Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2025 10:30 Halla forseti ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ríkisstjórnin flýtti reglubundnum föstudagsfundi sínum sem borið hefði upp á kvennafrídaginn og fundaði þess í stað í morgun. Vísir/Viktor Freyr Halla Tómasdóttir forseti Íslands ætlar að taka sér frí á morgun til að standa með systrum sínum og bræðum gegn ofbeldi. Hún segir brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. Þetta segir Halla í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er Kvennafrídagurinn á morgun þar sem konur eru hvattar til að leggja niður hvort sem er launuð eða ólaunuð störf. Dagskrá verður á Arnarhóli eftir hádegið en fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. „Jafnréttismál eru ekki einkamál kvenna. Þau snerta alla. Þau eru forsenda velmegunar, lýðræðis, nýsköpunar og friðar. Hér á landi höfum við gert mikilvægar breytingar á lagaramma jafnréttismála. Við höfum viðurkennt leikskóla sem fyrsta stig menntunar, innleitt foreldraorlof, kynjaða fjárlagagerð, jafnlaunavottun og kynjakvóta. Þetta eru ekki gallalaus úrræði en þau hafa fært okkur fram á við. Þau skipta máli,“ segir Halla í greininni. Baráttunni sé ekki lokið. „Á kvennafrídeginum árið 2023 settu skipuleggjendur fram skýrar kröfur um að útrýma þyrfti kynbundnu ofbeldi, jafna að fullu launamun, bæta stöðu mæðra og vinna gegn mismunun á vinnumarkaði. Tveimur árum síðar eru flestar þessar kröfur enn aðkallandi. Ég vil sérstaklega nefna stöðu kvenna af erlendum uppruna, kvenna með fötlun og hinsegin fólks hér á landi. Þau verða oftar en við hin fyrir misréttinu sem móðir mín og systur hennar neituðu að sætta sig við fyrir hálfri öld.“ Um leið og við minnumst kvennafrídagsins og framfaranna síðustu hálfa öld sé brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. „Karlmanna sem hafna skaðlegum hugmyndum, axla ábyrgð og taka af alvöru þátt í að skapa samfélag byggt á víðtæku jafnrétti og virðingu fyrir fjölbreytileika. Hvergi er þessi þátttaka mikilvægari en í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi – bæði í raunheimum og á netinu. Ný lög gegn stafrænu ofbeldi eru skref í rétta átt en lögin nægja ekki ein og sér. Við þurfum í sameiningu að skapa menningu sem byggð er á virðingu, umburðarlyndi og víðsýni – menningu sem birtist í hversdagslegum samskiptum sem styrkja í stað þess að brjóta niður.“ Tilefni sé til að fagna framtíðarsýn kvennafrídagsins 2025 með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Ekki einhvern tímann, heldur núna. „Sjálf mun ég taka mér frí 24. október og standa með systrum mínum og bræðrum gegn ofbeldi og með friði og framförum sem byggjast á jafnrétti fyrir alla.“ Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Þetta segir Halla í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er Kvennafrídagurinn á morgun þar sem konur eru hvattar til að leggja niður hvort sem er launuð eða ólaunuð störf. Dagskrá verður á Arnarhóli eftir hádegið en fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. „Jafnréttismál eru ekki einkamál kvenna. Þau snerta alla. Þau eru forsenda velmegunar, lýðræðis, nýsköpunar og friðar. Hér á landi höfum við gert mikilvægar breytingar á lagaramma jafnréttismála. Við höfum viðurkennt leikskóla sem fyrsta stig menntunar, innleitt foreldraorlof, kynjaða fjárlagagerð, jafnlaunavottun og kynjakvóta. Þetta eru ekki gallalaus úrræði en þau hafa fært okkur fram á við. Þau skipta máli,“ segir Halla í greininni. Baráttunni sé ekki lokið. „Á kvennafrídeginum árið 2023 settu skipuleggjendur fram skýrar kröfur um að útrýma þyrfti kynbundnu ofbeldi, jafna að fullu launamun, bæta stöðu mæðra og vinna gegn mismunun á vinnumarkaði. Tveimur árum síðar eru flestar þessar kröfur enn aðkallandi. Ég vil sérstaklega nefna stöðu kvenna af erlendum uppruna, kvenna með fötlun og hinsegin fólks hér á landi. Þau verða oftar en við hin fyrir misréttinu sem móðir mín og systur hennar neituðu að sætta sig við fyrir hálfri öld.“ Um leið og við minnumst kvennafrídagsins og framfaranna síðustu hálfa öld sé brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni. „Karlmanna sem hafna skaðlegum hugmyndum, axla ábyrgð og taka af alvöru þátt í að skapa samfélag byggt á víðtæku jafnrétti og virðingu fyrir fjölbreytileika. Hvergi er þessi þátttaka mikilvægari en í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi – bæði í raunheimum og á netinu. Ný lög gegn stafrænu ofbeldi eru skref í rétta átt en lögin nægja ekki ein og sér. Við þurfum í sameiningu að skapa menningu sem byggð er á virðingu, umburðarlyndi og víðsýni – menningu sem birtist í hversdagslegum samskiptum sem styrkja í stað þess að brjóta niður.“ Tilefni sé til að fagna framtíðarsýn kvennafrídagsins 2025 með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Ekki einhvern tímann, heldur núna. „Sjálf mun ég taka mér frí 24. október og standa með systrum mínum og bræðrum gegn ofbeldi og með friði og framförum sem byggjast á jafnrétti fyrir alla.“
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira