Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. nóvember 2025 20:00 Ragnar Fjalar með frumgerðina af Höfðingja sem hann keypti af Góða hirðinum. Vísir/Bjarni Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu. Í gegnum tíðina hafa ýmsar gersemar fundist í Góða hirðinum en á dögunum keypti Ragnar Fjalar Lárusson grafískur hönnuður þar nokkuð einstakan stól. „Hann var merktur sem spænskur stóll en ég var ekki alveg viss hvort þetta væri einhvern veginn spænskur stóll eða eitthvað annað.“ Ragnar Fjalar fór í framhaldinu að grúska. „Ég komst að því að þetta væri hugsanlega einhver útgáfa af Höfðingjanum sem er íslenskur stóll eða íslensk hönnun.“ Armar frumgerðarinnar eru nokkuð ólíkir þeim sem eru á stólnum sem var framleiddur.Vísir/Bjarni Höfðinginn er eitt þekktasta verk Gunnars H. Guðmundssonar húsgagnahannaðar og arkitekts. Við skoðun sérfræðinga frá Hönnunarsafni Íslands kom í ljós að um frumgerð stólsins er að ræða sem send var á sýningu til Munchen í Þýskalandi árið 1961 og vann þar til verðlauna. „Við vorum búin að sjá ljósmyndir frá þessum sýningum. Við héldum að það væri enginn til. Þeir væru bara allir glataðir. Við héldum líka að það væru jafnvel bara til þrír en ég veit núna að þeir voru fleiri. Það eru gerðir einhverjir svona nokkrir stólar þarna 1961. Þeir fara á þessa sýningu. Svo fara þeir í framleiðslu hjá Kristjáni Siggeirssyni árið 1968, eru sýndir, þá eru þeir komnir í framleiðslu hjá þeim og þá er búið að breyta örmunum þannig þeir séu auðveldari í framleiðslu,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands situr hér í stólnum sem framleiddur var.Vísir/Sigurjón Framleiðsla á stólnum hófst svo aftur fyrir nokkrum mánuðum hjá Epal og kostar stólinn þar um fjögur hundruð þúsund krónur en hann hefur verið seldur á uppboðum fyrir hærri fjárhæðir. Ragnar Fjalar borgaði hins vegar ekki nema tuttugu þúsund fyrir stólinn. Til greina kemur að hann verði seldur Hönnunarsafninu. Ragnar segist varla þora að setjast í stólinn hvað þá leyfa ungri dóttur sinni að það. „Ég er bara með hann inni á skrifstofu hjá mér. Búinn að prófa að setjast í hann nokkrum sinnum en þetta er ekki stóll sem maður tjillar í lengi.“ Ragnar Fjalar segir stólinn geymdan á skrifstofu sinni. Vísir/Bjarni Tíska og hönnun Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafa ýmsar gersemar fundist í Góða hirðinum en á dögunum keypti Ragnar Fjalar Lárusson grafískur hönnuður þar nokkuð einstakan stól. „Hann var merktur sem spænskur stóll en ég var ekki alveg viss hvort þetta væri einhvern veginn spænskur stóll eða eitthvað annað.“ Ragnar Fjalar fór í framhaldinu að grúska. „Ég komst að því að þetta væri hugsanlega einhver útgáfa af Höfðingjanum sem er íslenskur stóll eða íslensk hönnun.“ Armar frumgerðarinnar eru nokkuð ólíkir þeim sem eru á stólnum sem var framleiddur.Vísir/Bjarni Höfðinginn er eitt þekktasta verk Gunnars H. Guðmundssonar húsgagnahannaðar og arkitekts. Við skoðun sérfræðinga frá Hönnunarsafni Íslands kom í ljós að um frumgerð stólsins er að ræða sem send var á sýningu til Munchen í Þýskalandi árið 1961 og vann þar til verðlauna. „Við vorum búin að sjá ljósmyndir frá þessum sýningum. Við héldum að það væri enginn til. Þeir væru bara allir glataðir. Við héldum líka að það væru jafnvel bara til þrír en ég veit núna að þeir voru fleiri. Það eru gerðir einhverjir svona nokkrir stólar þarna 1961. Þeir fara á þessa sýningu. Svo fara þeir í framleiðslu hjá Kristjáni Siggeirssyni árið 1968, eru sýndir, þá eru þeir komnir í framleiðslu hjá þeim og þá er búið að breyta örmunum þannig þeir séu auðveldari í framleiðslu,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands situr hér í stólnum sem framleiddur var.Vísir/Sigurjón Framleiðsla á stólnum hófst svo aftur fyrir nokkrum mánuðum hjá Epal og kostar stólinn þar um fjögur hundruð þúsund krónur en hann hefur verið seldur á uppboðum fyrir hærri fjárhæðir. Ragnar Fjalar borgaði hins vegar ekki nema tuttugu þúsund fyrir stólinn. Til greina kemur að hann verði seldur Hönnunarsafninu. Ragnar segist varla þora að setjast í stólinn hvað þá leyfa ungri dóttur sinni að það. „Ég er bara með hann inni á skrifstofu hjá mér. Búinn að prófa að setjast í hann nokkrum sinnum en þetta er ekki stóll sem maður tjillar í lengi.“ Ragnar Fjalar segir stólinn geymdan á skrifstofu sinni. Vísir/Bjarni
Tíska og hönnun Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira