Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2025 20:05 Sævar Helgason, skólastjóri (fyrir miðju), ásamt Pétri G. Markan, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar (t.v.) og Magnúsi Þór Jónssyni, formanni Kennarasambands Íslands þegar opna húsið var í skólanum 17. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Grunnskóla Hveragerðis með nýja viðbyggingu við skólann þar sem nýr og glæsilegur matsalur er hluti af byggingunni. Viðbyggingin kostaði um einn milljarða króna. Ókeypis hafragrautur er í boði fyrir nemendur alla morgna í skólanum. Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira