Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Lovísa Arnardóttir skrifar 22. október 2025 23:31 Hnefanum varpað á byggingu ráðuneytis. Aðsendar Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra. Byggingarnar sem hnefanum hefur verið þegar verið varpað á eru Hæstiréttur, húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dómsmálaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, og alþingishúsið. „Sveitarfélögin reka og reiða sig á risastórar kvennastéttir. Það verður að leiðrétta kerfisbundið vanmat á kvennastörfum. Sú leiðrétting má hins vegar ekki bitna á — eða vera á kostnað fjölskyldna, sérstaklega kvenna sem bera meiri ábyrgð á umönnun barna og heimilis. Konur halda uppi mennta- og heilbrigðiskerfinu, grunnstoðum samfélagsins. Störf þeirra eru stórlega vanmetin og konur vinna á afsláttarkjörum. Þetta þarf að leiðrétta strax. Konur bera mun meiri ábyrgð á umönnun barna og heimilis. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og eru enn mun lægri þegar barnið er 10 ára. Tekjur feðra lækka ekkert. Umönnunarbilið bitnar mun verr á konum. Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Leiðrétta þarf laun kvennastétta sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins. Við getum ekki beðið lengur. Stundin er runnin upp,“ segir í Facebook-færslu um það þegar hnefanum var varpað á húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hnefinn á húsnæði forsætis- og dómsmálaráðuneytis. Aðsendar Þegar hnefanum var varpað á alþingishúsið var minnt á að kröfurnar hafi verið birtar fyrir tæpu ári og að lítið hafi gerst. „Kröfurnar snúa að því að uppræta kynbundið ofbeldi, leiðrétta vanmat á kvennastörfum og brúa umönnunarbilið. Þær eru einfaldar og þær þarf að uppfylla. Krafan er komin í innheimtu og gjalddaginn er fallinn,“ sagði í færslunni sem fylgdi þeirri mynd. Inga Auðbjörg segir komið að skuldadögum og því hafi aðstandendur Kvennaárs minnt á þessar óuppfylltu kröfur með því að lýsa merki Kvennaárs á eina byggingu í dag. „Eina byggingu á dag sem hýsir stofnun sem nú verður að grípa til aðgerða. Við erum að telja niður í verkfall en líka í árið sem að stjórnvöldum var gefið til að vinna að þessum kröfum. Við sendum bréf og þau hafa svarað því en það er ekki búið að klára neitt af þessu, eða ganga í þessi mál. Kastljósið er á þau núna. Auðvitað eru mörg þessara vandamála samfélagsleg en stjórnvöld hafa tögl og hagldir í flestum þessara mála og ein sem geta gert einhverjar stórvægilegar breytingar.“ Réttlætanlegt fyrir konur að mæta ekki til vinnu Gefið hefur verið út að boðað sé til heilsdagsverkfalls. Vinnustaðir margir hafa þó gefið út að fólki, konum og kvárum, sé heimilt að fara frá klukkan 13 eða jafnvel 13.30 en þá hefst til dæmis söguganga í Reykjavík. „Nú er boltinn farinn að rúlla og fólk gerir sér grein fyrir því að þetta er að gerast í vikunni. Það þarf að gera ráðstafanir og það er verið að takast á hvort það sé réttlætanleg að konur mæti ekki til vinnu einn dag á ári, á margra ára fresti. Mér finnst það sjálfsagt. Við vinnum launalaust að einhverju leyti á stórum hluta ársins og tökum á okkur stóran hluta vinnunnar á heimilinu líka. Það er fínt að taka þessa umræðu í samfélaginu. Okkur finnst vera rífandi stemning og að konur séu að vakna og ætli að drífa sig.“ Hún segir það ósk framkvæmdastjórnar og skipuleggjenda að vinnuveitendur dragi ekki af launum fólks sem fari í verkfall þennan dag. „Auðvitað eru líkur á því að einhver fyrirtæki vilji ekki taka þátt í þessu samfélagslega ákalli og þau verða þá að svara fyrir það gagnvart sínu starfsfólki, en þetta er krafan.“ Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38 Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. 