Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Lovísa Arnardóttir skrifar 22. október 2025 23:31 Hnefanum varpað á byggingu ráðuneytis. Aðsendar Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra. Byggingarnar sem hnefanum hefur verið þegar verið varpað á eru Hæstiréttur, húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dómsmálaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, og alþingishúsið. „Sveitarfélögin reka og reiða sig á risastórar kvennastéttir. Það verður að leiðrétta kerfisbundið vanmat á kvennastörfum. Sú leiðrétting má hins vegar ekki bitna á — eða vera á kostnað fjölskyldna, sérstaklega kvenna sem bera meiri ábyrgð á umönnun barna og heimilis. Konur halda uppi mennta- og heilbrigðiskerfinu, grunnstoðum samfélagsins. Störf þeirra eru stórlega vanmetin og konur vinna á afsláttarkjörum. Þetta þarf að leiðrétta strax. Konur bera mun meiri ábyrgð á umönnun barna og heimilis. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og eru enn mun lægri þegar barnið er 10 ára. Tekjur feðra lækka ekkert. Umönnunarbilið bitnar mun verr á konum. Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Leiðrétta þarf laun kvennastétta sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins. Við getum ekki beðið lengur. Stundin er runnin upp,“ segir í Facebook-færslu um það þegar hnefanum var varpað á húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hnefinn á húsnæði forsætis- og dómsmálaráðuneytis. Aðsendar Þegar hnefanum var varpað á alþingishúsið var minnt á að kröfurnar hafi verið birtar fyrir tæpu ári og að lítið hafi gerst. „Kröfurnar snúa að því að uppræta kynbundið ofbeldi, leiðrétta vanmat á kvennastörfum og brúa umönnunarbilið. Þær eru einfaldar og þær þarf að uppfylla. Krafan er komin í innheimtu og gjalddaginn er fallinn,“ sagði í færslunni sem fylgdi þeirri mynd. Inga Auðbjörg segir komið að skuldadögum og því hafi aðstandendur Kvennaárs minnt á þessar óuppfylltu kröfur með því að lýsa merki Kvennaárs á eina byggingu í dag. „Eina byggingu á dag sem hýsir stofnun sem nú verður að grípa til aðgerða. Við erum að telja niður í verkfall en líka í árið sem að stjórnvöldum var gefið til að vinna að þessum kröfum. Við sendum bréf og þau hafa svarað því en það er ekki búið að klára neitt af þessu, eða ganga í þessi mál. Kastljósið er á þau núna. Auðvitað eru mörg þessara vandamála samfélagsleg en stjórnvöld hafa tögl og hagldir í flestum þessara mála og ein sem geta gert einhverjar stórvægilegar breytingar.“ Réttlætanlegt fyrir konur að mæta ekki til vinnu Gefið hefur verið út að boðað sé til heilsdagsverkfalls. Vinnustaðir margir hafa þó gefið út að fólki, konum og kvárum, sé heimilt að fara frá klukkan 13 eða jafnvel 13.30 en þá hefst til dæmis söguganga í Reykjavík. „Nú er boltinn farinn að rúlla og fólk gerir sér grein fyrir því að þetta er að gerast í vikunni. Það þarf að gera ráðstafanir og það er verið að takast á hvort það sé réttlætanleg að konur mæti ekki til vinnu einn dag á ári, á margra ára fresti. Mér finnst það sjálfsagt. Við vinnum launalaust að einhverju leyti á stórum hluta ársins og tökum á okkur stóran hluta vinnunnar á heimilinu líka. Það er fínt að taka þessa umræðu í samfélaginu. Okkur finnst vera rífandi stemning og að konur séu að vakna og ætli að drífa sig.“ Hún segir það ósk framkvæmdastjórnar og skipuleggjenda að vinnuveitendur dragi ekki af launum fólks sem fari í verkfall þennan dag. „Auðvitað eru líkur á því að einhver fyrirtæki vilji ekki taka þátt í þessu samfélagslega ákalli og þau verða þá að svara fyrir það gagnvart sínu starfsfólki, en þetta er krafan.“ Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38 Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. 