Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2025 07:31 Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. EPA/Liselotte Sabroe Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er skiljanlega ánægður með hinn 17 ára gamla Viktor Bjarka Daðason sem í gærkvöld varð sá þriðji yngsti til að skora í allri sögu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira