona þegar fer að líða svona aðeins á sýninguna“, segir María hlæjandi. Og það er mikið, sem er að gerast á sviðinu allan tímann, mikið fjör og læti eða hvað? „Já, já, þetta er mikið fjör, ég tek ekki eftir því ég er svo full,“ segir María. María í hlutverki Ingibjargar og Hrafnhildur í hlutverki Gunnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir Ingibergur Örn og Sindri Mjölnir Magnússynir fara á kostum í sýningunni. Margar þekktar persónur koma við sögu í sýningunni. „Já það má segja það, við vitnum í alveg heilmikið af frægum nöfnum,” segir Sindri. Þar má til dæmis nefna Gunna og Felix, Halla og Ladda, Arnald Indriðason og fleiri og fleiri. „Það er mjög skemmtilegt að fá að vinna með bróður sínum á sviði en það er ekki í fyrsta skipti,” segir Sindri og Ingibergur bætir við. „Hann getur stundum farið í taugarnar á manni en maður lætur það sleppa”. Bræðurnir í einu atriði sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu? „Hún er drepfyndin, bara að muna að pissa vel áður en þið mætið”, segir Sindri. „Já og bara að setjast niður og njóta,” bætir Ingibergur við. María sem leikur Ingibjörg í sýningunni hér í einu atriðinu eftir helst of mikla drykkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok sýninga er alltaf klappað vel og lengi fyrir leikurum og öðrum, sem koma að sýningunum á einn eða annan hátt. Facebooksíða Leikfélags Hveragerðis
Hveragerði Menning Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira