Sala á hlutum í fimm ríkisfélögum gæti lækkað vaxtagjöld um yfir 50 milljarða

Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins.
Tengdar fréttir

Vilja að ráðherra fái heimild til að hefja sölu á hlutum ríkisins í Landsbankanum
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að selja eignarhluti ríkissjóðs í Landsbankanum í gegnum almennt markaðssett útboð, sambærilegt því og var gert í nýafstaðinni sölu á Íslandsbanka. Greinendur hafa áætlað að virði alls eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum gæti verið yfir 350 milljarðar.

Stoðir horfa til skráningar í lok ársins og gætu sótt sér allt að 15 milljarða
Eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins skoðar nú þann möguleika ef aðstæður reynast hagfelldar að ráðast í skráningu í Kauphöllina innan fárra vikna en áform Stoða gera þá ráð fyrir að sækja sér á annan tug milljarða í aukið hlutafé frá nýjum fjárfestum. Búið er að ganga frá ráðningu á fjórum fjármálafyrirtækjum til að vera Stoðum til ráðgjafar við þá vinnu.

„Eilítil vonbrigði“ að bætt afkoma sé ekki nýtt til að loka fjárlagagatinu
Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.

„Mikill ábyrgðarhluti“ ef Alþingi gætir þess ekki að stöðugleikareglan sé virt
Fjármála- og efnahagsráðherra brýnir Alþingi fyrir mikilvægi þess fara eftir hinni nýju stöðugleikareglu, sem setur ófjármögnuðum raunvexti útgjalda skorður, núna þegar fjárlagafrumvarpið er til meðferðar fjárlaganefndar. Það væri „mikill ábyrgðarhluti“ ef reglan yrði virt að vettugi og gæti haft efnahagslegar afleiðingar.

„Af hverju vilja stjórnvöld ekki fá innvið afhentan á silfurfati eftir tuttugu ár?“
Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs furðar sig á því „af hverju í ósköpunum“ stjórnvöld hafi ekki farið meira þá leið við uppbyggingu mannvirkja hér á landi, eins og var gert í tilfelli Hvalfjarðarganga, að efna til samstarfs við fjárfesta og geta þannig fengið afhentan innvið á silfurfati til sín eftir kannski tuttugu ár þegar einkaaðilar séu búnir að reka hann í samræmi við reglur. Hann situr núna í starfshópi um mögulega stórfellda íbúðauppbyggingu í Úlfársdal en segir að það eigi eftir að koma í ljóst hvort lífeyrissjóðum verði treyst til að hafa aðkomu að því verkefni.