Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2025 20:05 Sævar Helgason, skólastjóri (fyrir miðju), ásamt Pétri G. Markan, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar (t.v.) og Magnúsi Þór Jónssyni, formanni Kennarasambands Íslands þegar opna húsið var í skólanum 17. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Grunnskóla Hveragerðis með nýja viðbyggingu við skólann þar sem nýr og glæsilegur matsalur er hluti af byggingunni. Viðbyggingin kostaði um einn milljarða króna. Ókeypis hafragrautur er í boði fyrir nemendur alla morgna í skólanum. Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira