Fótbolti

Katla skoraði sigur­mark Fiorentina gegn Milan í upp­bótartíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Katla Tryggvadottir skoraði sigurmark Fiorentina gegn AC Milan.
Sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Katla Tryggvadottir skoraði sigurmark Fiorentina gegn AC Milan. getty/Pat Elmont

Íslenska landsliðskonan Katla Tryggvadóttir var hetja Fiorentina gegn AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Flórensliðið var 2-3 undir þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en vann samt, 4-3.

Katla byrjaði á bekknum í dag en kom inn á sem varamaður á 63. mínútu, í stöðunni 2-2. Monica Renzotti kom Milan yfir, 2-3, á 77. mínútu og það virtist ætla að duga gestunum til sigurs.

Á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Madelen Janogy fyrir Fiorentina og þremur mínútum síðar skoraði Katla svo sigurmark heimakvenna, 4-3.

Þetta var annar deildarleikur Kötlu með Fiorentina og fyrsta mark hennar fyrir félagið. Hún kom til þess frá Kristianstad í Svíþjóð í sumar.

Þetta var fyrsti sigur Fiorentina í ítölsku deildinni á tímabilinu en liðið er í 5. sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×