21. október 2025 14:12 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Byggingarnar sem hnefanum hefur verið þegar verið varpað á eru Hæstiréttur, húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dómsmálaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, og alþingishúsið. „Sveitarfélögin reka og reiða sig á risastórar kvennastéttir. Það verður að leiðrétta kerfisbundið vanmat á kvennastörfum. Sú leiðrétting má hins vegar ekki bitna á — eða vera á kostnað fjölskyldna, sérstaklega kvenna sem bera meiri ábyrgð á umönnun barna og heimilis. Konur halda uppi mennta- og heilbrigðiskerfinu, grunnstoðum samfélagsins. Störf þeirra eru stórlega vanmetin og konur vinna á afsláttarkjörum. Þetta þarf að leiðrétta strax. Konur bera mun meiri ábyrgð á umönnun barna og heimilis. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og eru enn mun lægri þegar barnið er 10 ára. Tekjur feðra lækka ekkert. Umönnunarbilið bitnar mun verr á konum. Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Leiðrétta þarf laun kvennastétta sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins. Við getum ekki beðið lengur. Stundin er runnin upp,“ segir í Facebook-færslu um það þegar hnefanum var varpað á húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hnefinn á húsnæði forsætis- og dómsmálaráðuneytis. Aðsendar Þegar hnefanum var varpað á alþingishúsið var minnt á að kröfurnar hafi verið birtar fyrir tæpu ári og að lítið hafi gerst. „Kröfurnar snúa að því að uppræta kynbundið ofbeldi, leiðrétta vanmat á kvennastörfum og brúa umönnunarbilið. Þær eru einfaldar og þær þarf að uppfylla. Krafan er komin í innheimtu og gjalddaginn er fallinn,“ sagði í færslunni sem fylgdi þeirri mynd. Inga Auðbjörg segir komið að skuldadögum og því hafi aðstandendur Kvennaárs minnt á þessar óuppfylltu kröfur með því að lýsa merki Kvennaárs á eina byggingu í dag. „Eina byggingu á dag sem hýsir stofnun sem nú verður að grípa til aðgerða. Við erum að telja niður í verkfall en líka í árið sem að stjórnvöldum var gefið til að vinna að þessum kröfum. Við sendum bréf og þau hafa svarað því en það er ekki búið að klára neitt af þessu, eða ganga í þessi mál. Kastljósið er á þau núna. Auðvitað eru mörg þessara vandamála samfélagsleg en stjórnvöld hafa tögl og hagldir í flestum þessara mála og ein sem geta gert einhverjar stórvægilegar breytingar.“ Réttlætanlegt fyrir konur að mæta ekki til vinnu Gefið hefur verið út að boðað sé til heilsdagsverkfalls. Vinnustaðir margir hafa þó gefið út að fólki, konum og kvárum, sé heimilt að fara frá klukkan 13 eða jafnvel 13.30 en þá hefst til dæmis söguganga í Reykjavík. „Nú er boltinn farinn að rúlla og fólk gerir sér grein fyrir því að þetta er að gerast í vikunni. Það þarf að gera ráðstafanir og það er verið að takast á hvort það sé réttlætanleg að konur mæti ekki til vinnu einn dag á ári, á margra ára fresti. Mér finnst það sjálfsagt. Við vinnum launalaust að einhverju leyti á stórum hluta ársins og tökum á okkur stóran hluta vinnunnar á heimilinu líka. Það er fínt að taka þessa umræðu í samfélaginu. Okkur finnst vera rífandi stemning og að konur séu að vakna og ætli að drífa sig.“ Hún segir það ósk framkvæmdastjórnar og skipuleggjenda að vinnuveitendur dragi ekki af launum fólks sem fari í verkfall þennan dag. „Auðvitað eru líkur á því að einhver fyrirtæki vilji ekki taka þátt í þessu samfélagslega ákalli og þau verða þá að svara fyrir það gagnvart sínu starfsfólki, en þetta er krafan.“
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38 Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. 21. október 2025 14:12 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48
Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38
Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. 21. október 2025 14:12