21. október 2025 14:12 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Byggingarnar sem hnefanum hefur verið þegar verið varpað á eru Hæstiréttur, húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dómsmálaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, og alþingishúsið. „Sveitarfélögin reka og reiða sig á risastórar kvennastéttir. Það verður að leiðrétta kerfisbundið vanmat á kvennastörfum. Sú leiðrétting má hins vegar ekki bitna á — eða vera á kostnað fjölskyldna, sérstaklega kvenna sem bera meiri ábyrgð á umönnun barna og heimilis. Konur halda uppi mennta- og heilbrigðiskerfinu, grunnstoðum samfélagsins. Störf þeirra eru stórlega vanmetin og konur vinna á afsláttarkjörum. Þetta þarf að leiðrétta strax. Konur bera mun meiri ábyrgð á umönnun barna og heimilis. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og eru enn mun lægri þegar barnið er 10 ára. Tekjur feðra lækka ekkert. Umönnunarbilið bitnar mun verr á konum. Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Leiðrétta þarf laun kvennastétta sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins. Við getum ekki beðið lengur. Stundin er runnin upp,“ segir í Facebook-færslu um það þegar hnefanum var varpað á húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hnefinn á húsnæði forsætis- og dómsmálaráðuneytis. Aðsendar Þegar hnefanum var varpað á alþingishúsið var minnt á að kröfurnar hafi verið birtar fyrir tæpu ári og að lítið hafi gerst. „Kröfurnar snúa að því að uppræta kynbundið ofbeldi, leiðrétta vanmat á kvennastörfum og brúa umönnunarbilið. Þær eru einfaldar og þær þarf að uppfylla. Krafan er komin í innheimtu og gjalddaginn er fallinn,“ sagði í færslunni sem fylgdi þeirri mynd. Inga Auðbjörg segir komið að skuldadögum og því hafi aðstandendur Kvennaárs minnt á þessar óuppfylltu kröfur með því að lýsa merki Kvennaárs á eina byggingu í dag. „Eina byggingu á dag sem hýsir stofnun sem nú verður að grípa til aðgerða. Við erum að telja niður í verkfall en líka í árið sem að stjórnvöldum var gefið til að vinna að þessum kröfum. Við sendum bréf og þau hafa svarað því en það er ekki búið að klára neitt af þessu, eða ganga í þessi mál. Kastljósið er á þau núna. Auðvitað eru mörg þessara vandamála samfélagsleg en stjórnvöld hafa tögl og hagldir í flestum þessara mála og ein sem geta gert einhverjar stórvægilegar breytingar.“ Réttlætanlegt fyrir konur að mæta ekki til vinnu Gefið hefur verið út að boðað sé til heilsdagsverkfalls. Vinnustaðir margir hafa þó gefið út að fólki, konum og kvárum, sé heimilt að fara frá klukkan 13 eða jafnvel 13.30 en þá hefst til dæmis söguganga í Reykjavík. „Nú er boltinn farinn að rúlla og fólk gerir sér grein fyrir því að þetta er að gerast í vikunni. Það þarf að gera ráðstafanir og það er verið að takast á hvort það sé réttlætanleg að konur mæti ekki til vinnu einn dag á ári, á margra ára fresti. Mér finnst það sjálfsagt. Við vinnum launalaust að einhverju leyti á stórum hluta ársins og tökum á okkur stóran hluta vinnunnar á heimilinu líka. Það er fínt að taka þessa umræðu í samfélaginu. Okkur finnst vera rífandi stemning og að konur séu að vakna og ætli að drífa sig.“ Hún segir það ósk framkvæmdastjórnar og skipuleggjenda að vinnuveitendur dragi ekki af launum fólks sem fari í verkfall þennan dag. „Auðvitað eru líkur á því að einhver fyrirtæki vilji ekki taka þátt í þessu samfélagslega ákalli og þau verða þá að svara fyrir það gagnvart sínu starfsfólki, en þetta er krafan.“
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38 Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. 21. október 2025 14:12 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48
Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38
Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. 21. október 2025 14:12