Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 07:30 Antoine Griezmann á æfingu Atlético Madrid á Emirates-vellinum í gærkvöld. Hann komst ekki í heita sturtu inni í klefa eftir æfinguna. Getty/Harry Murphy Leikmenn Atlético Madrid gætu mætt reiðir til leiks gegn Arsenal í Lundúnum í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, vegna skorts á gestrisni hjá enska félaginu. Spænska blaðið Marca segir að Atlético-menn hafi verið æfir í gærkvöld þegar í ljós kom að þeir gátu ekki farið í heita sturtu eftir lokaæfingu sína á Emirates-leikvanginum, fyrir stórleikinn í kvöld. Þeir telja óskiljanlegt að slík lágmarkskrafa skuli ekki uppfyllt hjá svo stóru félagi og í sjálfri Meistaradeild Evrópu. Leikmenn Atlético höfðu æft í rigningunni á Emirates en enduðu á að þurfa að fara á hótelið sitt til þess að komast í sturtu. 🚨 BREAKING: Atlético Madrid has filed a complaint with UEFA over the unusual situation of having no hot water available for the players after training.The club is outraged, especially since the players trained under the rain and had to rush back to the hotel to shower.@marca pic.twitter.com/jL5iR1iD5K— Atletico Universe (@atletiuniverse) October 20, 2025 Samkvæmt frétt The Athletic var heitavatnslaust í báðum búningsklefunum á Emirates-leikvanginum og var búið að bæta úr því innan við 40 mínútum eftir að Arsenal var upplýst um vandamálið. Það hefði dugað til þess að leikmenn Atlético kæmust í sturtu eftir æfingu ef liðið hefði ekki ákveðið að hafa æfinguna styttri en áætlað var. Forráðamenn Atlético kvörtuðu til UEFA vegna málsins og hafa þeir fengið afsökunarbeiðni frá Arsenal. Marca segir að mikil reiði hafi blossað upp þegar leikmenn Atlético Madrid hafi ekki komist í sturtu.Getty/John Walton UEFA setur þá kröfur á félög að heitt vatn sé til staðar í búningsklefum en það á þó við um keppnisleiki en ekki æfingar. Arsenal hefur unnið báða leiki sína í keppninni til þessa, gegn Olympiacos og Athletic Bilbao, en Atlético hefur unnið Frankfurt og tapað fyrir Liverpool. Leikur liðanna hefst klukkan 19 á Sýn Sport Viaplay en hægt er að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport og hefst hún klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Spænska blaðið Marca segir að Atlético-menn hafi verið æfir í gærkvöld þegar í ljós kom að þeir gátu ekki farið í heita sturtu eftir lokaæfingu sína á Emirates-leikvanginum, fyrir stórleikinn í kvöld. Þeir telja óskiljanlegt að slík lágmarkskrafa skuli ekki uppfyllt hjá svo stóru félagi og í sjálfri Meistaradeild Evrópu. Leikmenn Atlético höfðu æft í rigningunni á Emirates en enduðu á að þurfa að fara á hótelið sitt til þess að komast í sturtu. 🚨 BREAKING: Atlético Madrid has filed a complaint with UEFA over the unusual situation of having no hot water available for the players after training.The club is outraged, especially since the players trained under the rain and had to rush back to the hotel to shower.@marca pic.twitter.com/jL5iR1iD5K— Atletico Universe (@atletiuniverse) October 20, 2025 Samkvæmt frétt The Athletic var heitavatnslaust í báðum búningsklefunum á Emirates-leikvanginum og var búið að bæta úr því innan við 40 mínútum eftir að Arsenal var upplýst um vandamálið. Það hefði dugað til þess að leikmenn Atlético kæmust í sturtu eftir æfingu ef liðið hefði ekki ákveðið að hafa æfinguna styttri en áætlað var. Forráðamenn Atlético kvörtuðu til UEFA vegna málsins og hafa þeir fengið afsökunarbeiðni frá Arsenal. Marca segir að mikil reiði hafi blossað upp þegar leikmenn Atlético Madrid hafi ekki komist í sturtu.Getty/John Walton UEFA setur þá kröfur á félög að heitt vatn sé til staðar í búningsklefum en það á þó við um keppnisleiki en ekki æfingar. Arsenal hefur unnið báða leiki sína í keppninni til þessa, gegn Olympiacos og Athletic Bilbao, en Atlético hefur unnið Frankfurt og tapað fyrir Liverpool. Leikur liðanna hefst klukkan 19 á Sýn Sport Viaplay en hægt er að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport og hefst hún klukkan 18:30.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira