„Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2025 10:32 Ólafur Ingi hefur aldrei áður verið aðalþjálfari félagsliðs. vísir / ívar Ólafur Ingi Skúlason hefur ekki áhyggjur af sínu reynsluleysi sem félagsliðaþjálfari og ætlar að láta verkin tala í nýju starfi hjá Breiðabliki. Síðustu sólarhringar hafa verið hektískir hjá nýjum þjálfara Breiðabliks sem tók við starfinu í fyrradag og gerði tveggja ára samning. Ólafur Ingi hefur undanfarin fimm ár starfað sem landsliðsþjálfari yngri landsliða Íslands en stígur nú skrefið yfir í félagsliðafótbolta, sem er frábrugðinn landsliðsumhverfinu að mörgu leiti. „Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því, þetta er risastórt starf og það er auðvelt að setja punkt á það að ég er ekki með mikla reynslu úr félagsliðafótbolta, en ég hef töluverða reynslu úr fótbolta og tel mig vita ágætlega út hvað þetta gengur. Ég þarf bara að láta verkin tala, það er það eina sem gildir í þessu.“ Frábærar móttökur frá Blikum Hann tekur við starfinu af Halldóri Árnasyni, sem var nokkuð óvænt látinn fara í gær, ákvörðunin var tekin á undarlegum tímapunkti og stjórn Breiðabliks hefur hlotið gagnrýni fyrir en tekur mið af gengi liðsins undanfarið, sem hefur ekki verið gott. Er þetta erfitt starfsumhverfi að stíga inn í? „Alls ekki. Þetta er í fyrsta skipti svosem sem maður er í þessari aðstöðu en félagið er búið að taka frábærlega á móti mér og þetta er reynslumikill og góður hópur.“ Engar stórar breytingar á stílnum Ólafur segist ætlar að láta verkin tala og verður að gera það því Breiðablik á mikilvæga leiki framundan í vikunni, fyrst er Evrópuleikur gegn finnska liðinu KuPS á fimmtudag, og síðan spilar Breiðablik á sunnudag, úrslitaleik við Stjörnuna upp á þriðja sæti Bestu deildarinnar. „Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og gaman að byrja hratt, það er bara kostur. Ég er að taka við mjög öflugu og góðu búi, það hefur verið mjög vel staðið að hlutunum hér síðustu ár... ...Ég sé ekki fram á það að hér verði einhver kollvörpun í leikstíl eða neinu slíku. Auðvitað kemur maður með sínar hugmyndir, sem vonandi geta bætt leik liðsins, en Breiðablik mun áfram spila sóknarþenkjandi, tempó fótbolta. Það hefur verið þeirra einkenni undanfarin ár og því verður ekkert breytt.“ Rætt var við nýjan þjálfara Breiðabliks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn, gegn finnska liðinu KuPS, verður svo í beinni útsendingu á Sýn Sport annað kvöld, fimmtudag klukkan 16:15. Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Síðustu sólarhringar hafa verið hektískir hjá nýjum þjálfara Breiðabliks sem tók við starfinu í fyrradag og gerði tveggja ára samning. Ólafur Ingi hefur undanfarin fimm ár starfað sem landsliðsþjálfari yngri landsliða Íslands en stígur nú skrefið yfir í félagsliðafótbolta, sem er frábrugðinn landsliðsumhverfinu að mörgu leiti. „Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því, þetta er risastórt starf og það er auðvelt að setja punkt á það að ég er ekki með mikla reynslu úr félagsliðafótbolta, en ég hef töluverða reynslu úr fótbolta og tel mig vita ágætlega út hvað þetta gengur. Ég þarf bara að láta verkin tala, það er það eina sem gildir í þessu.“ Frábærar móttökur frá Blikum Hann tekur við starfinu af Halldóri Árnasyni, sem var nokkuð óvænt látinn fara í gær, ákvörðunin var tekin á undarlegum tímapunkti og stjórn Breiðabliks hefur hlotið gagnrýni fyrir en tekur mið af gengi liðsins undanfarið, sem hefur ekki verið gott. Er þetta erfitt starfsumhverfi að stíga inn í? „Alls ekki. Þetta er í fyrsta skipti svosem sem maður er í þessari aðstöðu en félagið er búið að taka frábærlega á móti mér og þetta er reynslumikill og góður hópur.“ Engar stórar breytingar á stílnum Ólafur segist ætlar að láta verkin tala og verður að gera það því Breiðablik á mikilvæga leiki framundan í vikunni, fyrst er Evrópuleikur gegn finnska liðinu KuPS á fimmtudag, og síðan spilar Breiðablik á sunnudag, úrslitaleik við Stjörnuna upp á þriðja sæti Bestu deildarinnar. „Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og gaman að byrja hratt, það er bara kostur. Ég er að taka við mjög öflugu og góðu búi, það hefur verið mjög vel staðið að hlutunum hér síðustu ár... ...Ég sé ekki fram á það að hér verði einhver kollvörpun í leikstíl eða neinu slíku. Auðvitað kemur maður með sínar hugmyndir, sem vonandi geta bætt leik liðsins, en Breiðablik mun áfram spila sóknarþenkjandi, tempó fótbolta. Það hefur verið þeirra einkenni undanfarin ár og því verður ekkert breytt.“ Rætt var við nýjan þjálfara Breiðabliks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn, gegn finnska liðinu KuPS, verður svo í beinni útsendingu á Sýn Sport annað kvöld, fimmtudag klukkan 16:15.
Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira