Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 10:00 Á meðan Erling Haaland raðar inn mörkum þá sér Josko Gvardiol til þess að Manchester City fái sem fæst mörk á sig á hinum enda vallarins. Getty/Simon Stacpoole Fyrir fimm árum hefði Króatann Josko Gvardiol aldrei grunað að hann ætti eftir að spila fyrir Manchester City. Hann var nálægt því að hætta í fótbolta til að snúa sér að körfubolta en varð svo næstdýrasti varnarmaður sögunnar. Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira